Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Svipmyndir úr Hellishólum

IMG_1730

Maríanna og Lilja fundu hvor aðra og voru óaðskiljanlegar

Strákarnir í fótbolta

 Strákarnir á fullu í fótbolta

Grillveisla

Allir orðnir svangir eftir ratleik og aðra leiki


Sveitaferð og Íslandsmeistaramót

Við fjölskyldan lögðum af stað í sveitina á laugardaginn en á dagskrá var fjölskylduútilega, í Hellishólum, með vinnunni hans Þórólfs.  Þetta var heilmikið fyrirtæki hjá okkur, við þurftum að fara á tveimur bílum, því ég var að fara að keppa á Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum á sunnudeginum.  Við skildum hjólið eftir upp í bústað hjá okkur þar sem við gistum svo um nóttina og héldum áfram að Hellishólum. 

Þvílík blíða!  Fullt af skemmtilegu fólki, ratleikur og grill í lokin.  Krakkarnir voru alveg í essinu sínu, fundu sér leikfélaga og nutu þessa að vera úti í blíðunni.  Eftir grillveisluna og spjall þá héldum við aftur í bústaðinn og komum öllum í ból.

Ekki var sunnudagurinn síður fallegur.  Vaknaði snemma, tók keppnisrútínuna mína og brunaði að Nesjavöllum.  Við vorum fjórar konur sem mættum til leiks og okkur var startað rétt á eftir körlunum.  Í fyrstu bekkunum slitum við Lára okkur frá þeim Bryndísi og Sibbu, við hjóluðum svo saman rúma 40 km mjög spakar og skiptumst á að brjóta vindinn.  Keppni í hjólreiðum er mjög frábrugðin hlaupunum, það er deginum ljósara, gengur miklu meira út á taktík og hluti af því er að hjóla frekar hægar og vera í samfloti því það er svo gríðarlegur (30%) munur á því að drafta og kljúfa vind. 

Þegar við vorum búnar með hringinn á Þingvöllum hófst slagurinn og það hefur örugglega verið mjög kómískt að horfa á okkur stöllur.  Ég leiddi alla leiðina til baka, með Láru í 'rassinum' á mér.  Hún neitaði að gefa sig og ég  hjólaði sikk sakk til að þreyta hana.  Var örugglega eins og ótemja að reyna að hrista hana af mér.  Það var nú samt ekki fyrr en við komust í alvöru brekkur að ég gat rifið mig í burtu og þá var þetta líka komið.  Ég var óþreytt og brekkurnar voru því lítið mál.  Var lang fyrst í mark á 2:11:03 en þetta var 64 km leið, meðalhraðinn rétt um 30 km/klst. 

Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2009
  

Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2009

Haffi og Eva

Mynd frá Kidda af www.hfr.is en þar er að finna nánari úrslit!


Made my day :)

Fyndið, gæti notað fyrirsögn síðustu bloggfærslu aftur í dag!  Hef sennilega óvart secretað þetta en ég tók þátt í MÍ 5000 m í dag og tíminn var (óstaðfest) 20:01.  Fékk fyrst að vita að ég hefði verið á 19:59:98 og var alsæl með það, skrýtið hvað ein sek. getur haft mikið að segja... 

En alla vega, hlaupið var mér frekar erfitt, var þung á mér og streðaði með öndunina.  Var mjög fljót að komast í 'dóla þetta' gírinn og hengdi mig á hælana á henni Hrönn og lét það gott heita.  Fann ekki fyrir nokkru hungri í að gera neitt meira en það.  Þórólfur aftur á móti stóð sig eins og hetja í 10000m hlaupinu og bætti sinn besta tíma um nokkrar sek., var á 36:37, ótrúlega stolt af mínum manni.  Hann var líka bara svo flottur á brautinni!

Var svona frekar blehhh... þegar ég kom heim og var að kveðja barnapíurnar út á tröppum með henni Lilju minni, þegar við sjáum konu koma skokkandi niður brekkuna.  Hún stoppar þegar hún sér mig og segir: 'Fyrirgefðu en má ég aðeins trufla þig', ég hélt það nú...  ´'Mig langaði bara svo að segja þér að ég var á Rotary fyrirlestri hjá þér fyrir ári síðan og hann hafði svo mikil áhrif á mig.  Ég var mikið búin að hugsa um það sem þú sagðir og í febrúar þá tók ég mig loksins til og fór út að skokka í fyrsta sinn.  Ég hélt ekki út nema í tæpa mínútu, labbaði, náði andanum og skokkaði svo pínu meira...  Nú hleyp ég 13 km hring!  Ég er líka búin að léttast um 6 kg.  Mig langaði bara svo að þakka þér fyrir og láta þig vita hvaða áhrif þú hafðir á mitt líf.'

Úff, hvað getur maður eiginlega sagt...  Ég sagði bara: 'Veistu það, You made my day, TAKK'.

Crying


Aðeins yfir...

Í dag var vigtunardagur og það eru góðir dagar.  Við mættum bara þrjár í þetta skiptið (við skiljum vel að það eru ekki margir sem þora í vigtun svona rétt eftir sumarfrí og höfum því mikla samúð með skrópurunum Tounge).  Við vorum svona helst til þungar á okkur, bæði á hlaupunum (sem hjálpaði ekki til við vigtunina) og á vigtinni...

En við vorum sko alls ekkert þungar á okkur í pottinum (sem var frekar kaldur og hjálpaði ekki til við vigtunina) og samræðurnar voru með fjörugasta móti.  Strákarnir voru alveg ofsalega glaðir að sjá okkur og Kiddi kyssti okkur Bibbu, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.  Seinni kossinn var reyndar fyrir misskilning því hann ætlaði að kyssa hana Jóhönnu (sem missti af fyrsta kossinum), en hún var farin og hann ruglaðist og kyssti Bibbu aftur og þorði svo ekki annað en að kyssa mig líka til þess að ég yrði ekki sár... 

Það er ekkert annað að gera en að horfast í augu við stöðuna, frávik +1800 gr (hljómar betur en 1,8 kg FootinMouth).  Bibba gleymdi bókinni sinni en ég held að þetta sé síðasta vigtunin í þessari lotu og ég hef með löglegum fyrirvara (2 mán.) sótt um eins kílóa þyngingu í næstu lotu.  Verkefni mánaðarins er þess vegna - 800 gr, verðugt en raunhæft markmið.

Vegna þessarar alvarlegu stöðu sem komin er upp í vigtunarmálum var ákveðið að sleppa hnetuvínarbrauðinu í morgun og í staðinn var pantað gróft rúnnstykki með osti (ekkert smjör Grin).

Update:

Bibba fór yfir bókhaldið og sigurvegarinn í þessari lotu er engin önnur er forsíðustúlkan fótfráa, hún Jóhanna!  Við Bibba buðum henni uppá ljúffengt spínatlasagne med alles á Grænum kosti og að sjálfsögðu var kaka í eftirrétt, að þessu sinni ávaxtakaka (hehemmm) og tvöfaldur kaffi latte til að toppa máltíðina.  Við stöllur leystum svo restina af vandamálum heimsins og knúsuðum svo hana Bibbu okkar sem leggur í langferðina sína í fyrramálið, til að takast á við Mont Blanc.


Samanburður og rannsóknir

Ég er ekki Business Analysti fyrir ekki neitt og vinn við greiningar daginn út og inn...  Er búin að leggjast yfir hlaupið í gær og bera saman við síðasta 10 km hlaupið mitt og það er mjög fyndið að sjá munin á því hvernig ég hleyp, þegar ég hleyp eins og ég hleyp...  Og svo hvernig ég hleyp eins og einhver annar Tounge

Ármannshlaup 23.07.2009 en við fengum þá töluvert sterkan mótvind frá km 5 - 9:

Ármannshlaup

RM 22.08.2009:

RM

Fyrstu 3 km eru allt of hraðir fyrir mig, við erum komin 23 sek undir áætlun eftir 3, en jafnframt er mesta hækkunin í hlaupinu á 1. og 3. km.    Á 1. og 3. km fæ ég max pace 3:10 en það hef ég bara aldrei prófað áður svo ég viti til.  Km 4 og 5 eru svo aftur á móti nokkuð yfir goal pace þannig að við erum rétt undir áætlun eftir 5 km eða á 19:53 þegar ég kveð mína menn.

Nú er ég orðin spennt að sjá hvernig mér tekst til í Reykjanes maraþoninu og bera saman við þessar niðurstöður, en þar verður ekkert annað í boði en bæting n.b. Wink 

Annars fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvaða snilldar hugbúnað ég er að nota með Garminum þá heitir hann SportTracs.  Frítt á netinu, gargandi snilld!


RM 2009

Það ískraði í okkur hjónum af spenningi í morgunsárið.  Við vissum bæði að að allt þyrfti að ganga upp til þess að við næðum okkar háleitu markmiðum og ég held svei mér þá að ég hafi ekki verið svona spennt fyrir hlaup í háa herrans tíð.  Ég er yfirleitt svo svakalega raunsæ og jarðbundin að það er ekki oft sem ég læt tilleiðast að reyna að ná markmiðum annarra fyrir mína hönd en í þetta skiptið þá ákvað ég að fara út fyrir þægindaboxið og láta vaða. 

Planið var sem sagt að negla mig á hælana á Bigga og sjá hvað ég entist lengi.  Á þriðja km fann ég að hraðinn var of mikill, einsetti mér þá að hlaupa með hérunum fyrstu 5 km, sem ég kláraði á rétt innan við 20 og slaka svo á til að taka ekkert úr mér, en jafnframt halda mínu sæti.  Seinni hlutann af hlaupinu var ég að spá í hvernig ég ætlaði að hlaupa á fimmtudaginn á brautinni í 5000 m, hvað ég gæti hjólað hratt næstu helgi og var farin að hlakka til að taka þá í Reykjanes maraþoninu Grin.  Skilaði mér í mark á 42:06 og var 5. kona í heildina.  Uppskera dagsins var brons í aldursflokki og svo tókum við (Gummi og Hrönn) brons í sveitakeppninni. 

Þórólfur varð 11. í heildina á 37:11 en hann og félagar (Siggi og Þorsteinn) sigruðu sveitakeppnina!

Gabríel ákvað okkur til mikillar ánægju að vera með í 3 km skemmtiskokkinu þegar við fórum í Höllina að sækja gögnin okkar.  Pabbi hans hljóp með honum en hann stóð sig með sóma og var með þeim allra fyrstu í mark á rétt um 15 mínútum.

Við mæðgur tókum svo Latabæjarhlaupið saman.  Í fyrra hljóp ég með hana Lilju á öxlunum en í ár hljóp litla skottið alla leiðina sjálf og þegar ég segi hljóp, þá meina ég hljóp!   Ég sagði henni að ég sæi í rassinn á Íþróttaálfinum og við þyrftum að ná honum og það fannst henni alveg hrikalega fyndið; 'Rassinn á Íþróttaálfinum!!!'.  Hún skríkti og hló allan tímann, órtrúlega gaman hjá henni.

Frábært að fylgjast með góðum árangri vina og kunningja í dag, uppfull af stolti yfir mínu fólki!

2009 08 Latabæjarhlaup

Við áttum svo stefnumót við ÍR-inga seinnipartinn.  Hópurinn hittist á Caruso með fjölskyldurnar með og þar áttum við frábæra samveru, fengum góðan mat og skiptumst á skemmtilegum sögum.  Eftir matinn röltum við aðeins um bæinn áður en við fórum heim, dauðþreytt öll sömul eftir frábæran dag.

 

Caruso

Bara 10!!!

Er búin að vera alveg ótrúlega þung á mér síðustu daga, með framandi harðsperrur í lærunum eftir timetrialið og var verulega farin að efast um að ég kæmist alla 10 km á laugardaginn, hvað þá á einhverjum tíma...  En í gær á sprettæfingu fann ég mig vel, sprettirnir voru mér auðveldir og ég var létt á mér.  Allt annað að fara inn í helgina með þessu hugarfari og nú hlakka ég til að spreyta mig.

Það er þvílík stemmning að myndast hérna hjá okkur í vinnunni.  Það er þó nokkur pressa á starfsmenn að taka þátt, sumum til mikillar armæðu en flestir eru alsælir um leið og þeir eru búnir að skrá sig.  Ég er í hálfu starfi sem hlauparáðgjafi og sálfræðingur þessa dagana, mér finnst það ekkert leiðinlegt og reyni að vinna á tvöföldum hraða þess á millli...  Daníel Smári verður með fyrirlestur hjá okkur í hádeginu í dag og á morgun er íþróttafatadagur, allir að mæta í spandexinu, vúhúúú...

Ég er reyndar dissuð hérna til hægri og vinstri fyrir að fara BARA 10 km.  Ég fæ ekkert kredit fyrir að hafa farið hálft maraþon í hálfa járnkarlinum um daginn og það er ekkert tekið mark á mér þegar ég segi að ég væri frekar til í að fara hálft eða heilt maraþon rólega en að blasta 10...  Fólkið mitt hérna er ekki að kaupa það.  Þeir sem ætla hálft eða heilt marathon, nota því hvert tækifæri til að segja öðrum frá því hvað þeir séu nú æðislegir á meðan hlaupadrottningin sjálf ætli nú BARA að fara 10! 

Eins gott að maður sé með breitt bak... Woundering.


Endurheimt og framtíðarplön

Það tók tvo daga að komast í gírinn á ný, á laugardaginn var ég orðin úthvíld og spræk og skellti mér á æfingu hjá Þorláki og félögum.  Maður fer ekkert á æfingar hjá honum nema maður sé í stuði...  Þórólfur var á golfmóti allan daginn á vegum vinnunnar og Gabríel var á fullu með sínum félögum.  Mamma bauð okkur Lilju með á Café Flóru í blíðunni og svo tókum við góðan rúnt í Húsdýragarðinum á eftir.  Við Lilja skelltum okkur svo í Kópavogslaugina á eftir, alltaf jafn súrresaliskt að keyra framhjá lauginni sem er í bakgarðinum hjá manni, yfir í annað bæjarfélag til þess að komast í almennilega aðstöðu fyrir börn...

Á sunnudaginn byrjaði ég daginn á frábærri æfingu með HFR.  Við hjóluðum rúma 70 km og ég náði nýju hraðameti á honum Skotta mínum, 73 km/klst. í drafti á Elliðavatnsveginum.  Sæææælllll, var með hjartað í buxunum en ótrúlegt kikk.  Kíktum aðeins á hana Bibbu seinni partinn til að skila þríþrautargræjunum og fyrirmyndahúsmóðirin (já, hún Bibba) skellti í ljúffenga skyrköku fyrir gestina.  Önnur umferð í Kópavogslaug áður en við héldum heim á leið.

Þessi vika snýst nánast bara um Reykjavíkur Maraþonið, það er allt undirlagt í vinnunni og ég fæ heimsóknir á básinn minn á 5 mínútna fresti´, 'Ætti ég að skrá mig?', 'Heldurðu að ég geti farið 10?', 'Er í lagi að labba eitthvað?', o.s.frv.   'Já, já og aftur já '.

Varðandi RM þá var ég svona búin að plana að freista þess að bæta pb sem er 41:00.  Ég var svo að frétta að hann Biggi væri 40 mínútna héri.  Mér finnst ekkert leiðinlegt að elta hann Grin.  Annars er ég líka með hugann við Íslandsmeistaramótið í hópstarti (hjól...) sem verður þann 30. ágúst.  Allt að gerast!

Smellið hérna til að heita á mig í RM en ég ætla að hlaupa fyrir Ljósið!


Blehhh...

Var einmitt að spá í það á miðvikudagskvöldið hvernær ég kæmi niður af 'high-inu' eftir sunnudaginn.  Maður verður nefnilega svo uppfullur af orku þegar vel gengur í erfiðri þraut að það er eiginlega til vandræða. 

En á fimmtudagsmorgun eftir tímakeppnina og Glennusaumaklúbb á eftir þá var ég alveg eins og skotin, tómt á tankinum og ég rétt gat lufsast á hjólinu í vinnuna og heim aftur.  Ákvað að taka börnin með mér í bíó eftir vinnu þar sem ég vissi að ég væri ekkert spennandi kompaní, þau sáu Ísöldina 3 og ég dottaði þeim við hlið.  Þórólfur fór í golf eftir vinnu svo eftir að litla skottið var komin í bólið, skreið ég upp í sófa með rauðvínstár og vafði mig inní teppi.  Nennti ekki einu sinni að horfa á sjónvarpið, gerði bara nákvæmlega ekki neitt nema slaka á fyrir svefninn. 

Í dag var ég ennþá þreytt.  Fór snemma heim úr vinnunni og er bara búin að lufsast með fjölskyldunni minni, ekki gera handtak meira en ég þarf.  Hlakka til að fara snemma að sofa í kvöld, zzzzzzzzz.....


Timetrial

Í gærkvöldi var Íslandsmeistaramótið í Tímakeppni í hjólreiðum, 20 km á Krísuvíkurveginum.  Ég ætlaði alltaf að vera með í þessari keppni, þ.e. fyrir járnkarl, en var ekki viss um hvernig ég kæmi undan honum og ákvað að taka bara stöðuna á keppnisdegi.  Var bara spræk í gær og þó svo að ég vissi að ég myndi nú ekki vera að fara að slá nein met þá ákvað ég að láta vaða.  Markmið dagsins voru a) að fá að hitta Karenu Axelsdóttur og reyna að fræðast eins mikið og ég gæti af henni fyrst ég missti af fyrirlestrinum hennar  b) að kynna mér hvernig þátttaka í svona keppni fer fram c) gera eins vel og ég gæti með 1/2 járnkarl í lærunum.

Í tímakeppni er einnig leyfilegt að nota ýmiskonar hjólabúnað til að minnka loftmótstöðu sem annars er ekki leyfilegur í hefðbundnum götuhjólreiðum þar sem allir keppendur er ræstir saman.  Keppendur eru svo ræstir af stað með mínútu millibili keppendum raðað eftir árangri á sambærilegum mótum þannig að íslandsmeistari síðasta árs er ræstur síðastur.  Langflestir keppendurnir í gær voru með sérstakar gjarðir til að minnka loftmótstöðu, sérstaka hjálma og ég veit ekki hvað.  Ég og Skotti minn komum bara 'au natural' Cool.

Ég spurði Karen ráða fyrir keppni hvort það væri ekki lagi fyrir mig að taka þátt, hvort ég gæti skemmt eitthvað fyrir mér og fékk þau svör að það væri í fínu lagi en ég mætti reikna með svona 80% afköstum að hámarki.  Hún ráðlagði mér með gíra og tók mig með í upphitun, góð lexía þar.   Keppnin var alveg ótrúlega skemmtileg og miðað við aldur og fyrri störf var ég sátt með árangurinn og n.b. ég var síðust í kvennaflokki!  Karen sem er í algjörum sérflokki varð Íslandsmeistari en á okkur hinum munaði innan við 50 sek.  Hérna eru úrslitin!  Við erum allar farnar að huga að næstu keppni sem verður þann 30. ágúst og þá verður barist til síðasta blóðdropa... 

Í startinu
Á harðakani
Myndir af www.hfr.is  Ljósmyndarar: Albert og Kristinn

 

Í gær var sýnt smá viðtal við mig og fleiri í Íslandi í dag vegna umfjöllunar um Reykjvíkurmaraþon.


Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband