Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Tvíþraut í Hafnarfirði

Stundum þá þarf ég að klípa sjálfa mig til að vera viss um að mig sé ekki að dreyma.  Ég er í alvöru að taka þátt í hverri skemmtuninni á fætur annarri, fá að vera með frábæru, jákvæðu afreksfólki sem finnst ekkert skemmtilegra en að sjá hversu langt það kemst í hverri þraut.  Það er sko langt frá því að vera sjálfsagt mál.

En alla vega þá tókum við hjónin þátt í Tvíþraut í Hafnarfirðinum í gærkvöldi.  Á dagskránni var 5 km hlaup, 30 km hjól og svo aftur 5 km hlaup.  Ég keppti á honum Skotta okkar en Þórólfur fékk lánað hjól hjá honum Steini.  Frábært veður og aðstæður eins og best verður á kosið.  Ég kláraði þrautina á 1:41 en tímarnir voru ca svona - hlaup 5 km 20:34 - hjól 30 km 58:30 - hlaup 5 km 21:30 - plús skipti tímar.  Mjög ánægð með þetta allt saman, sérstaklega sátt að ná að halda yfir 30 km/klst á hjólinu eftir að hafa hlaupið frekar hraða 5 km.  Þórólfur stóð sig líka með miklum sóma og kláraði þrautina á 1:36, 5. í heildina.

Toppaði kvöldið að hitta frábæra afreksíþróttakonu, Karen Axelsdóttur, þríþrautarkonu sem býr í Bretlandi og er í heimsklassa í Ólympískri þríþraut.  Hún rústaði okkur stelpunum að sjálfsögðu en það sem meira var, hún var í hælunum á fyrsta karli, honum Torben, en hann á Íslandsmetið í hálfum járnkarli og annan besta tímann í heilum.  Steinn sem á Íslandsmetið í heilum járnkarli þurfti að játa sig sigraðan fyrir kvenpeningnum í gærkvöldi.  Respect!  Hún var svo dugleg við að hvetja okkur stelpurnar áfram og gefa okkur góð ráð.  Hef svo sannarlega eignast nýja fyrirmynd!

IMG 1576

Fyrstu þrjár konur, Eva (2) , Karen og Lára (3).

 

 


Aftur til fortíðar

Einu sinni á ári eða svo hlaupum við hjónin niður á höfn, framhjá kaffivagninum og út á innsiglingarvita sem er þarna lengst út frá.  Á fyrsta deitinu okkar, þá reyndi Þórólfur nenilega að draga mig þangað í rómantískan göngutúr.  Ég var eitthvað treg í taumi þá og nennti ekki að fara alla leið en nú er ég miklu meðfærilegri Halo.

HTC 205
 

Húsdýragarðurinn með krökkunum seinnipartinn og grillveisla hjá tengdó í kvöld.  Nú er hann Orri bróðir hjá okkur í smá röddara og kósíheitum, mmmm.

 


Ármannshlaupið 2009 og Piotr

Sumir dagar koma manni skemmtilega á óvart, þannig var gærdagurinn.  Við hjónin vorum svona passlega stemmd fyrir Ármannshlaupið, fundum ennþá fyrir átökum síðustu vikna og ákváðum því að láta þetta bara ráðast allt saman.  Fórum í langan hjólatúr um morguninn til að liðka okkur aðeins og vorum nær dauða en lífi af kulda á eftir, þvílíkar verðrabreytingar...

En alla vega, hlaupið gekk vonum framar og ég var 41:39, bara 4 sek frá Óshlíðartímanum mínum þrátt fyrir heilmikið rok á brautinni.  Það segir mér bara að ég er að styrkjast með hverri raun og nú fer að koma tími á pb.  Í þetta skipti fékk ég líka góða keppni um 3. sætið frá henni Margréti Elíasdóttur, á eftir Írisi Önnu og Arndísi Ýr.  Ég átti harma að hefna eftir Miðnæturhlaupið þar sem hún tók mig í nefið á síðasta km en nú var ekkert gefið eftir og 3. sætið var mitt.  Við hjónin tókum svo annað sætið í sveitakeppninni með honum Jósep vini okkar en sveitin okkar hét Koma svo til heiðurs Gísla ritara Wink.

 

DSC 0139 1

Á endaspretti, ekkert gefið eftir!

Hann Piotr félagi okkar tók þessa mynd en við fundum hann á Akureyri hjá honum Orra bróður og tókum hann í tveggja daga fóstur.  Orri tilheyrir nefnilega einhverjum Hospitality Club á netinu og fær iðullega til sín ferðamenn í gistingu.  Oftar en ekki er hann búin að steingleyma hvenær og hverjum hann hefur lofað að koma og það er alltaf spennandi að sjá hvort einhver hringi á dyrabjöllunni með allar pjönkur sínar... 

Piotr er frábær náungi frá Póllandi, sem býr á Írlandi og kom til Íslands til að hjóla um landið.  Hann vinnur við hugbúnað og hefur áhuga á öllu mögulegu, m.a. ljósmyndun og var með flottar græjur með sér.  Hann tók sér mánuð í að hjóla hringinn og svaf nú yfirleitt í tjaldi og var þess vegna alsæll að komast í rúm inn á milli.  Hann var svo glaður að vera með okkur á Akureyri að hann bauð okkur öllum út að borða á Greifanum í þakkarskyni.  Við buðum honum svo að vera hjá okkur í tvær nætur þegar hann kæmi í bæinn og nú er hann á leiðinni til Keflavíkur þar sem hann verður næstu daga, áður en hann heldur heim til Írlands á ný.

DSC 0151

Fjölskyldan og Piotr

Piotr var ekki sá eini sem við tókum að okkur á ferðalaginu.  Á leiðinni norður fengum við nefnilega símtal þar sem við fengum formlegt leyfi til að verða stoltir eigendur Skotta (racerinn hans Gísla Grin ) sem hefur verið í fóstri hjá okkur síðustu mánuði.  Mikil gleði, enda vorum við orðin mjög svo náin og ég gat ekki alveg séð fyrir mér að senda hann frá mér aftur.  Gaman.


Endalaus blíða

Svona er þetta alltaf hjá okkur, endalaus blíða í samskiptum litla fólksins... (hehemmmm...Shocking ).

IMG 1427

í Kjarnaskógi

Í húsinu

Búin að búa til hús úr stólum og sængum í Hnífsdal

IMG 1457

Lesa fyrir litlu systur

IMG 1494

Í bókabúðinni á Ísafirði

IMG 1519

Á heimleið Joyful

 


Þú ert með...

Þetta datt upp úr litlu manneskjunni okkar á ferðalaginu, höfðum aldrei heyrt þetta áður Grin.


Vesturgatan og Bjarkalundur

Heilmikið ferðalag á okkur í gær.  Við byrjuðum daginn á að syngja afmælissönginn fyrir Þórólf og krakkarnir gáfu honum sundskýlu og hjólagrifflur. Við komum svo krökkunum fyrir í pössun hjá barnapíunni okkar og keyrðum á Þingeyri, náðum í skráningargögnin okkar og komum okkur svo að endamarkinu til þess að geta brunað eftir börnunum, eftir hlaup og fyrir verðlaunaafhendingu.  Þetta var allt planað út í ystu æsar en rútan sem átti að ferja keppendurnar lengri leiðina bilaði og allt plan riðlaðist og hlaupunum seinkaði um hátt í tvo tíma.  Við slökuðum bara á, vorum með nægan mat í bílnum og vorum ekkert að stressa okkur.

Hlaupið gekk vel.  Ég var svo heppin að mæta ofjörlum mínum, Anítu litlu Hinriks og mömmu hennar, þannig að ég gat leyft mér að hlaupa útsýnishlaup í rólegheitunum, enda er langt í frá að það sé fullt á tankinum eftir átök síðustu daga og vikna.  Þórólfur varð annar á eftir 13 ára frænda hennar Völu, gott fyrir okkur gamla fólkið að komast á jörðina og vera tekin í nefið af ungviðinu, svakalega flottir krakkar þarna.  Enn einn ótrúlega fallegur dagur, ægifögur leið og minning í safnið. 

Við brunuðum svo beint eftir hlaup inn á Ísafjörð og náðum í börnin sem voru alsæl með vistina hjá henni Særúnu barnapíu og vinkonu hennar, búin að vera úti að leika allan daginn.  Og aftur á Þingeyri í verðlaunaafhendingu.  Mótshaldarar lentu í vandræðum með að klára að vinna úr úrslitum því flögukerfið klikkaði.  Verðlaun fyrir samtals árangur í bæði Óshlíð og Vesturgötu verða send heim þegar búið er að staðfesta úrslitin en við Þórólfur eigum von á flottum verðlaunagrip gerðum úr grjóti úr Óshlíðinni.

Brunuðum í Bjarkalund með smá stoppi í Flókalundi og þar var vel tekið á móti okkur.  Við fengum herbergið hennar Guggu og fengum að skoða herbergið hans Georgs.  Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að við hjónin og svo sem börnin líka vorum öll algjörlega á síðustu bensíndropunum þegar við misstum meðvitund um miðnætti...

Nú erum við komin á ról, búin að fá okkur morgunverð og stefnan tekin á Home Sweet Home!


Óshlíðin 2009

Þetta ferðalag okkar ætlar að verða eitt heljarinnar ævintýri!  Óshlíðarhlaupið í gærkvöldi var hreint út sagt frábært, tipp topp skipulagning, frábær stemmning, veðrið eins, best verður og við í stuði.  Það er skemmst frá því að segja að Þórólfur sigraði hlaupið á rétt rúmum 37 mínútum, ótrúlega flottur!  Ég var fyrst kvenna og tók besta tímann minn á árinu 41:35. GrinGrin 

Í dag var svo skemmtiskokk, 4 km frá Silfurtorginu á Ísafirði.  Gabríel hljóp með pabba sínum og stóð sig heldur betur vel, varð 3. í sínum flokki, fór á pall og fékk brons.  Grin

Ég skokkaði með Lilju á bakinu og hún skríkti svoleiðis og hló að það voru allir í kasti í kringum okkur.   Gamanið entist í 3 km, þá vildi mín hlaupa soldið sjálf og fara að leika í leiktækjum sem urðu á vegi okkar svo var mín eiginlega búin að fá nóg.  Þá tók við ævintýrastund að hætti mömmu til að koma henni alla leið í mark án þess að tapa allri lífsgleði...  Það tókst og hún hljóp sjálf síðasta spottann.

Ég var svo með smá fyrirlestur á Hótel Ísafirði í tengslum við hlaupahátíðina og það gekk allt saman vel líka.  í kvöld er svo bara kósíkvöld og afslappelsi fyrir næstu áskorun, Vesturgötuna, en við ætlum að taka styttri vegalengdina.  Rock and roll!

Gabríel í nýju takkaskónum

Gabríel í nýju takkaskónum!

Lilja í bala

Það þarf nú oft ekki mikið til að gleðja mann Grin


Afmæli!

Hann Gabríel okkar á afmæli í dag, litli strákurinn okkar er orðinn ellefu ára!   Við vöknuðum í blíðunni í Hnífsdal og sungum afmælissönginn fyrir strákinn okkar.  Ég eldaði svo uppáhaldið, grjónagraut í morgunmat.  Við stefnum á að fara með krakkana í Raggagarð á Súðavík seinni partinn, með nesti og slá upp bráðabirgða piknikk afmælisveislu.  Afmælisveisla fyrir vini og fjölskyldu bíður betri tíma.

Við njótum þess til hins ítrasta að vera hérna á Vestfjörðum.  Við höfum ekki ferðast neitt hér um að ráði áður og erum þvílíkt hrifin.  Náttúrufegurðin er gríðarleg og maður fyllist af gleði og lífsorku að vakna í glaða sólskini undir snarbröttu fjalli með útsýni yfir hafið.  Það gerist ekki betra.

Í gær sóttum við gögnin okkar fyrir Óshlíðina og Vesturgötuna.  Í sama húsi var flóamarkaður og þar fann Gabríel þvílíkt flotta, ónotaða takkaskó sem pössuðu akkúrat á hann.  Ég fór með honum í afgreiðsluna til að spyrja hvað þeir ættu að kosta og við misstum andlitið þegar afgreiðslukonurnar svöruðu skælbrosandi: 'Þrjú hundruð krónur!'.  Gabríel brosir ennþá hringinn og það var varla hægt að ná honum úr skónum í gærkvöldi Grin.


Kjarninn

Little did I know...  Þegar ég settist niður og skrifaði þessar hugleiðingar mínar eftir aldeilis frábæran dag með vinum og kunningjum á Landsmóti á Akureyri, þá óraði mig ekki fyrir þessum viðbrögðum.  Meginmarkmiðið með pistlinum mínum var að sparka í rassinn á sjálfri mér fyrir að hafa ekki haft kjark til að segja það sem mér fannst á tilteknum stað, á tilteknum tíma og læra rækilega af reynslunni með því að blogga um það.  Það var ástæðan fyrir því að ég átti erfitt með að sofna, ég var svekkt út í sjálfa mig.  Að þessi sjáfsskoðun mín skyldi vekja upp svona sterk viðbrögð er ágætt, umræðan er greinilega mjög þörf og mér finnst mörg góð sjónarmið hafa komið fram.  Mér finnst ekkert skemmtilegra en að skoða vel rökstuddar og málefnalegar ábendingar, hinar trufla mig ekki.  

Svona umræður (engin fundarstjórn...) eiga það til að fara út um víðan völl og það er allt í fína líka, hvort teygja megi reglur, hvenær eiga að framfylgja þeim eða hver sé hinn sanni íþróttaandi o.s.frv.  Það eru til fullt af samkomum þar sem takmarkið er ekki að keppa til sigurs, þ.e. tilgangurinn felst í því að taka þátt.  Til dæmis er skemmtiskokk oft haldið í tengslum við keppnishlaupin og þar er það klárt markmið atburðarins að taka þátt, vera með, skemmta sér.  Ég hef sjálf síðustu 10 árin eða svo, verið með í Kvennahlaupinu, ólétt, með mömmu eða með börnin mín í kerru og skemmt mér konunglega.  Ég hljóp með dóttur mína á öxlunum í Blóðbankahlaupinu um daginn, sem er skemmtiskokk haldið til að vekja athygli á málstað, án tímatöku.  En ég er líka metnaðarfullur íþróttamaður og ég legg heilmikið á mig til að ná eins langt og ég get í minni íþróttagrein og keppi iðullega til sigurs.  

Margar íþróttagreinar eru þannig að árangur er metinn huglægt, þar sem stíll og fagurfræði skipta máli (sbr. skíðastökk, fimleikar o.s.frv.).  Hlaupin eru ekki þannig. Sá sem hleypur hraðast alla leið í mark vinnur.  Hann má vera alveg eins og njóli á leiðinni og satt að segja þekki ég nokkra þrusu góða hlaupara, sem ég ber mikla virðingu fyrir, sem hafa mjög áhugaverðan stíl Grin.    

Það voru einkum tvær spurningarnar sem ég var að velta upp í mínum pistli:

a) Er hægt að sigra maraþon án þess að ljúka maraþoni?

b) Er í lagi að taka á móti sigurverðlaunum í maraþoni án þess að hafa lokið keppni?

Í mínum huga eru svörin við báðum þessum grundvallarspurningum, nei.  Með því að svara báðum spurningunum neitandi er ég annars vegar að gagnrýna þá sem standa að hlaupinu og hins vegar að gagnrýna þátttakanda.  Mér finnst báðir aðilar eiga sína ábyrgð í þessu tilviki, annars vegar þá ábyrgð að fylgja grundvallarreglunni að nauðsynlegt sé að ljúka þeirri keppni sem tekið er þátt í til að sigra (burtséð frá öllu öðru) og siðferðislegri ábyrgð á hvað er rétt og hvað er rangt, svona almennt.  Mín skoðun er að enginn atburður né persóna sé hafin yfir alla gagnrýni, gagnrýni er af hinu góða sé hún málefnaleg, þannig lærum við að gera betur.  Sem íþróttamaður þá borga ég fyrir að fá uppbyggilega gagnrýni (þjálfun/gagnlega rýni).  Heyri ég aldrei hvað það er sem ég geri rangt eða hvernig ég get bætt mig, myndi ég staðna og ekki ná neinum framförum.  Eins er það í lífinu, ég elska að skoða, analysera og velta fyrir mér hinum og þessum siðferðilegum spurningum.  Mér finnst ekkert skemmtilegra en að komst í kynni við fólk sem getur komið sinni skoðun þannig á framfæri að það fær mig til að skipta um skoðun, það er mikið spunnið í svoleiðis fólk finnst mér.  Ég var farin að gæla við að svara hverri og einni athugasemd en ég hafði vit fyrir sjálfri mér, sem betur fer Tounge.

En aftur að Landsmótinu...  Ég vil taka það skýrt fram að upplifun mín og minnar fjölskyldu á Landsmóti var aldeilis frábær!  Við mættum ekkert nema frábæru viðmóti starfsfólks og brautarvarða, upplýsingar um hlaupaleiðir voru skýrar og starfsfólk á drykkjarstöð stóð sig með mikilli prýði.  Það var sérstaklega gaman að hlaupa inn göngugötuna, þar var hópur starfsmanna hlaupsins að hvetja og sprella, fékk mann til að brosa hringinn. 

Það er mannlegt að gera mistök og mér sýnist að allir sem standa málinu nærri sjái að mistök hafi verið gerð.  Það sem mér finnst skipta öllu máli hér (sem og annars staðar) eru viðbrögðin við mistökum.  Sé einhver leið að leiðrétta mistökin skal það gert og allir bera virðingu fyrir því.  Í fótbolta geri dómari mistök sem kosta annað liðið sigurinn og því er ekki haggað.  Séu aftur á móti reglur í leiknum þverbrotnar, t.d. ólöglegir leikmenn á vellinum þá eru úrslit kærð og leiðrétt.  Jafnvel dögum eftir leik.  Það geta líka allir lent í því að þurfa að hætta keppni, það er engin skömm af því.  Í flestum tilfellum kemur maður tvíefldur til baka.  Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem átta sig á mistökum sínum sjálfir og leiðrétta þau, hverjar svo sem afleiðingarnar verða.  Það er göfugt. 

Ég persónulega er mjög 'anal' í að fylgja öllum reglum, ekki fyrir aðra, heldur vegna þess að þegar ég hef lokið einhverri keppni eða þraut, þá vil ég geta staðið teinrétt og brosað út að eyrum, fullviss um að ég hafi ekki notið fríðinda umfram aðra keppendur.  Ég tók ekki þátt í maraþonhlaupinu, (það var enginn vafi á því hver sigraði 10 km hlaupið Tounge )og átti því engra hagsmuna að gæta persónulega.  Ég hef aldrei áður séð konuna sem sannarlega lauk hlaupinu fyrst kvenna, þó svo ég þekki nafnið hennar og veit af afspurn að hún er hörku keppnismanneskja.  Ég get rétt svo ímyndað mér hvað sú kona hefði kallað yfir sig hefði hún kært úrslitin!

Ég er ekki tapsár.  Ég tapa reglulega í keppnum fyrir mér fremri íþróttamönnum.  Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sigra mig, hugsa 'djö... er hún góð mar...', fyllist aðdáun, tilfinningin er pínulítið eins og þegar maður varð skotin í einhverjum sem krakki Blush.  En ég er alveg svakalega svindlsár og kannski er það eitthvað sem ég þarf að vinna í með sjálfa mig.  Það er sama hvort það er vinnustaðaleikur, íþróttakeppni eða annað (hér mætti t.d. setja inn dæmi að eigin vali úr íslensku viðskiptlífi síðastliðin ár). 

Læt þetta vera mín lokaorð um þetta mál, fagna áframhaldandi umræðu þar sem hún á heima.


Nýju fötin keisarans

Akureyri tók aldeilis vel á móti okkur með sól og blíðu.   Við vöknuðum snemma á keppnisdag og vorum mætt tímanlega út á völl til að hitta barnapíurnar okkar og koma okkur í réttan fíling.  Þórólfur tók forystuna í hlaupinu strax í upphafi en það voru 3 á milli okkar fyrstu km.  Hlaupið byrjar á langri brekku niður í móti og fyrstu km liðu ótrúlega hratt.  Á 3 km náði ég öðrum manni og við hlupum samsíða næstu tvo km eða svo.  Á þeirri stundu var ég að velta því fyrir mér hvort það væri möguleiki að ná öðru sæti í hlaupinu og á 5. km jók ég hraðann til að athuga hvort ég gæti hrist hann af mér.  Mér tókst að búa til bil á milli okkar og á bakaleiðinni, þrátt fyrir töluverðan mótvind þá hélt ég mínu og jók bilið.  Bibba og Ásgeir voru fremst meðal jafningja að hvetja og maður fékk auka endorfín skammt þegar maður heyrði hrópin í þeim og sá þau svo skælbrosandi á hliðarlínunni.  Síðustu 2 km var bara að bíta á jaxlinn og klára brekkuna góðu sem var mun skemmtilegri á leiðinni niður...  Um leið og maður kom inn á völlinn fékk maður vængi og spændi í mark.

Við fylgdumst svo með hinum hlaupurunum koma í mark og það var gaman að sjá Sigga sigra maraþonið.  Við urðum líka vitni að því, ásamt tugum eða hundruðum annarra áhorfenda, þegar konan sem hafði verið í forystu í maraþoni kvenna, ráfaði inná völlinn í mjög slæmu ástandi, örmagnaðist algjörlega nokkra metra frá markinu og tókst ekki að ljúka keppni.  Við urðum vitni að því þegar tveir menn, þrátt fyrir andmæli viðstaddra, báru konuna yfir marklínuna þar sem sjúkraliðar hlúðu að henni og í framhaldi var hún flutt á brott með sjúkrabíl.  Skömmu síðar kom fyrsta kona í maraþonin í mark, Sigríður Einarsdóttir.

Við mættum svo á verðlaunaafhendinguna seinna um daginn til að taka á móti glæsilegum verðlaunum en þá urðum við vitni að því að konunni sem ekki lauk hlaupinu voru afhent sigurverðlaunin, sem hún og þáði.  Við urðum vitni að því að langflestir í salnum vissu að þetta var ekki sanngjarnt.  Enginn sagði neitt og ég svo sem ekki heldur en ég óskaði Sigríði til hamingju og lét hana vita að í mínum huga og annarra sem ég þekkti til væri hún sigurvegarinn.  Til að toppa skrípaleikinn vorum við hjónin svo dreginn í myndatöku, þar sem mynda átti alla sigurvegara sem tilheyrðu Laugaskokki og í meðvirknikasti létum við okkur hafa það.

Þessi uppákoma hafði svo mikil áhrif á mig að ég átti erfitt með að sofna í gærkvöldi.  Í mínum huga eru hlaupin nefnilega táknmynd göfugra íþrótta.  Sá sigrar sem lýkur keppni á skemmstum tíma, þannig er það bara.  Það skiptir engu máli hvort þú hættir eftir 10, 20, 30 eða 42,1 km.  Eina leiðin til að sigra maraþon er að hlaupa alla 42,195 km, punktur.


Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband