18.2.2008 | 08:57
Secretað í spað...
Skynsemin réði ríkjum hjá gömlu konunni á sunnudaginn, ákvað að fara frekar langt og vera spök en að keppa í 3000 og sjá hvort ég gæti ekki losnað við þetta tak í lærinu. Fór 18,55 km og það var eins og við manninn mælt, finn ekki fyrir þessu lengur. Ég er reyndar með þokkalega öflugar harðsperrur hingað og þangað, sérstaklega í kúluvarpshandleggnum .
Við héldum áfram að gera fínt hjá okkur, búin að mála Lilju herbergi og koma krökkunum þar fyrir á meðan við tökum Gabríels herbergi í gegn. Fengum smá pásu til að fara í afmæliskaffi hjá henni Dagnýju, Daníel litli frændi minn orðinn sautján ára töffari. Góð hleðsla þar, gúmmelaðið klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
Á leiðinni heim fórum við í Sorpu með flöskur sem Gabríel er búin að safna fyrir fótboltaferð í sumar. Við höfum varla undan, hann á marga góða að og nú eru nágrannar okkar í risinu búin að bætast í hóp velgjörðarmanna. Ég sat út í bíl á meðan Þórólfur fór inn með flöskurnar og var einmitt að hugsa að nú eru þau uppi eiginlega komin með allt til alls, eina sem þau virkilega vantar er þvottavél. Í því keyrir bíll upp að hliðinni á okkur og stoppar, með kerru í eftirdragi fulla af alls kyns dóti og þessari fínu þvottavél. Ég vippaði mér út úr bílnum og spyr hjónin hvort þau séu að fara að henda vélinni og hvort hún sé nothæf. 'Já, já í fínu lagi, þetta er Siemens vél, með nýjum mótor'. Og má ég kannski fá hana fyrir leigjendurna okkar??? 'Þó það nú væri, bara gaman ef einhver getur notað hana'.
Það var svoooo fyndið að sjá svipinn á Przemek og Karolinu þegar við bönkuðum uppá hjá þeim. Þau geta bara engan veginn trúað sínum eigin augum, held þau gruni helst að við séum í leyni að kaupa allt þetta dót handa þeim. Veit ekki hvort þau kaupi þetta með Secretið... .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með glæsilegan árangur um helgina. Ég held að leigjendurnir hafi örugglega verið að secreta til að fá bestu leigusalana og OMG það tókst!
Ásta (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.