1.3.2008 | 14:12
Eeeiinnnn...
Fyrsta æfingin að baki og þetta gekk eins og í sögu hjá okkur. Þórólfur var reyndar með bölvaðan hausverk í gær, var líka eitthvað vakandi í nótt og var á báðum áttum hvort hann ætti að fara á æfingu. Óskilningsríka, eigingjarna eiginkonan vissi að eiginmaðurinn yrði náttúrulega algjörlega óþolandi restina af deginum ef hún næði ekki að plata hann með á æfingu, 'Þú kemur bara Hálftímann með okkur Öggu og sérð svo til...'.
26,55 km síðar komum við sæl og glöð heim saman, target pace 5:40 - 5:50, raun pace 5:44. Getur ekki verið betra. Ég skoppaði í sturtu og brunaði svo í bakarí að ná í gúmmelaði handa okkur í verðlaun. Sagði svo elskunni að þetta hefði nú verið alveg fyrirtaks æfing í því að komast yfir stress vegna svefnleysis fyrir maraþon og fékk í staðinn miklar ranghvolfingar augnanna .
Eftir matinn fór Þórólfur niður á gervigras til hans Gabríels í fótbolta og er ennþá að þannig að, ef eitthvað er þá er hann sprækari en venjulega. Lilja sofnaði þegar við komum heim af hlaupunum og sefur ennþá úti svo gamla konan er búin að eiga quality time með sjálfri sér, lufsast um húsið í sólinni, leggja sig og var að klára bókina hans Hrafns Jökulsonar, Þar sem vegurinn endar. Mykket bra!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir hlaupið ... og sérstaklega frásögnina af Glæpnum, nú bíð ég spennt eftir síðasta þættinum á morgun þótt ég hafi ekki séð nema hálfan þátt í þessari löngu seríu
Agga, 1.3.2008 kl. 17:30
Já takk sömuleiðis. Ótrúlega þægilegt og skemmtilegt hlaup. Og svo er það Forbrydelsen í kvöld!!!
Eva (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.