Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Error... system overload...

Það kemur fyrir einstöku sinnum, þegar það er sérstaklega mikið að gera í vinnu, fjölskyldu og áhugamálum að ég ætla mér um of og fæ mjög ákveðna vísbendingu um að hafa mig hæga.  Hjá mér lýsir það sér þannig að ég vakna um miðja nótt og það er eins og einhver hafi hellt úr fötu yfir mig. 

Í nótt fékk ég gula spjaldið, kom svo sem ekkert á óvart eftir haug af keppnum, erfiðum æfingum, akút verkefnum í vinnu auk þess að græja guttann okkar norður á N1 mót.  Þar fyrir utan er hugurinn komin af stað í fjallahjólakeppni í Guðmundarlundi annað kvöld, hlaup á Akranesi um helgina, Akureyri næstu helgi, Vestur helgina þar á eftir...

Þá er bara eitt til ráða.  Ég set í low gírinn, hreyfi mig hægt, slaka á og tæli manninn minn með mér í Spa eftir vinnu.  Vorum að koma heim eftir að hafa marinerast í pottunum, farið upp að miðjum lærum í kælikarið, gufast pínu og svo lögðum við okkur í klukkutíma á eftir.  Kósíkvöld og rauðvínstár framundan.

Geri ráð fyrir að vakna betri en ný og til í tuskið í fyrramálið Joyful.


Hvalfjarðarkeppni HMS 2009

Fyrsta hjólreiðakeppnin mín á racer og örugglega ekki sú síðasta.  Brunaði að heiman og upp í Hvalfjörð snemma í morgun en keppnin hófst rétt við Félagheimilið Dreng k. 10.  Var að sjálfsögðu með fiðrildi í maganum, vissi ekkert hvað ég var að fara út í...

Ég græjaði mig til og hjólaði svo smá spotta bara svona til að tékka hvort Scotti væri ekki örugglega að rokka.  Ég notaði líka tímann fyrir keppni til að ná mér í góð ráð frá mér reyndari hjólurum.  Lykilatriði í svona keppni er að hanga í hóp, þ.e. að skiptast á að brjóta vindinn.  Ég plásseraði mig fyrir aftan Láru og ætlaði aldeilis ekki að sleppa henni frá mér.  Sæææællll....  Var skilin eftir í fyrstu brekku en eftir 4-5 km var ég orðin heit og fín og fór að draga á aftur.  Brautin er ekki auðveld, upp og niður brekkur alla leiðina.  Missti aldrei augun af Láru sem náði að hanga í síðasta karli fram að snúning og endaði í öðru sæti, tveim mínútum á eftir henni.  Næstu konur komu 12 og 15 mínútum á eftir okkur. 

Það sem ég lærði í þessari keppni og ætla að bæta úr næst, í fyrsta lagi að hita almennilega upp, í öðru lagi þá má ég hækka sætið aðeins í keppni og í þriðja lagi þarf ég að æfa mig í að festa mig í clipsin á racernum (miklu erfiðara en á fjallahjólinu mínu).  Var eins og algjör lúði að paufast þetta í byrjun og við snúninginn. 

Ótrúlega vel að öllu staðið varðandi keppnina, HMS (Hjólreiðafélag Miðaldra Skrifstofumanna) á hrós skilið.  Tvær veglegar silfurmedalíur í safnið Wink.

IMG 1321

Myndir og úrslit á www.hfr.is og www.hjolamenn.is.

Svo er hérna ein rosa sæt af feðginunum að þvo bílinn saman á föstudagskvöldið.

 

IMG 1315

Ísafjörður og heim...

Við héldum að guttinn okkar væri nú bara eitthvað að rugla þegar hann kom heim af æfingu um daginn og sagði að hann ætti að fara til Ísafjarðar (í gær) með rútu, keppa í fótbolta og koma svo heim um kvöldið Woundering.

En það var sem sagt raunin.  Strákarnir lögðu í hann rétt rúmlega sjö um morguninn og við fengum okkar mann heim aftur rétt fyrir ellefu um kvöldið.  Hann spilaði tvo leiki og þeir unnu báða.  Ekki skemmdi fyrir að Gabríel skoraði sigurmarkið í 4-3 sigri í síðari leiknum.  Hann kom heim kátur og glaður og lét rútuferðina ekkert á sig fá.

Vinkona mín á Ísafirði, hún Guðbjörg Rós, var svo sæt að senda mér þessar myndir af Gabríel í action.

4883 91931929229 708829229 1998048 6467026 n

4883 91931834229 708829229 1998047 4911874 n

4883 91931624229 708829229 1998044 6374353 n


Heiðmerkuráskorun 2009

Nú þegar maður er komin með vott af hjólabakteríu þá er ekki hægt annað en að henda sér út í djúpu og vera með í þeim keppnum sem maður hefur tækifæri til, þannig lærir maður jú mest.

Var vel sýrð í lærunum eftir Miðnæturhlaupið og vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í annað en að þetta væru 12 km á stígum og götum í Heiðmörkinni.  Ég startaði frekar aftarlega og hafði bara hugsað mér að þeysast fram úr þeim sem væru hægari en ég.  Það voru mistök, í þessari þraut er brautin nefnilega þannig að rétt eftir start er beygt inná þrönga skógarstíga og þú ert meira og minna fastur á þeim stað sem þú lendir í röðinni. 

Ég gat ekkert farið að hjóla af viti fyrr en eftir 3-4 km, en fram að því gat ég rétt svo smeygt mér fram úr nokkrum og í einni brekkunni lagðist eitt stykki stór og stæðilegur karlmaður á hliðina rétt í því að ég var að hjóla fram úr honum og lenti ofan á mér Shocking.  Mér varð nú samt ekki meint af, stökk aftur á hjólið og var hrikalega glöð að komast á veginn, þá var líka blastað. 

Fyrri hlutinn er meira svona puð upp brekkur en seinni hlutinn er niður í móti og maður skyldi ætla að það væri auðveldara en þá er maður gjörsamlega með hjartað í buxunum, hjólar eins hratt og maður þorir niður mjóa malarstíga með beygjum.  Varð vitni að einum sem flaug langleiðina út í Elliðavatn... Endaði í 4. sæti kvenna, önnur í mínum flokki. 

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og á öruggleg eftir að taka þátt aftur.  Merkingar voru til fyrirmyndar og brautarverðirnir stóðu sig með prýði.  Reyndar var öll umgjörð keppninnar eins og best verðu á kosið, flott grillveisla að lokinni keppni og flottir verðlaunagripir í boði. 

Hérna er nokkrar myndir sem voru birtar á hfr.is síðunni:

Eva3

Í halarófu...

Eva5

Að koma í mark!

Eva6

Silfur í aldursflokki :)


Miðnæturhlaup 2009

Sum hlaup eru þannig að allt gengur upp og maður rúllar þægilega á fyrirfram ákveðnu pace...  Miðnæturhlaupið hefur aldrei verið þannig hjá mér og var ekki þannig í gær heldur!

Við Þórólfur hlupum 10 km en Gabríel tók þátt í 3 km skemmtiskokkinu.  Þórólfur gerði sér lítið fyrir og bætti tímann sinn um mínútu, hljóp á 36:45, ótrúlega flott hjá honum enda er hann að uppskera eftir góða æfingalotu.  Gabríel hitti félaga sína og hljóp með þeim áleiðis áður en hann gaf í og kláraði á rétt rúmlega 16 mínútum.

Ég var að taka þátt í minni fyrstu keppni síðan í mars, þ.e. síðan í síðasta Powerade hlaupinu en upp úr því meiddist ég og hljóp ekkert í 6 vikur.  Ég hafði ekki alveg tilfinningu fyrir forminu, hef bara hlaupið nokkrum sinnum yfir 10 km frá því um miðjan maí og ég náði bara einni almennilegri sprettæfingu í mánuðinum.  Ég hafði nú samt ofurtrú á því að hjólið skilaði heilmiklu í að halda formi og setti þess vegna markið hátt og stefndi undir 42. 

Eins og venjulega er fyrri hringurinn bara ljómandi fínn, vel tekið á því en nóg eftir...  Upp á Laugarásveg aftur og þá finnur maður að bensínið er komið á LOW...  Og þá er bara að reyna að láta síðustu dropana duga alla leið í mark.  Ég hafði frábæran héra síðasta hlutann, hana Margréti Elíasdóttur, sem á heiðurinn af því að ég druslaðist í mark á 41:53.  Reyndi bara að hanga í hælunum á henni síðustu km eins og ég gat.  Þetta er besti tíminn minn á árinu en ég á best 41:00 í 10.  Leggur línurnar fyrir sumarið og ég stefni klárlega á bætingu áður en langt um líður.  Þessi tími skilaði mér líka 3. sæti í kvennaflokki og flottum bikar, alltaf gaman að fá bikar!

Eins og alltaf, stendur upp úr að hitta gamla og nýja hlaupafélaga, upplifa alla gleðina og spenninginn á staðnum og fá að taka þátt í stórum sem smáum sigrum vina og vandamanna.

IMG 1313
Fjölskyldan komin heim eftir hlaup
IMG 1311
Lilja sver sig í ættina....
 

Kvennahlaup og sveitaferð

Við Lilja mættum að venju í Kvennahlaupið og í þetta sinn hlupum við í Mosó.  Pikkuðum Öggu og Eyrúnu upp á leiðinni og hittum svo fullt af flottum skvísum sem við þekktum á staðnum.  Við Lilja fórum 3 km og ég var með hana í kerrunni í þetta sinn.  Hún skemmti sér konunglega, hitaði upp af mikilli innlifun og hljóp sjálf í mark og tók við verðlaunapening.

Stolt með mömmu gömlu

IMG 1285

Slakað á eftir hlaup

IMG 1289

Eftir hlaupið lögðum við svo í hann í sveitina en Guðrún Harpa vinkona mín hélt upp á fertugsafmælið sitt á ættaróðalinu Fljótstungu.  Frábær veisla með útilegu og skáta þema, grilli og skemmtiatriðum.  Lilja tók sig til í miðri veislu og bað um hljóðnemann og söng afmælissönginn fyrir framan fullt hús (örugglega hátt í 100 manns) af áheyrendum og hneigði sig svo á eftir þannig að ennið snerti gólfið.  Hún lét það ekki nægja heldur tók aukalag, Fimm litlir apar og sýndi svo dans, sem mætti skilgreina sem nútímaballett, fór í splitt og spígat og sýndi tilþrif á míkrafón súlunni...  Við Þórólfur og Gabríel horfðum gapandi á þetta allt saman og áttum ekki orð!  Við fengum að gista í bústað hjá þeim í Fljótstungu og sveitaloftið gerði okkur greinilega gott, skriðum úr rekkju rúmlega 11 og það hefur ekki gerst í mörg ár.

Á leiðinni í bæinn stoppuðum við í kaffi hjá Sverri bróður og Gabríel kynnti okkur fyrir heimalningnum og hinum dýrunum á bænum. 

IMG 1289


Blóðbankahlaup og 17 júní!

2009 06 Blóðbankahlaupið

Við Lilja skelltum okkur í Blóðbankahlaupið eftir vinnu á mánudaginn í yndislegu veðri.  Við hjóluðum niðrí bæ, hittum vini og hlupum svo eins og vindurinn, hringinn í kringum Miklatún.  'Áfram mamma, áfram mamma..., við erum svo duglegar mamma...'.  

IMG 1266

Við fengum Gabríel heim úr sveitinni á þriðjudaginn og í gær hjóluðum við öll saman niður í Hljómskálagarð til að taka þátt í hátíðahöldunum.  Það var allur pakkinn, Brúðubíllinn, keyptar blöðrur, hoppað í hoppukastala, horfðum á fallhlífastökkvara lenda nokkra metra frá okkur og enduðum í kaffi á glænýju (opnaði kl. 14 í gær) kaffihúsi sem er alveg við Norræna húsið.   Frábær dagur í safnið.


Bláalónsáskorun 2009

Fyrst ég fann ekki neitt að ráði fyrir Gullsprettinum þá var engin spurning í mínum huga um að skella sér í fyrstu hjólreiðakeppnina á ferlinum, 60 km fjallahólakeppni frá Hafnafirði í Bláa Lónið.

Ég var eiginlega búin að afskrifa keppnina eftir byltuna á fimmtudaginn þannig að á laugardagskvöld átti ég eftir að græja allt sem þurfti að græja.  Skipta um dekk á hjólinu, af götu yfir á grófari dekk, pumpa í, skrúfa aukadót af hjólinu og svo var að ná klips pedulunum af racernum til að setja á fjallahjólið mitt.  Það reyndist þrautin þyngri, ekkert af okkar verkfærum dugðu til og engin búð opin til að ná sér í almennilegan fastan lykil.  Hringdi í hana Bibbu mína og spurði hvort hún ætti einhver trix í pokahorninu og viti menn, hún átti eins og eitt stykki Ásgeir sem ég fékk frjáls afnot af langt fram eftir kvöldi.  Hann kom ekki bara eina ferð (tók út verkfærin okkar og hnussaði yfir þessu drasli), eftir að við vorum búin að hringja í alla nágranna í leit að föstum lykli nr. 15 (sem er algjört must), þá fór hann heim, náði í sinn lykil og kom aftur of skipti um pedala fyrir mig.  Það veit sá sem allt veit að hann á einn stóran inni hjá mér ef ekki tvo (og Bibba náttúrulega líka Grin ).

Ég var nervös eins og smástelpa, vaknaði fyrir allar aldir og var með fiðrildi í maganum.  Þórólfur og Lilja skutluðu mér í Hafnarfjörðinn og þar mælti ég mér mót við Jens sem var með pumpuna sína með sér, græjaði þrýstinginn í dekkjunum og lagaði bremsurnar mínar.  Ég var búin að útbúa orkudrykk í brúsa áður en ég fór að heiman en í spenningnum tók ég óvart vitlausan brúsa og uppgötvaði í startinu að ég var bara með vatn og 3 tímar framundan...  Sem betur fer hafði ég gripið með mér lúku af M&M á leið úr húsi, frekar glöð með það. 

Mér var ráðlagt að vera skynsöm fyrstu km og ég lagði í hann í miðjum hóp.  Ég komst að því þegar ég var komin af stað að hraðamælirinn hafði skemmst í byltunni minni, því eina sem virkaði var klukkan.  Ég hjólaði mjög þægilega fyrstu 15 km, æfði mig í að drafta og allt gekk eins og í sögu.   Það kom mér á óvart að margir löbbuðu upp brekkurnar með hjólin sín, mér fannst þægilegra að hjóla brekkurnar.  Svo voru langir kaflar þar sem maður gat náð fínum hraða en eins gott að vera vel vakandi alla leið.  Ég hef ekkert hjólað utanvega og var með hjartað í buxunum niður bröttustu brekkurnar en fannst samt hrikalega gaman. 

Þar sem ég byrjaði, eftir á að hyggja, kannski helst til rólega, þá var ég alla leiðina að taka fram úr og það var svo sem ekkert leiðinlegt.  Leið mjög vel allan tíman og skemmti mér konunglega þó stundum hefði ég á tilfinningunni að ég myndi hreinlega hristast í sundur á þvottabrettavegunum...  Fékk mér banana og orkudrykk á brúsann minn á drykkjarstöðinni.  Það var hörku barátta síðustu km um annað sætið í kvennaflokkinum en ég varð að játa mig sigraða, missti hana fram úr mér á síðasta malarveginum sem var mjög torfarinn og þar lak ég tvisvar af hjólinu og þurfti að koma mér af stað aftur með tilheyrandi töfum.  Var ekkert smá fegin að komast aftur á malbikið síðustu km og frábært að koma í mark.

Tíminn 2:38:18 og 3. sætið í kvennaflokki.  Ein skemmtilegasta keppni sem ég hef tekið þátt í og ég er orðin forfallinn hjólari, ég meina það!  Hlakka til að endurtaka leikinn að ári, reynslunni ríkari.

IMG 1239
María Ögn, Lára og frúin.
Hér er svo myndasyrpa af yours truly samsett úr myndum af hfr.is síðunni
 Svo bara smá sýnishorn af ummerkjum byltunnar...
2009 06 Blóðbankahlaupið

 


Gullspretturinn 2009

Stóðst ekki mátið, ótrúlega fallegur dagur og skrokkurinn bara miklu betri en ég þorði að vona.  Tengdapabbi kom og sótti okkur rétt fyrir hádegi og við lögðum í hann á Laugavatn.  Ég var með lítið ferða apótek með mér sem innihélt sótthreinsandi vökva, grisjur, plástra og plastpoka til að hlífa skurðunum. 

Skemmst frá því að segja að þetta hlaup gekk eins og í sögu, reynslan spilar heilmikið inní, ekki að keyra sig út í mýrunum í byrjun og vera vel vakandi yfir leiðinni svo maður lendi ekki ógöngum.  Í kvennaflokki var aldrei spurning um hver myndi sigra, hún Aníta (litla skottið hennar Bryndísar Ernsts) þaut af stað og ég sá aldrei í hana á leiðinni!  Ég var næst á eftir henni fyrstu 2 km en þá fór einhver kona fram úr mér sem ég þekki ekki, hmmm...  

Ég hélt mínu striki, slakaði á í mýrunum og jók svo hraðann á betra undirlagi.  Eftir rúma 5 km var ég aftur farin að nálgast keppinautinn sem hafði verið töluvert langt á unda mér og ég sá að það var smuga að ná henni.  Nokkru síðar kom tækifærið og ég lét vaða og hélt forskotinu til enda.  Hlaupið endaði svo á blóðugum endasprett milli okkar Geirs og ég þykist hafa tekið hann á sjónarmun þar til annað kemur í ljós Wink.  Tíminn mjög ánægjulegur 46 mínútur rúmar en ég er að bæta mig um 3 mínútur rúmar í þessu hlaupi.

Þórólfur varð annar í hlaupinu á rúmum 40 mínútum, ætli við fáum ekki bara Fálkaorðuna fyrir silfrið...  Ótrúlega skemmtilegur dagur og í mínum huga er þetta eitt skemmtilegasta hlaupið á landinu. 

Annars verð ég líka að hrósa henni Völu Glennu sem gerði sér lítið fyrir og var fyrst kvenna í  7 tinda hlaupinu, glæsilegt.   Glennur rokka!

IMG 1224
Æsilegur endasprettur!
IMG 1228 
Ívar, Oddur og gamla konan glöð að leikslokum.
IMG 1222
 Lilja búin að finna sér leikfélaga
 IMG 1235
Jafn þreytt og foreldrarnir á heimleiðinni :)

Betri í dag en í gær

Var ansi stirð og stíf í morgun en er öll að koma til.  Það sem háir mér mest er að ég fékk ansi þungt högg á öxlina og á erfitt með að lyfta einhverju með hægri hendinni og ég var frekar dösuð í dag. 

Besta er að lappirnar á mér sluppu alveg ótrúlega vel, smá sár á hnénu og einn marblettur sem ég finn ekki fyrir nema þegar ég sest á hækjur mér, sem ég þarf náttúrulega ekkert endilega að gera þessa dagana.  Búin að prófa að skokka hring í kringum borðstofuborðið og það var ekkert mál, þá hlýt ég að geta lufsast Gullsprettinn ef ég plasta mig í bak og fyrir..., erhaggi?


Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband