Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Réttlætið sigrar að lokum

Í dag fékk ég þær fréttir að úrslitum í Akureyrarmaraþoni hafi verið snúið.  Sigurvegari í maraþoni kvenna á Landsmóti á Akureyri þann 11. júlí 2009 var Sigríður Einarsdóttir.  Hún fékk bikarinn afhentan á sunnudaginn.  

Í dag finnst mér allt vera þess virði.

Í dag er ég þakklát fyrir allt sem ég hef lært síðustu mánuði.

Í dag er ég sérstaklega stolt af fólkinu mínu, sem stendur með mér þegar á móti blæs. 

Í dag er ég sterk, glöð og bjartsýn.


Sprettir, meiri sprettir og þrek

Hreyfði mig fyrir allan peninginn í gær.  Hjólaði í og úr vinnu en það eru rétt tæpir 15 km samtals.  Í hádeginu þá var sprettæfing hjá vinkonu minni sem er á sub 50 prógramminu.  Það og brjálæðislega gott veður gerðu það að verkum að ég stóðst ekki freistinguna, varð að komast út og viðra mig, gat þá í leiðinni aðstoðað við sprettina.  8 km lágu í valnum, þar af 5 á 4:40 pace. 

Sprettæfing hjá ÍR beint eftir vinnu, 5 km upphitun, 6 * 600 m sprettir á grasinu í Laugardalnum (enduðu upp brekku...) með tæplega mínútu labbi á milli.  ERFITT.  Hrikalega gaman að æfa með svona góðum stelpum, það er ekkert gefið eftir og maður þarf að hafa sig allan við að halda í við þær!  Eftir sprettina var farið í þrekhring 3 * (10 froskahopp/10 bangsahopp/20 magaæfingar/10 armbeygjur), sprett á milli stöðva.  Eftir þetta lufsuðumst við hjónin smá hring í Laugardalnum áður en við kvöddum hópinn og komum okkur heim.  Dagurinn gerði þá tæplega 15 km hjól og rúmlega 20 km hlaup. 

Ég var búin að taka út fisk í matinn og það var ekkert verið að krúttast við að elda, henti bara fisknum í pott, hann sauð á meðan ég fór í sturtu og svo var gúffað eins og villimaður.  Þegar fór að róast hjá okkur og litla skottið komin í rúmið bakaði ég tvö (lífsnauðsynleg) All Bran brauð því ég sé fram á að með áframhaldi á þessu æfingaálagi þá þarf ég að bæta aðeins við næringuna.

Dásamlegt að kúra í sófanum eftir langan dag, með Gabríel á lærinu, prjónana í höndunum og rauðvínstár innan seilingar...  Þórólfur var að mála annars hefði hann verið hjá okkur Smile.


Hjartadagshlaupið 2009

Þetta var dagurinn hans Gabríels.  Loksins, loksins fékk hann að halda upp á afmælið sitt (frá því í júlí) og hér var búið að bjóða hátt í 20 krökkum í partý seinnipartinn. 

En fyrst var það Hjartadagshlaupið og í tilefni dagsins ákvað ég að hlaupa með stráknum mínum, honum veitti ekkert af stuðningi í rokinu í dag.  Hann stóð sig þræl vel, hljóp á 24:03 og var 9 karl í mark og skilaði mömmu sinni 3. sætinu, en það voru 169 sem hlupu!!!  Flestir voru langt frá sínu besta í erfiðri braut og miklu roki, þannig að hann getur verið virkilega ánægður með tímann sinn.  Pabbi hans gerð sér lítið fyrir og vann 5 km hlaupið á 19:11 og komst í fréttirnar fyrir vikið!   Hlaupafélagar okkar í ÍR tóku reyndar öll verðlaunin í dag, Ásdís var fyrst kvenna í 5 km og Birkir og Fríða Rún unnu 10 km hlaupið.  Áfram ÍR LoL

Eftir brunch hjá ömmu og afa í Garðabær var haldið á uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í fótbolta á Broadway.  Við skiptum þess vegna liði, ég fór í að undirbúa afmæli meðan Lilja svaf og Þórólfur fór með guttann á hátíðina. 

Klukkan fjögur hófst svo fjörið hérna hjá okkur.  Fyrst var chillað svolítið, hlustað á tónlist og hinkrað þangað til allir voru kominir.  Upphífingar græjan okkar sló heldur betur í gegn hjá krökkunum, stelpurnar voru bara ekkert að gefa strákunum mikið eftir og sumir komu þvílíkt á óvart.  Svo var það bíó og á meðan fór ég að sækja pizzur í liðið og ná mér í Sing Star græjur.  Eftir bíó og pizzur var svo barist hatrammlega í ABBA og Queen Singstar og ég fékk að vera með, jeiii...  Flottir krakkar og ég skemmti mér ótrúlega vel (án þess að gera út af við frumburðinn) og partýið endaði á því að Gabríel skoraði á mömmu gömlu í Bohemian Rhapsody Grin

Krakkarnir í SingStar
Lilja tók svo lagið fyrir bróður sinn þegar henni var hleypt heim aftur :)

Góður díll ;)

Eitt af því sem við fengum í verðlaun í Reykjanesmaraþoni var Adidas hlaupabolur að eigin vali.  Við áttum erindi í Kringluna í gær og kíktum á úrvalið.  Við gátum valið um hlýrabol, stuttermabol, þunnan síðerma eða þykkan síðerma.  Af þessum þá voru þykku síðerma lang dýrastir en sennilega það sem okkur síst vantaði.  Þá hrökk hagsýna húsmóðirin í gírinn.  Ég spurði verslunarstjórann hvort að ég mætti, fræðilega, taka tvo dýrustu bolina, skila þeim svo og fá ódýrari í staðinn og nota mismuninn til að kaupa eitthvað á krakkana...  Hún horfði á mig í smá stund og 'Þetta er nú það besta sem ég hef heyrt í langan tíma.  Að sjálfsögðu máttu það, ég á hérna flottan galla á litlu skvísuna.'   Við enduðum með að fá sitt hvorn síðerma þunnan hlaupabol, hrikalega sætan jogginggalla á Lilju og Liverpool stuttbuxur á Gabríel í stíl við bolinn hans!

Gabríel í Liverpool gallanum
Gabríel pósar fyrir framan afrakstur keppna sumarsins :)

Unglingurinn okkar

Við Gabríel skelltum okkur í Kringluna eftir kvöldmat í gær.  Erindið var að græja krakkana upp fyrir veturinn.  Við erum reyndar heppin með að fá mikið af fötum gefins á litla skottið en það þarf alltaf að kaupa eitt og annað eins og boli, nærföt og sokkabuxur.   Við vorum ekki lengi að afgreiða dömuna í Name it og meðan við vorum að bíða eftir afgreiðslu þá datt mér í hug að spyrja hvort það væru til einhver föt nógu stór á herramanninn.  Það var eitthvað pínulíðið til og konan kom til baka með gallabuxur sem Gabríel leist vel á.  Kom í ljós að þær smellpössuðu og voru alveg eins og hann hafði dreymt um.  Ekki skemmdi verðið fyrir en þær kostuðu heilar 2.990,- !  

Gabríel fékk pening í afmælisgjöf sem hann mátti eyða í það sem hann vildi og maður fékk smá 'reality check' þegar hann sagði hvað hann vildi kaupa sér.  Litli strákurinn minn vildi fara í Zöru og kaupa sér 'GEÐVEIKT' flotta skó!  Skórnir voru ekki til í hans númeri í Kringlunni en afgreiðslukonan athugaði fyrir okkur í Smáralind og þeir voru til í réttri stærð þar.  Við brunuðum upp eftir og náðum rétt fyrir lokun. 

Í morgun brosti minn maður svo hringinn þegar hann var búinn að kría út leyfi til að fara í skólann í nýju gallabuxunum og skónum.  Hann þurfti reyndar í staðinn að sitja undir ræðu frá foreldrunum um að hann mætti þá ekki fara í fótbolta, klifra yfir girðingar, renna sér niður brekkur á rassinum, draga tærnar á eftir sér á hjólinu eða bara eiginlega að gera nokkurn skapaðan hlut sem 11 ára strákum finnst gaman Tounge.


Sammála :)

Mér finnst svo gaman þegar einhver segir það sem ég hugsa og setur það fram skýrt og skilmerkilega.  Við þennan lestur rifjaðist upp fyrir mér gömul og hundfúl færsla Tounge.


Spettir, framstig og ballett

Hörku æfingadagur í gær.  Fór með nokkrum úr vinnunni í hádegisskokk, en þessi hópur fer upp í Árbæjarlaug á miðvikudögum, hleypur þaðan svona 5 km hring og fer svo í pottinn.  Ég var ekki með sunddót þannig að ég skokkaði bara úr vinnunni og hitti þau þar.  Á leiðinni fékk ég hugmynd, þ.e. að það væri alveg brilljant fyrir mig að nota miðvikudagshádegin til þess að synda.  Ég get þá verið samferða einhverjum úr hópnum upp í laug, synt á meðan þau skokka og hitt þau svo í pottinum á eftir og afgreitt þannig langsundsæfingu vikunnar!

Ég er bara að verða nokkuð leikinn í skiptingum frá hjóli yfir í hlaup.  Kem venjulega skransandi heim á hjólinu eftir vinnu, skipti um skó, hendi af mér hjálminum og skokka svo annað hvort að ná í Lilju eða á æfingu.  Þetta á örugglega eftir að koma sér vel í einhverjum Járnkarlinum í framtíðinni Wink.

Í gær var það beint á æfingu, upphitun og svo sprettir á Laugardalsvellinum.  Á dagskránni voru hraðir sprettir 400 - 500 - 600 - 500 - 400 og 4 mínútna skokk á milli.  Eftir sprettina var svo farið 2 * 40 framstig og svo lærðum við nýja æfingu til að styrkja lappirnar.  Þá teygir maður aðra löppina fram og sest niður á hækjur sér.  Til að byrja með er best að halda sér í til að missa ekki jafnvægið og við vorum vægast sagt fyndin, eins og litlar ballerínur í röð, sem halda sér í stöngina að gera 'plie'.

Eftir þetta allt saman fórum við í könnunarleiðangur upp á ÍSÍ tún að skoða brautina í Víðavangshlaupi Framfara.  Get ekki sagt að hún hafi verið neitt sérstaklega freistandi á þeirri stundu, lærin níðþung eftir spretti og framstig...  Sé til hvernig stuði ég verð í á laugardaginn.

Nú er komið haust og það þá kemst ég í prjónagírinn.  Er með eina lopapeysu í gangi en svo stalst ég til að byrja að prjóna trefil sem ég fékk uppskrift af í prjónaklúbbi ÍR stelpna.  Það er eins með þetta og svo margt annað, það er alveg eins og ég sé í kappi við sjálfa mig...  Ein umferð í viðbót, bara ein enn áður en ég fer inn að...  já lesa smá, eina blaðsíðu í viðbót, bara eina enn.  Ég var nefnilega að fá þriðju Millenium bókina (Karlmenn sem hata konur) og þarf að klára bókina sem ég er að lesa til að geta byrjað á henni. 

Ég á ekki í nokkrum vandræðum með svefn, eins og skotinn þangað til klukkan hringir Sleeping.


Betra er seint...

Í kvöld er afmæliskaffiboð fyrir familínuna heima hjá okkur.  Það á reyndar engin afmæli núna.  Við erum bara að fara að halda uppá afmæli strákanna (17. og 19. júlí) og vorum ekki búin að finna tíma fyrr...  Í gær sleppti ég þess vegna sprettæfingunni með ÍR-ingum og hljóp í staðinn smá hring inn í Elliðaárdal beint eftir vinnu, til að geta svo útréttað fyrir veisluna.  Í gærkvöldi krúttuðumst við hjónin svo við að baka (Þórólfur sér um gerbaksturinn á heimilinu) og undirbúa heita rétti ofan í mannskapinn.  Á meðan gátum við horft á litla sjónvarpið okkar inní eldhúsi, allt annað líf!!! 

Í dag var ég í þjálfarahlutverki í hádegisskokkinu, það er voða gaman til tilbreytingar.  Samstarfskona mín er að fara eftir Sub 50 prógramminu og það voru 3 * 2000 m sprettir á 4:55 pace á dagskránni.  Hún stóð sig eins og hetja, rúllaði þessu upp stelpan.  Gaman.

Ég var búin að ímynda mér að nú færi að róast hjá mér í keppnum, þ.e. að það færi að minnka úrvalið, ég veit vel að ég þarf ekki að vera með í öllu Wink.  En það er nóg um að vera, Víðavangshlaup Framfara, Hjartadagshlaupið, Víðavangshlaup Íslands, Powerade, Haustþon...  Við erum þá bara að tala um næsta mánuð, jeehawww...  Maður verður ekki feitur, fúll og slappur á meðan.

Kamarinn
Frúin að koma út af kamri á leið í Kerlingarfjöll, fullt af áhorfendum, mjög spes!

Kerlingarfjöll

Vorum að koma heim úr frábærri jeppa- og skemmtiferð í Kerlingarfjöll með vinnunni hans Þórólfs.  Fengum topp veður og frábært að rifja upp gamlar minningar úr skíðaferðum í denn.

Við Kisugljúfur
Ótrúleg náttúrfegurð
2009 09 Kelló
Kúrekaþema og ekki vantaði veitingarnar!

 


Saucony 5 km 2009

Við Gabríel vorum vel stemmd fyrir hlaupið í gær.  Lögðum af stað rétt um sjö og ég keyrði smá rúnt um Rofabæinn til að sýna honum leiðina.  Við hituðum upp saman, hlupum út að brú svo hann gæti séð hverni hlaupið endaði.  Þegar við komum aftur upp í Árbæjarþrek þá var minn maður orðin pollrólegur og ekki lengur hræddur um að villast.

Þetta var alveg frábært hlaup fyrir mig.  Mér fannst gaman að mæta á staðinn, var afslöppuð og fín af stað og keyrði eins og ég gat án þess að vera að drepast.  Svona á þetta að vera.  Ég stefndi á að sjá 19 eitthvað og það verður spennandi að sjá hvað tímatakan segir, stoppaði klukkuna aðeins eftir að ég kom í mark og hún sagði 20:01 (kannast eitthvað við þessa tölu...).  Það er greinilegt að ég er þessi týpa sem vill lifa á brúninni!  Var þriðja kona í mark á eftir Fríðu Rún og Veroniku, dolla og brons í aldursflokki.  Staðfestur tími: 19:58 JIBBÍ...

Það sem toppaði nú samt daginn var árangur frumburðarins.  Áður en við lögðum í hann var einhver að spyrja á hvaða tíma hann ætlaði að hlaupa.  Hann hafði ekki hugmynd um það, ég giskaði á rétt undir 25.  Ég var búin að lofa að hlaupa á móti honum eftir að ég kláraði mitt hlaup og fylgja honum í mark.  Ég náði ekki einu sinni að komast aftur að brú, þá sá ég minn mann koma á fljúgandi ferð, mjög einbeittan og ég þurfti að hafa mig alla við að fylgja honum og hvetja.  Hann kom í mark á 23:30, annar í 19 ára og yngri, á eftir Tómasi Zoega.  (Í staðfestum úrslitum kom í ljós að Gabríel var 3. þannig að hann fær brons).  Guttinn var ekkert smá glaður með tímann sinn, silfurpeninginn og það sem skiptir mestur máli: 'Mamma, þetta var GEÐVEIKT GAMAN!'.   Slökuðum vel á í pottinum með hlaupafélögunum eftir átökin og komum alsæl heim eftir góðan dag.

Verð líka að segja smá 'Back to basics' sögu eða svona alls ekki 2007...  

Í ár höfum við gert alveg heilmikið í að púkka uppá húsið okkar.  Við fengum nefnilega aldrei iðnaðarmenn í góðærinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en nú er það ekki lengur vandamál.  Við erum búin að láta pússa upp parketið, skipta um gólfefni þar sem það þurfti og nú síðast vorum við að láta skipta um glugga á allri austur hliðinni.  Við fengum nýjan franskan glugga eins og var upprunalega í húsinu og svo létum við setja svalahurð úr eldhúsinu í staðinn fyrir glugga þar.  Það er svo gaman að sjá breytingarnar og við vorum að ræða það að nú langar okkur til að halda áfram, safna peningum og framkvæma í staðinn fyrir að eyða í dót. 

Við erum túbusjónvarps fólk og t.d. þá ákváðum við að setja flatskjásplön laaannngg aftast í forgangsröðina.  Eins það að fá lítinn flatskjá í eldhúsið, en það var pínu freistandi til þess að geta fylgst með því sem er að gerast í heiminum, með tvö börn og æfingaprógramm eins og okkar þá erum við ekki komin í ró inn í stofu fyrr en í fyrsta lagi hálf níu.  Á leiðinni heim úr klippingu í gær (var þess vegna á bíl aldrei þessu vant) rak ég augun í Notað og Nýtt búð í Mörkinni og ákvað að kíkja í gamni, var svona aðallega að spá í hvort ég sæi sjónvarpsskenk sem myndi henta okkur.  Rak þá augun í nokkur sjónvörp út í horni, ekki flatskjái heldur gömul túbusjónvörp.  Þau voru í nokkrum stærðum og viti menn eitt var pínulítið, með loftneti, akkúrat passlegt í hornið á litlu gamaldags eldhúsi!!!  Og hvað kostuðu svo herlegheitin?  5000 kall Grin.  Frúin er alsæl með pening í banka og sjónvarp í eldhúsinu, lifi hagsýnin!

Sjónvarpið
Bara töff!
Franskir gluggar

Franski glugginn okkar


Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband