10.3.2008 | 13:25
Sunnudagur til sælu
Ekki náði ég í skottið á morgunhressum Vinum Gullu en ég lét það ekki á mig fá, skokkaði í áttina að miðborginni og spáði í hvert mig langaði að hlaupa. Fyrst datt mér í hug að hlaupa framhjá henni Guðrúnu Hörpu vinkonu minni á Sólvallagötunni því það er svo langt síðan ég hef séð hana. Þegar þangað var komið ákvað ég að reyna að hlaupa eins margar götur og ég gat, sem ég hef ekki hlaupið áður. Ég einbeitti mér að því að beygja alltaf til hægri ef autopilotinn sagði vinstri og öfugt.
Þetta var svona minningar og íhugunar hlaup. Hugsaði meðal annars um GHB, alla sem eru dánir sem mér þótti vænt um (kirkjugarður), þegar ég datt ofan í Tjörnina 6 ára (Tjörnin), þegar ég fór upp í topp á Hallgrímskirkju með henni Evu fræku minni sem ég sakna svo mikið (Hallgrímskirkja), að mig langaði alltaf til að vera kennari (Kennó), daginn sem ég átti hana Lilju (American Style), öll skiptin sem ég sá blátt strik á prikum sem við keyptum í Lyfju og hvað ég var alltaf glöð.
Og svo komst ég að því að það er miklu meira virði að upplifa það að verða svona ofsalega glaður, þó svo að maður orðið voðalega sorgmæddur í kjölfarið, heldur en að verða aldrei svona glaður...
Þegar ég kom heim þá drifum við okkur með hana Lilju í sunnudagaskólann og það fannst henni gaman. Hún dillaði sér við tónlistina, fékk að valsa um allt í friði og eftir á settust krakkarnir niður og fengu að lita og leira. Förum örugglega aftur.
Er líka búin með rúmlega dagskammtinn í dag, prógrammið sagði 5 km en litli hringurinn minn hérna í vinnunni sagði 6,58 km.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.