17.3.2008 | 10:55
Hugarþjálfun
Fengum frábært tækifæri til að þjálfa andlegan styrk í maraþonprógramminu í gær. í fyrsta lagi þá hafði ég gleymt að converta mílum yfir í km á sunnudagsæfingunni, héldum að við ættum að taka 9 km á maraþon pace (4:36) en það voru víst 14,4. Þórólfur snillingur fattaði þetta á laugardaginn og fór í kjölfarið yfir allar tölur (veitti ekki af ). Vorum samt voða glöð að uppgötva mistökin í tíma.
Svo varð hún Lilja okkar lasin, var komin með yfir 39 stiga hita á laugardaginn og vaknaði klukkan fimm um nóttina, búin að baka risa súkkulaðiköku sem þurfti að fjarlægja hið snarasta. Vorum þess vegna frekar framlág og drusluleg þegar barnapían mætti upp úr átta.
Ég sagði við minn mann að ef þetta væri einmitt fyrirtaks andlegur undirbúningur, ef við gætum rúllað þessu upp, vansvefta og helmingi lengra en við áttum von á, þá þyrftum við ekki að hafa neinar áhyggjur af svefnleysi þegar þar að kemur. Og það gekk eftir, þessi æfing var ótrúlega auðveld fyrir okkur. Góð tilfinning.
Lilja litla er ennþá lasin, með háan hita, en hún er alveg ótrúlega skapgóð að venju og kúrir í fanginu á okkur til skiptis.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.