Leita í fréttum mbl.is

R.I.P.

Einhvern veginn þá komst ég aldrei almennilega í blogg stuð aftur eftir að ég tók mér hvíld í sumar.  Ég fann að ég var meira að rembast við að skila einhverju af mér af skyldurækni, ekki af því mig langaði alltaf til þess.  Ég fattaði þetta eiginlega bara núna um daginn þegar ég horfði á hana Lilju mína, sem er svo opin og skemmtileg.  Hún er ekki búin að missa þetta barnslega sakleysi ennþá, hún heilsar, knúsar, kjassar og syngur fyrir alla og býst alltaf við því besta frá öllum sem hún hittir.  Einhvern daginn á það eftir að breytast, en þannig er bara lífið.

Mér fannst alveg svakalega gaman að blogga hér áður fyrr, deila gleðinni í mínu lífi, skoðunum, sigrum og sorgum.  En mér finnst ekkert gaman að ritskoða sjálfa mig út í hið óendanlega.  Ég ætla að nota blogg tímann minn í annað á næstunni og er búin að finna mér ótrúlega spennandi verkefni í staðinn.  Núna er einmitt rétti tíminn til að söðla um, ekki vegna þess að að allt er ómögulegt, heldur einmitt vegna þess að allt er eins og ég vil hafa það.

Í dag sagði Lilja grafalvarlega við mig; 'Mamma, þegar þú verður amma, þá verð ég mamma.'  Það var einmitt það sem ég þurfti að heyra til að vera fullkomlega sátt við ákvörðunina.  Tíminn líður nefnilega alveg ótrúlega hratt og það er eins gott að nota og njóta hverrar einustu mínútu strax í dag.  Ekki einhvern tímann seinna þegar litla krílið sem hjúfrar sig að manni, er orðin mamma Kissing.

peysa

Gabríel tók þessa mynd af mér í dag, í nýju peysunni minni, sem ég var að klára að prjóna!

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi peysa er svakalega flott - til lukku með hana :)

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 08:09

2 Smámynd: Agga

Já, það er rétt, þessi krílatími kemur ekkert aftur, eins gott að njóta hans vel. En fyrst bloggið hefur fengið hvíldina þá sé ég að ég þarf klárlega að koma oftar í kaffi til að fá update :) Kíki fljótlega á ykkur á Lynghálsinn.  Sí jú :)

ps. sammála síðasta ræðumanni, þetta er alveg æðisleg peysa. 

Agga, 8.12.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk, takk .  Alltaf velkomin í kaffi (og þið báðar :), hlakka til að sjá þig!

Eva Margrét Einarsdóttir, 8.12.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband