22.2.2008 | 22:57
Að lifa fullu lífi (n.b. ekki fullur...)
Í dag vorum við hjónin í barneignarfríi. Eigum bæði inni nokkra daga og vorum bara fegin þegar dagmamman tilkynnti okkur að það væru nokkrir frídagar framundan hjá henni. Vöknuðum snemma og komum Gabríel í skólann, þurftum svo að taka á honum stóra okkar til að koma okkur af stað út í daginn. Vorum lúin eftir törnina í vikunni og svo var ég með skvísurnar úr vinnunni í heimsókn í gær og þá drollar maður fram eftir.
Eftir morgunskokk í Laugardalnum og smá hleðslustopp í Bakarameistaranum héldum við í IKEA að kaupa nýtt rúm fyrir Gabríel, kommóðu fyrir Lilju og eitt og annað sem okkur vantaði. Komum út þremur tímum síðar (reyndar með matarstoppi), nær dauða en lífi og það bjargaði okkur að pabbi gamli mætti á svæðið til að skutla rúminu heim.
Nýjasti þátturinn í ævintýrinu um risbúana: Nanna vinkona mín í vinnunni, kom til mín fyrir nokkru og sagði mér að hún hefði verið að tala um Przemek og co heima hjá sér og þá kom í ljós að manninn hennar vantaði duglega menn í vinnu. Þórólfur fór með Przemek að skoða vinnustaðinn í gær og honum leist svona líka vel á. Í dag gengu þeir Pawel frá sínum málum í Krónunni og byrja sem sagt í nýrri vinnu næsta mánudag!
Eftir að við komum heim fór Þórólfur af stað að kaupa lakk í Húsasmiðjunni, fara með bílinn í skoðun og fékk svo inni í bílskúrnum hjá pabba að pússa skákphurðir. Á meðan gaf ég krökkunum að borða, baðaði Lilju, hjálpaði Gabríel að læra og í því banka félagarnir í risinu uppá. Fyrst og fremst að þakka enn einu sinni fyrir sig en þegar þeir ráku augun í kassana úr Ikea þá kom ekki annað til greina en að fá að hjálpa til.
Þegar Þórólfur skreið heim núna rétt fyrir tíu þá ætlaði hann ekki að trúa sínum eigin augum, kommóðan komin saman, fötin á sinn stað og stákarnir að leggja lokahönd á rúmið hans Gabríels. Ég á alveg svakalega glaðan mann ákkúrat núna .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.