Leita í fréttum mbl.is

Powerade #6

Þetta var eitt af þessum ofurljúfu hlaupum sem maður þakkar fyrir að eiga öðru hvoru.  Fór þétt af stað en passaði mig á hálkublettum, rann svo ljúflega niður dalinn, slakaði meira á þessum hluta en öllu jöfnu.  Tók svo vel á því síðustu 3 km enda nóg inneign eftir allar löngu æfingarnar og fannst ég sterk og létt á mér.  Tíminn bara alveg eins og hann átti að vera 42:37.

Fylgir því smá söknanartilfinning að Powerade serían sé búin í bili en fyrst og fremst ánægja með að hafa getað verið með í öllum hlaupunum og klárað með fullt hús stiga.  Erum búin að redda pössun fyrir kvöldið og hlakka til að hitta félagana á lokahófi Powerade í kvöld.

Vinnan býður í keilu í dag strax eftir vinnu en ég ætla afþakka pent og fara með fólkinu mínu í sund í staðinn.  Ætlum að stefna að því að gera það alltaf á föstudögum eftir vinnu, nýta frídaginn frá hlaupunum til fulls.

Rólegheita helgi framundan, 19 km á laugardag og 9 km pace á sunnudag, mmmm deilig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáumst í kvöld mín kæra

Bibba (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband