Leita í fréttum mbl.is

Frisk som en fisk

Andlega var ég algjörlega tilbúin að hvíla í dag en eftir sjálfsmeðferð (Orudis, eina íbúfen og fæturna upp í loft í gærkvöldi) þá vottaði ekki lengur fyrir eymslunum í kringum hnén.  Til að vera alveg viss prófaði ég að twista, gera hnébeygjur og hoppa...  Ergo, engin afsökun og skokkaði litla hringinn minn í hádeginu Woundering.

Gott að rifja upp markmiðin í hlaupunum öðru hvoru. 

Markmið númer eitt, tvö og þrjú er að geta hlaupið mér til skemmtunar þangað til ég hrekk upp af, södd lífdaga, í góðri elli.  Til þess að það gangi upp þarf ég að hugsa vel um líkamann minn, hlusta og bregðast við ef hann kvartar.

Aukamarkmið er að ná eins miklum árangri og ég get í hlaupunum, í hinum ýmsu vegalengdum svo fremi sem það stangast ekki á við markmið eitt, tvö og þrjú.

Þess vegna er ég algjörlega meðvituð um það að það er líkaminn minn sem stýrir hlaupaprógramminu mínu en ekki hlaupaprógrammið sem stýrir líkamanum mínum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér Eva mín. En heyrrru...geturðu ekki breytt stillingunum á kommentakerfinu þannig að maður þurfi ekki að skrifa heila ritgerð um sjálfa sig í hvert sinn sem maður kommentar?

Sóla (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:42

2 identicon

Er búin að taka út netfang aftur, get ekki í fljótu bragði gert þetta einfaldara...

Eva (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:34

3 identicon

Nú þarf bara að skrifa nafnið .

Eva (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband