15.2.2008 | 11:22
Powerade #5
Það var aldrei spurning um annað en að hlaupa á broddunum í Powerade í gær. Ég er búin að komast að því að ég er frekar dettin á hlaupum svo ekki veitir af í svona færi. Veðrið var fínt, gott að hlaupa í rigningunni og bara gaman að koma að klakabreiðunum og láta sig vaða yfir áhyggjulaus.
Tíminn var bara fínn miðað við aðstæður 42:40 og líðanin toppur, fann ekkert fyrir þessu hlaupi sem er gott því síðustu tvö hlaup voru ekki alveg nógu skemmtileg. Finn að allar þessar löngu æfingar eru að skila sér í meiri krafti og úthaldi síðasta hlutann. Lap tímarnir mínir voru flestir í á milli 4:05 og 4:10, 9. km á 4:52 og 10 á 4:20.
Aldrei þessu vant var Liljan okkar eitthvað óróleg og vaknaði þegar við komum heim og vildi ekki fara að sofa strax aftur. Við náðum henni nú niður þegar við fórum í bólið sjálf en svo vaknaði hún aftur um miðja nótt og þurfti smá hugg og knús. Enn ein tönnin alveg að koma, grunar að það sé málið. Maður er orðin svo góðu vanur að við hjónin ætluðum aldrei að sofna aftur þegar hún komst í ró og vorum hálf drusluleg í morgun.
Framundan er afmælispartý hjá honum Bensa, hans Badda bróður. Súpa og gúmmelaði á eftir. Eins gott að hlaða vel fyrir helgina og koma sér í sprett gírinn.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef einmitt tekið eftir´því í poweraid að síðast km. er stundum grunnsaml. hægur, ætil að maður sé ekki nóðu harður í endaspretti- haldi ennþá að dimmi stígurinn sé afsökun?
Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:07
Flott bæting hjá þér Jóhanna, sérstaklega miðað við færið. Greinilega í toppformi kona góð.
Eva (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.