Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vann og bætti mig!

Algjörlega minn dagur í dag.  Vaknaði spræk með dóttur minn kl. 5:50 Shocking.  Ekkert hægt að væla yfir því, stundum er þetta bara svona, fórum snemma í bólið í gær sem betur fer. 

Prógrammið sagði 32 km í dag svo við byrjuðum á að hlaupa 2 km upphitun til að byrja að safna upp í magn dagsins.  Þrátt fyrir kuldann þá leið mér þrusu vel og þá var bara að láta vaða og sjá hvernig þetta færi.  Alla leiðina út eftir var ég hálfpartinn á bremsunni því allt of margir km voru nálægt 4:00 en ég hafði hugsað mér að vera nær 4:15.  Hljóp þetta ótrúlega létt og í rauninni var það bara rokið sem var aðeins að tefja mig síðustu 4 km, lungu og lappir stóðu sig með sóma.  Ég gaf vel í síðasta km þegar ég sá fram á bætingu og hljóp hann á 4:06, nóg eftir.  Þórólfur hljóp á 1:27:03, alveg samkvæmt sínu plani.  Eftir stutt stopp og aðeins hlýrri fatnað, lögðum við hjónin aftur í hann á móti þeim sem ennþá voru að,  til þess að klára skammtinn okkar.  Náðum að kreysta úr okkur ca. 8 km í viðbót en þá vorum við líka alveg búin að fá nóg.

Var fyrst kvenna og bætti mig um tæpar tvær mínútur, lokatími 1:31:05.  Við hjónin fengum svo sinn úrdráttarvinninginn hvort, 8000,- úttekt í Sportlandi og kassa af orkugeli. 

Glennurnar fóru hamförum í dag, 4 bættu sig og ég held að Sóla eigi skilið hrós dagsins fyrir 11 mínútna bætingu og annað sætið, stelpuskottið farið að narta í hælana á mér, glæsilegt!  Fleiri félagar voru með bætingar þrátt fyrir rokrassgatið og það þýðir bara eitt, fólk er greinilega í þrusuformi eftir veturinn.  Ég held að það sé ráð fyrir okkur hlauparana að hætta að væla yfir veðrinu, það bara herðir mann!

Marsmaraþon

Var að fá senda mynd frá honum Oddi vini mínum úr vinnunni. 


Hálft á morgun

Marsmaraþon í fyrramálið og við erum bara ansi mikið róleg yfir þessu öllu saman.  Við hlökkum bara til að spreyta okkur, en við eigum samkvæmt plani að hlaupa 32 km á morgun.  Við ætlum þess vegna að hita vel upp og taka svo restina eftir hlaup og klára kvótann. 

Mitt markmið í hlaupinu er að hlaupa það alla vega 20 mínútum hraðar núna en í fyrra, nær 26 ef ég er í stuði Grin.


Páskaeggjaleitin

Svona er að vera í barneignarfríi, þá hefur maður tíma til að gera hitt og þetta sem annars myndi sitja á hakanum.  Þórólfur dundaði sér við að gera smá páskabíó, voilá...


Myndir

Eureka

Páskaleg feðgin

Borða sjálf

Fyrsta klippingin

Bursta tennurnar hans brósa

Flottust

Fyrsta skipti í rólu

Rosakoss


Leyndarmál

Fyrir rétt rúmum tíu árum síðan, sat brotin kona í lítilli kjallaraíbúð í Hlíðunum.  Hún reykti hverja sígarettuna á fætur annarri og tárin láku niður kinnarnar, í grásvörtum, maskaralituðum taumum.  Hún hafði  fengið símtal sem reyndist vera örlagaríkt, var tilkynnt um hin fullkomnu svik af síðustu tveim manneskjunum sem hún hélt að skiptu einhverju máli  í lífi hennar.  Hvernig gat þetta gerst, hvernig komst hún í þessa stöðu?  Algjörlega alein, veik, skuldum vafin og ljót að innan sem utan.  Í verstu ekkaskjálftunum horfði hún á fitukeppina hristast og grét ennþá sárar.

 

Svo stóð hún upp úr sófanum og náði í blað og penna og byrjaði að skrifa ljóð.  Hún hafði aldrei skrifað ljóð áður og hefur reyndar ekki skrifað ljóð síðan.  Hún skrifaði það og endurskrifaði og þegar langt var liðið á nóttina var hún ánægð með útkomuna.  Hún las það aftur og aftur, þessa nótt, næsta dag, næstu vikur og mánuði.  Svo þurfti hún ekki að lesa það lengur.  Hún setti það í plastumslag og ofan í skúffu, síðar ofan í kassa með drasli sem fylgdi henni síðan.

 

Hún fann ljóðið aftur í tiltekt vegna framkvæmda um daginn.  Hún gat ekki annað en brosað.  Enda hafði hún hundrað milljón ástæður til þess, ef ekki fleiri.       Það er sko ekkert leyndarmál.

 

My Cigarette

 

It's funny how much you remind me of smoking.

I know it's bad for me, I'm not stupid you know.

It's just that sometimes you feel so damn good.

Most of the time you are hurting me.

You are something I reach for when I'm lonely.

Can you believe I sometimes think I can't live without you?

It's funny how you remind me of my cigarettes.

 

I always knew that one day I would quit.

That one day is here, you know.

I'm going to keep on smoking for a while.

I'll quit that too, soon.

I feel I'm getting my life together.

I'm getting rid of my bad habits one by one.

I just realized you had to be the first one.


RW lokahnykkur

Train yourself, not by yourself - Þjálfaðu sjálfan þig, en ekki bara með sjálfum þér...  (jæks Gísli....)

Allir íþróttamenn geta nýtt sér reynslu annarra, lestu hlaupagreinar, spurðu reyndari hlaupara ráða, eða finndu þér með hlaupafélaga t.d. fyrir löngu hlaupin.  Með því að veita athygli hvernig aðrir eru að æfa og nýta eigin reynslu til að sía upplýsingarnar, þá getur þú öðlast betri skilning á hvað virkar fyrir þig.  Bættu tækninni á listann yfir upplýsingaveitur.   Púls- eða vegalengdamælar geta gefið verðmætar hlutlægar upplýsingar.  Þegar maður er einn að paufast getur hjálpað mikið að nýta sér vísindin. 

Evaluate your progress - Fylgstu með framförunum

Eitt það erfiðasta við að vera sinn eigin herra er að meta hvort þjálfunin sé að ganga sem skyldi.  Berðu saman æfingar og leitaðu eftir framförum.  Kannski ertu að hlaupa á sömu tímum en púlsinn hefur lækkað eða að þú getur hlaupið fleiri spretti en áður.  Önnur merki um framfarir:  Mjólkursýruþröskuldsæfingar eru orðnar auðveldari, þú ert ekki eins þreyttur eftir löngu hlaupin eða þú finnur að þú ert sterkari og kraftmeiri í seinni hluta keppnishlaups. 

Annað mikilvægt er að fylgjast með merkjum um ofþjálfun, sem eru til dæmis síþreyta, meiðsli sem ekki gefa sig, hærri hvíldarpúls og áhuginn á hlaupum dvínar.  Algengasta orsök ofþjálfunar er ógóg endurheimt eða recovery. 

Endurheimt - rólegheita eða frídagar - gefa líkamanum tækifæri til að bæta/græða sig, sem er algjörlega nauðsynlegt t.d. eftir erfiða 800 m spretti.  Skildu alltaf á milli gæðaæfinga með alla vega einum léttum-/frídegi, og hvíldu alltaf alveg einn dag í viku.  Dragðu úr hlaupamagni þriðju til fjórðu hverja viku og hlauptu æfingarnar þínar á réttum hraða. 

Check your pace - Gættu að hraðanum

Breytilegur hraði í æfingunum þínum er grundvallaratriði til að bæta árangur þinn- svo lengi sem þú ert að hlaupa á réttum hraða.  Allt of margir hlauparar láta eins og miðlungs æfingar séu léttar og ná þar af leiðandi ekki endurheimt.  Það leiðir til hlaupaleiða og ofþjálfunar.  Notaðu púlsmæli til þess að passa uppá að þú sért að hlaupa rólegu æfingarnar, nægilega rólega eða hlauptu með hlaupafélaga sem er hægari en þú.  Þú vilt að sjálfsögðu ná þínum markmiðum á hraðaæfingum en á interval æfingum á ekki að hlaupa sig í drasl..., þér á að finnast þú geta tekið einn í viðbót. 


RW framhald

Use Current Paces - Miðaðu við núverandi líkamsástand.

Að hlaupa á réttum hraða (pace) er lykilatriði til að bæta árangur, svo ekki nota 5 km pace frá því fyrir 2 (eða 10) árum síðan, settu þér markmið sem miðast við núverandi form.  Ef þú átt ekki nýlegan tíma úr keppnishlaupi, hlauptu þá tímatökuhlaup (t.d. 3 km eins hratt/jafnt og þú getur) og notaðu svo það pace í 400 til 800 m sprettunum.  Þegar þú ert búin að finna þitt pace, haltu þig við það.  Flestir hlaupar ofþjálfa á einhverju tímabili vegna þess að þeir eru að reyna að halda í við óhentuga (inappropriate) æfingafélaga.

Take good notes - Skráðu æfingarnar

Hlaupadagbók er mikilvægasta tól hlaupara sem sér um eigin þjálfun.  Því meiri upplýsingar sem þú skráir því betra. Skráðu niður vegalengd, hraða, veður, hversu mikinn svefn þú fékkst, mataræði, stress level.  Það gerir þér kleift að skoða mynstur í líðan/meiðslum og rannsaka orsakir/afleiðingar ákveðinnar hegðunar.  Dæmi:  Þér líður ekki nógu vel á æfingu en þú ert að fá nægan svefn og búin að hvíla í vikunni svo þreyta er sennilega ekki ástæðan.  Þú ert að taka tempó æfingar eftir vinnu og ert ekkert búin að borða síðan um hádegi.  Hér gæti ástæðan verið að það vantaði bara smá næringu fyrir æfingu.  Þegar til lengri tíma er litið getur hlaupadagbókin gefið þér mikilvægar upplýsingar, eins og það, að það henti þér betur að hlaupa 60 km á viku en 80 km í undirbúningi fyrir maraþon.

Be flexible - Vertu sveigjanlegur

Ekki láta hlaupaprógrammið stýra þér (Don't let your training program run you).  Ef eitthvað annað er á döfinni, krakkarnir að spila fótboltaleik t.d., breyttu þá planinu og taktu löngu æfinguna næsta dag eða næstu viku.  Eins ef prógrammið segir að það sé hvíldardagur og þig klæjar í tærnar að komast út að hlaupa, hlauptu þá og hvíldu næsta dag.  Your plan is just that - a plan.


Í sveitinni hjá Sverri og Diljá

DSC05830

Smella tvisvar til að sjá myndina í fullri stærð Wink.


Í óbyggðum

Ohh hvað það var gaman hjá okkur í dag.  Fengum hálfa ættina til að snúast í kringum okkur, tengdapabbi og tengdamamma að passa krakkana og pabbi kom til að skutla okkur lengst út í buskann þar sem hann skildi okkur eftir.  Jóhanna skvísa slóst með í för og við lögðum af stað frá afleggjaranum að Skálafelli og í áttina heim, rétt fyrir 9.  Það buldi á okkur haglélið til að byrja með, svo fengum við sitt lítið að hverju á leiðinni, nema roki, fengum mikið af því Tounge.

Við skiptumst á að skýla hvort öðru, einn km í senn og þannig skotgékk þetta.  Maður vissi ekki af fyrr en röðin var aftur komin að manni.  Frábært hlaup í einu orði sagt og við vorum svo spræk og fín eftir þessa rúmlega 30 km að við ákváðum að kíkja á Sverri bróður og Diljá í sveitinni í miðdegiskaffi.   Þau eiga bæ/hús rétt fyrir utan Borgarnes og þar eru þau með tvo kálfa, nokkra hesta, rollur, tvo hrúta, tvo hunda og tvo ketti.  Þau eru líka með nokkrar hænur og Sverrir hefur verið duglegur að bera egg í systur sína.

Hún Lilja skríkti af kæti allan tímann sem við vorum þarna, svo spennandi að sjá öll dýrin og upplifa sveitina.  Sverrir bakaði svo dýrindis vöfflur ofan í mannskapinn og sendi okkur södd og sæl í bæinn eftir skoðunarferð um landið þeirra.

Höfðum varla tíma til að skipta um föt áður en við mættum í veislu hjá tengdó, sem bauð upp á plokkara og rúgbrauð.  Svo var náttúrulega hlaðborð af gúmmelaði eftirréttum sem var vel þegið eftir erfiði dagsins.  Var orðin frekar framlág upp úr átta og nú vorum við að klára að græja allt fyrir páskaeggjaleitina hans Gabríels í fyrramálið.  Frúin á heimilinu gróf djúpt í hæfileikapottinn og fann áður lítið nýtta teiknara hæfileika sem voru brúkaðir til að útbúa vísbendingar fyrir guttann.  Vona að þetta heppnist jafn vel í fyrramálið og að myndirnar séu jafn stórkostlegar og við höldum akkúrat núna...

 


Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband