Leita í fréttum mbl.is

One down, one to go...

Léttir parket sprettir voru á dagskrá í gær eftir vinnu.  Brunuðum í Húsasmiðjuna og fundum rosa flott parket, leigðum sög, sóttum parketið og byrjuðum að leggja það.  Þegar við vorum rétt byrjuð bankaði Przemek uppá með nýbakaðar fylltar pönnukökur handa okkur og spurði hvað væri eiginlega  í gangi, af hverju við hefðum ekki kallað í hann strax og fussaði bara þegar við sögðumst hafa ætlað að gefa honum smá break... Woundering.   Pawel slóst svo í hópinn og allt gekk þetta eins og smurð vél, mæla, saga, leggja og við náðum að klára fyrir klukkan 9.  

Fengum okkur smá kaffihle og þá kom í ljós að þetta var afmælisdagrinn hans Pawel.  Við sungum fyrir hann og sendum strákana svo upp að slappa af en við kláruðum að þrífa eftir okkur og mála síðustu umferðina á herbergið hans Gabríels.  Klárum að leggja parketið á það eftir vinnu í dag. 

Nú verður líka tekið á því í hlaupunum (engin miskunn) eftir tveggja daga 'HVÍLD'...  Agga er búin að plana hádegisskokk dauðans, það á víst að taka Jensinn.  Hef ekki prófað það áður, spennó Shocking.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá þig í hádeginu!

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband