Leita í fréttum mbl.is

Hratt eða hægt

Fín kvöldstund í hópi góðra félaga á lokahófi Powerade.  Við hjónin fengum bæði verðlaun fyrir árangur í Powerade hlaupaseríunni og svo nældi ég mér í tvenn úrdráttarverðlaun, hlaupadagbókina og 2*stjörnumáltíð á McDonalds (thí hí). 

Það er ekki langt síðan að 19 km hefðu verið löng æfing en í dag er þetta stutt, alla vega miðað við laugardag.  Héldum af stað í frábæru veðri enn eina ferðina og hittum Glennur og Glanna í Laugum.  Hlupum fyrsta hlutann í humáttina á eftir ofursprækum Glennum, en eftir góða ábendingu frá henni Sigrúnu þá leyfðum við þeim bara að eiga sig og náðum fókus á okkar tempó.

Ég er algjörlega á því að löngu æfingarnar eigi að vera rólegar æfingar, en hafa verður í huga að rólegt fyrir einn getur verið hratt fyrir annan.  Mér myndi til dæmis ekki detta til hugar að taka langar æfingar með einhverjum sem væri að stefna á sub 3:00.  Í okkar prógrammi er miðað við að hlaupa löngu æfingarnar 40 - 80 sek hægar en maraþon pace.  Í  okkar tilfelli er það frá 5:15 - 5:55, æfingin í dag var á 5:24.  Lengri æfingarnar okkar, vel yfir tuttugu km hafa verið á ca 5:40. 

Flest maraþonprógrömm sem ég hef skoðað eru samsett af löngum úthaldsæfingum, styttri hraða æfingum og svo recovery hlaupum á milli.  Þetta samspil hraðaæfinga og úthaldsæfinga er svo fullkomnað á keppnisdag.  Séu löngu æfingarnar teknar of hratt þá gefur það auga leið að ekki er nægilega mikið þrek afgangs til að ná sama árangri í hraðaæfingum.  Eins er ég algjörlega með það á hreinu að það að taka löngu æfingarnar of hratt sé ávísun á meiðsli og algjörlega garanteruð leið til að viðhalda meiðslum.

Það er engin tilviljun hvaða tíma ég stefni á að hlaupa í Köben.  Miðað við tímana mína í 10 km og hálfu þá á ég að geta hlaupið maraþon á 3:10 (Race predictor).  Til að þenja mig ekki til hins ítrasta stefni ég á 3:15, sem þýðir 4:37 pace. 

Svo er bara að sjá hvort að þetta gangi ekki allt saman upp Cool.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Eva

Það verður gaman að fylgjast með ykkur. Þið eruð að gera rétt 

Elli (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:24

2 identicon

Til hamingju bæði tvö:) er innilega sammála með hægu löngu hlaupin.En það eru skiptar skoðanir með það eins og allt annað gangi þér vel að ná markmiðinu þínu.

Fjóla Þorleifsdottir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:17

3 identicon

Hæ!

Værirðu til í að stefna á 3:15:34 ég á nefninlega 3:15:33 ;)

Börkur (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:55

4 identicon

Nei

Eva (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:13

5 identicon

ooohhh.......... :(

Börkur (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband