Leita í fréttum mbl.is

Copenhagen Marathon 2008 – Í pilsi og bleikum sokkum...

Sex mínútur í start, erum búin að skila af okkur aukafötunum og pissa bak við skúr.  Best að koma sér þægilega fyrir á milli 3:00 blöðrunnar og 3:15 blöðrunnar.  Skokkum fyrir horn og áttum okkur þá á því að það eru hátt í sjö þúsund manns á milli okkar og blaðranna! 

Það verður að viðurkennast að hjartað tók nokkur aukaslög á þessari stundu, síðan var bara að ná fókus og fyrsta verkefni dagsins var að sjá hversu langt við næðum að troða okkur í gegnum þvöguna áður en skotið reið af.  Skjúsmí, sorry, blakaði augnahárunum eins og ég gat og leiddi Þórólf í gegnum þvöguna og við náðum að mjaka okkur einhvers staðar á milli 3:30 og 3:15 héranna.  Komust ekki tommu lengra, horfðum hvort á annað og gátum ekki annað en flissað vandræðalega og ehemm... „við ætluðum hvort eð er að byrja rólega“.

Myndi segja að þetta væru einu „mistökin“ í öllum undirbúningnum fyrir maraþonhlaupið okkar.  En á móti kom að við vorum búin að ákveða að sama hvað kæmi uppá, þá myndum við bara takast á við það af yfirvegun, ekkert panikk. 

Það tók 2 til 3 km að koma okkur á réttan stað og detta í 4:30 gírinn.  Og svo var bara að rúlla þetta.  Við vorum búin að prenta út og plasta millitímana á 5 km fresti miðað við lokatíma 3:10 og ég var búin að næla miðann í pilsfaldinn svo það væri auðvelt að stemma sig af.  Þá var bara að reyna að negla hvern km á nákvæmlega réttum tíma og að öllu jöfnu vorum við 1 sek frá tímanaum okkar á hverjum km.  Mest skeikaði 8 sek undir á einum stað og 5 sek yfir þegar síga fór á seinni hlutann.  Eftir 14 km nákvæmlega á réttum tíma þá sagði ég við Þórólf að þessir 14 væru fyrir Gabríel, næstu 14 myndum við hlaupa til heiðurs Lilju og síðustu 14 væru fyrir okkur!   Þetta var það sniðugasta sem ég gat sagt á þessari stundu, því það var ekki séns að við færum að gera upp á milli barnanna okkar og næstu 14 km voru nákvæmlega á réttu tíma líka. 

Ég fékk ótrúlega mikla athygli í pilsinu mínu og konurnar sem voru að hvetja fíluðu þetta í botn.  Ég tók svo öðru hvoru í pilsfaldinn og hneigði mig þar sem ég var sérstaklega ánægð með hvatninguna og þá varð allt vitlaust.  Síðustu 14 km hugsaði ég um allar æfingarnar okkar og alla sem höfðu hjálpað okkur að komast hingað.  Ég hugsaði líka um alla þá höfðu trú á okkur, meiri trú á okkur en við sjálf jafnvel.  Ég hugsað um hinar afmælisstelpurnar í fjölskyldunni, Ástu systur, Söru bróðurdóttur mína og Diljá mágkonum mína.  Við hjónin minntum svo hvort annað reglulega á að njóta þess sem fyrir augu bar.  Nokkrir fimm aura brandarar voru líka látnir flakka og svo var náttúrulega pósað fyrir allar myndatökur.   

Þessi síðasti hluti hlaupsins var mjög súrrealískur, það virkaði eins og við hjónin værum á Fast Forward meðan allir aðrir væru í Slow Motion.  Var pínu truflandi því ég var alltaf að tékka hvort við værum að fara of hratt en það var ekki það, hinir voru bara að hægja á sér.  Fólk með krampa, fólk með í maganum, fólk að labba, fólk að ströggla og áfram héldum við.  Síðustu 10 km sá Þórólfur algjörlega um að halda uppi hraðanum, passaði uppá að við stoppuðum ekki of lengi á drykkjarstöðvum og var ótrúlega flottur.  Ég hugsaði oftar en einu sinni til hennar Helgu Árna síðustu 7 km Joyful.    

Þegar 5 km voru eftir sagði ég mínum manni að láta nú vaða og tryggja sér Boston tíma, ég var í góðum málum en ég fann að hann var ennþá sprækari en ég.  Við vorum nú samt samferða næstu 2 og þegar 3 km voru eftir  tók minn maður flugið og ég var að springa úr stolti. 

Missti aldrei sjónar af honum en sá bilið svona smá breikka milli okkar næsta km en var bara sátt við að halda sama dampi í mark.  Það entist ekki lengi, 2 km eftir og þá kem ég auga á kvenmannsrass soldinn spotta fyrir framan mig...  Og það var nákvæmlega það sem ég þurfti til að hysja upp um mig pilsið og ég sagði við sjálfa mig hingað og ekki lengra, engan helv... aumingjaskap!  Ef  hann getur þetta, þá get ég það líka og þá byrjaði endaspretturinn.  Hristi duglega upp í kollinum á mér og setti í fluggírinn, 41 km á 4:05, 42 km á 4:12 og síðustu 200 m var ég á 3:50 pace.  Ég reykspólaði fram úr tæplega 50 manns á þessum kafla og fann meira að segja aðra kellu sem ég fór fram úr í rennunni að markinu.

Brjálæðislega gaman að sjá tímann minn, undir 3:10 og sjá manninn minn sem var eitt stórt sólskinsbros og kom ekki við jörðina.  Hann tók á móti mér með opinn faðminn og lyfti mér upp í loft og snéri mér í hringi.  „Nú skal ég sko halda á þér ástin mín!“   Fullkomið.   

DSC06071

 

Afmælisbörn

I'm on the top of the...
 
Laugaskokkarar rúla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Eva og Þórólfur,

 Til hamingju með glæsilegt hlaup og frábæra tíma - svona á að rúlla upp maraþoni!!! 

 Hlaupakveðja,

Biggi Sævars

Birgir Saevarsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Örn elding

Til hamingju með hlaupið bæði tvö. Það var gaman að lesa lýsinguna, og endaspretturinum er magnaður. Það eru svona frásagnir sem hvetja mann sannarlega áfram á hlaupabrautinni. -  Örn elding.

Örn elding, 20.5.2008 kl. 22:53

3 identicon

Hvernig í ósköpunum fariði að því að halda svona nákvæmu tempói? Enn og aftur til hamingju! Það var gaman að samfagna

Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:13

4 identicon

Til hamingju bæði tvö frábært hjá ykkur og gátuð bætt í á endasprettinu geðveikt, við Elli vissum allan tíman að þið munduð rúlla þessu upp, við höfðum trú á prógramminu sem þið fóruð eftir.

Annabella Jósefsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:47

5 identicon

Til hamingju með þetta Eva.

Hér í Glitni eru allir stoltir af þér!

Ragnar Torfi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:31

6 identicon

Sæl Eva, Þetta var frábært hjá ykkur báðum. Til hamingju með frábæran árangur. Þú ert að verða okkar besta Maraþon kona. Ég er nú bara búinn að þekkja þig í eitt ár, en hvílikar framfarir hjá þér!!!!

Geir Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband