Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

100 ára

Onkel Olav er alveg ótrúlegur, maður þarf ekki að kvíða aldrinum ef maður verður jafn hress og hann.  Afmælið gekk eins og í sögu að öll ættin safnaðist saman til að gleðjast með gamla manninum.  Frábær aðstaða fyrir fullorðna og börn, þvílíkt gaman.  Afmælissöngurinn var sunginn í öllum útgáfum, á fleiri tungumálum og við sungum fyrir hann á íslensku! 

Lilja prinsessa var senuþjófur, algjörlega í essinu sínu, sendi fingurkossa til hægri og vinstri, galaði eftir pöntun og var bara ótrúlega góð og skemmtileg.  Nú er Onkel Olav og dóttir hans, Lille Randi að spá í að kíkja til Íslands í haust í skemmtiferð!

Veðrið leikur við okkur, sól og yfir 20 stiga hiti.  Þær taka vel á, æfingarnar hérna í brekkulandinu, í blíðunni.  Það er nú samt svo ótrúlega fallegt hérna að maður nýtur þess að sprikla út um víða velli eða réttara sagt upp og niður víða velli... 

Strákarnir mínir eru komnir heim frá Eyjum og nú er Gabríel komin í sveit til Sverris bróður.  Hlakka ótrúlega mikið til að sjá og knúsa mína menn þegar við komum heim InLove.


Norge

Nú erum við mæðgur í góðu yfirlæti hjá frændfólki, Onkel Björn og Tante Ase í Asker.  Það er dekrað við okkur frá morgni til kvölds og veðrið leikur við okkur.  Mamma og Pabbi eru líka hérna svo ég er með hlaupapössun Grin sem ég nýti mér, þó ekki fram úr hófi...

Það er nú bara þannig hér að við búum efst á stórri hæð og það er sama hvað og hvernig ég hleyp það eru alltaf svona milljón brekkur á leiðinni.  Eins gott að það skili sér!  Í gær tók ég reyndar viljandi brekkuæfingu, 6 * brekka sem er 1,2 km, jeiiii, eins gott að ég tók með mér iPod.

Vorum að koma úr 3ja ára afmæli hjá litla frænda mínum, honum Tomas og á morgun er svo 100 ára afmæli hjá Onkel Olav.  Eins og gefur að skilja þarf maður að vera kurteis og smakka á öllum veitingum og svona...  Það hlýtur að koma sér til góða síðasta spölinn í Mörkinni, hmmmm...

Lilja leikur á alls oddi í blíðunni, í léttum sumarkjólum, á táslunum.  Við söknum nú samt strákanna okkar en þeir standa sig eins og hetjur í Eyjum, bæði í fararstjóra hlutverkinu og í boltanum. 


Miðnæturpuðið

Þetta var nú ansi þungt hjá mér í gær.  Fór frekar hratt af stað og fann fljótlega fyrir þreytu.  Þetta var svona þrjóskuhlaup farið á jöxlunum.  Fyrstu fimm voru á þokkalegurm hraða 20:32 en seinni fimm báru þess merki að gamla konan er helst til mikið búin að sprikla undanfarið, 22:11, lokatími 42:43.

Það góða er að nú er aftur komið kapp í mig að auka hraðann og ég hlakka til að fara að taka góðar sprettæfingar eftir Laugaveginn.  Fyrir nú utan það að þegar ég segi að hlaupið hafi verið þungt þá er það ekki skrýtið því ég er miklu þyngri!!!  Það verður líka tekið á því af alvöru núna Angry.


Þríþrautar sunnudagur

Litla skottið okkar fékk sér nýja jaxl í gær með tilheyrandi hita og óþægindum fram eftir degi.  Elsku litla krílið, þurfti að hanga inni í góða veðrinu. 

Mamma kom til okkar um morguninn og hleypti okkur hjónunum út að viðra okkur.  Þórólfur er búin að vera duglegur að hjóla og synda í þessu meiðsla stússi sínu og dró mig með, fyrst í 20 km hjólreiðatúr og svo var 1000m sund á eftir.  Ég pakkaði svo deginum inn með því að skokka Veiðimanninn um kvöldið. 

Ég ætla að vera með í Miðnæturhlaupinu í kvöld og svo leggjum við Lilja í hann, í jentetur,  til Norge á morgun.  Viku æfingabúðir í brekkulandinu, ekki amalegt það.  Annars er megintilgangur ferðarinna að fara í 100 ára afmælið hans Onkel Olav og heilsa upp á ættingjana.

Þórólfur og Gabríel passa uppá hvorn annan á meðan við erum í Norge og það verður ekki leiðinlegt hjá þeim í guttatúrnum sínum til Eyja á pollamótið í fótbolta.


Fimmvörðuháls

Enn einn ævintýradagurinn í safnið.  Sigrún glenna og ofurskipuleggjari á heiðurinn af því að drífa okkur Öggu og Völu í að hlaupa Fimmvörðuhálsinn, þrusu æfing fyrir Laugaveginn.

Sigrún kom og sótti mig klukkan 9, náðum í Völu og héldum svo sem leið lá austur.  Agga og Andri biðu eftir okkur á Hvolsvelli, þar sem við skildum bílinn eftir og Andri skutlaði okkur að Skógarfossi.  Við vorum komnar þangað rétt fyrir hádegi og kvöddum Andra sem ætlaði svo að taka á móti okkur í Þórsmörk.  'Við verðum svona þrjá og hálfan eða eitthvað...'.

Fyrsti hluti leiðarinnar einkenndist af, í og úr, í og úr, veseni á okkur.  Jaðraði svona alveg við það að það færi að rigna (jakki á, jakki af) og svo var svakalega heitt (jakki af, peysa af...).  Ótrúlega falleg leið og Sigrún og Agga sem hafa farið þessa leið áður pössuðu uppá að við tækjum örugglega eftir því markverðasta.  

Frá brú og upp að Fúkka var komið peysu og jakka veður aftur.  Maður fann hvernig kólnaði í lofti og þegar við komum upp að skálanum fengum við smá gusu af hagléli.  Yfir hólana sjö með snjóbreiðunum hjökkuðumst við, ótrúlega þungt að hlaupa í snjónum. 

Hrikalega gaman að renna sér í snjónum, á skónum niður stóru brekkuna (jæks man ekki hvað hún heitir, eitthvað Heljar eða Háska...) og svo er náttúrulega bara stórkostlegt að sjá inní Mörk. 

Hlupum þetta ótrúlega létt og vorum nú bara á því að við gætum skokkað til baka aftur.  Vorum helst til fljótar (3:14:41 yfir hálsinn og 3:20:34 inn í Bása) og Andri ekki mættur á svæðið... Tounge.  Bogga tók heldur betur vel á móti okkur með heitu kakói, súkkulaðirúsínum og hnetum.  Hún fann líka til ullarteppi handa okkur svo við myndum ekki kólna niður.  Andri kom svo skömmu síðar með alla fjölskylduna með sér og föt fyrir okkur til skiptanna. 

Fórum í ótrúlega góða og dásamlega nána sturtu í Básum.  Andri og co. urðu eftir í góða veðrinu í Mörkinni og Agga tók við stjórninni, skilaði okkur hinum heilu á höldnu aftur á Hvolsvöll, tók þessar sprænur á leiðinni í nefið. 

Í einu orð sagt FRÁBÆR ferð, ég er ótrúlega rík að eiga svona vinkonur!  Sama tíma að ári?  Ekki spurning!


Orðlaus og hrærð

Hér bankaði uppá fríður hópur færandi hendi. 

Hlauparinn

Á kortinu: Eva Margrét Einarsdóttir

Elsku vinkona!  Þetta eru verðlaun fyrir að hafa trú á sjálfa þig og ná góðum árangri.  Með þessu gefurðu okkur gott pepp.  Takk fyrir það!  Jóhanna, Bibba, Hafdís, Elín Reed, Berglind og Fjóla.

Innihald í fallegum pakka: Sérsmíðuð næla, gullhlaupari.

Takk, takk og þúsund sinnum takk.

Sniff...


Merkisdagur

Það var þrennt merkilegt sem gerðist í gær. 

Í fyrsta lagi þá átti hún mamma mín afmæli!  Ég er svo heppin að eiga hana mömmu mína, hún er sú allra besta mamma sem ég gæti hugsað mér og svo er hún frábær vinkona líka.  Hún bauð okkur í snarl og svo var heljarinnar afmæliskaffi um köldið.  Við skriðum heim með krakkana rétt fyrir klukkan tíu, södd og sæl.

Í öðru lagi þá pissaði hún Lilja í kopp í fyrsta skipti.  Lilja hefur verið að æfa sig undanfarnar vikur á koppnum og klósettinu.  Hún sest á koppinn, fullklædd eða bellarass og segir 'pssssssss'.  Í gær, hjá ömmu og afa, lét hún vita að hún vildi koppinn.  Við rifum hana úr sokkabuxum og bleyju og viti menn, þessi líka væna spræna beint í koppinn.  Lilja uppskar þvílíkt lófaklapp og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.  Í morgun pissaði hún svo smá í klósettið, smá á gólfið reyndar líka en við tölum ekki meira um það.

Í þriðja lagi þá lét gamla konan verða af því að fara tvisvar sinnum upp Esjuna.  Valdi mér aldeilis daginn til þess.  Hélt af stað beint eftir vinnu í hávaða roki.  Fór fyrst upp vinstra megin og gekk bara þokkalega miðað við rokrassgatið í fjallinu.  Tíminn upp að Steini milli 33-34 mínútur (gleymdi garminum...).  Var eldsnögg niður aftur sömu leið.  Seinni ferðina fór ég upp hægra megin og þvílíkt puð.  Það hafði bætt heldur betur í vindinn og það var ekki stætt á tímabili, hvað þá hlaupafæri.    Fannst ég vera svona klukkutíma að komast þetta og blótaði því í sand og ösku að ég hefði verið búin að segja allt of mörgum að ég ætlaði tvær Esjur...  Tíminn upp að Steini var 37-38 mínútur.  Eftir allt puðið á uppleiðinni ákvað ég að taka því rólega niður aftur og gaf mér meira að segja tíma til að spjalla við hann Gísla 100kall og hálfkall og ég veit ekki hvað fleira, um Iron Man á Íslandi næsta haust.  Var rétt innan við tvo tímana með þetta allt saman og þá er hægt að haka við þetta á listanum.

IMG00077 

Esja #7

 IMG00080

Esja #8


Sautjándi júní

Frábær dagur að kveldi kominn.  Byrjaði daginn á því að taka fyrstu almennilegu sprettæfinguna mína eftir Köben.  8 * 800 m á bretti í Laugum, 4:00 pace og 75 sek á milli, ekkert mál!  Kom heim í því að Þórólfur og Lilja voru að fara út að hjóla og dreif mig með þeim í Laugardalinn.  Lilja missti sig alveg af gleði við að gefa dúfunum og öndunum, skríkti og hló.

Gabríel hafði fengið að gista hjá vini sínum og þeir félagar eyddu deginum saman, ásamt fleiri vinum.  Ekkert spennandi að hanga með mömmu, pabba og litlu dekurrófunni Joyful.

Eftir hádegisblundinn og nokkrar vöfflur sem Þórólfur bakaði, drifum við okkur niðrí bæ að kíkja á lífið.  Ótrúlega margir á ferli í góða veðrinu.  Skoðuðum mannlífið í bak og fyrir en ákváðum síðan að halda aftur á heimaslóðir og fá okkur kaffi á Kaffi Flóru.  Yndislegt að geta setið úti í góða veðrinu og leyft skottinu okkar að sprikla soldið.

Náði þessari æðislegu mynd af feðginunum niðrí bæ í dag.

Með pabba

 

 


Esja #6

Í kofanum

Gabríel og Lilja að drekka te í kofanum út í garði. 

Á mörkunum að ég færi upp Esjuna í gær því ég er búin að vera að drukkna í kvefi og slappheitum.   Sleppti meira að segja Gullsprettinum, þá er það slæmt.  En þegar Esjan kallar þá verður maður að láta sig hafa það.  Labbaði upp í þetta sinn, fór vinstra megin og var 36:08 upp að Steini.  Reyndi bara að njóta þess að horfa soldið í kringum mig og gefa mér tíma í að finna bestu leiðina upp.  Prófaði svo í fyrsta sinn að hlaupa niður sömu megin og það fannst mér alveg frábært, miklu betra en að hlaupa lengri leiðina.  Maður getur hlaupið niður með jöfnum hraða alla leiðina og er aldrei í neinu stórgrýti, losnar alveg við stressfaktorinn sem fylgir því að hlaupa niður skriðurnar.

Esjan

Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband