18.3.2008 | 20:39
Mmmmm brekkur...
Ný æfing í planinu hjá okkur, 6 * brekkuhlaup. Segi brekkuhlaup en ekki sprettir vegna þess að það er lögð áhersla á það í prógramminu að passa uppá hlaupastílinn, öndun og niðurstig í þessari æfingu og tekið fram að þetta sé ekki hugsað sem hraðaæfing. Við hlupum þá bara eins flott og við gátum eins hratt of við gátum, innpakkað í upphitun og niðurskokk.
Lilja skvísa er aðeins á batavegi, var nánast hitalaus í morgun en með rétt um 38 stiga hita núna áður en hún fór að sofa.
Gabríel var með í æfingamóti í fótbolta í dag, Þróttur og Valur voru að keppa í 6. flokki, eldra og yngra ár. Hann var með í öllum leikjunum, skoraði fullt af mörkum og stóð sig vel í markinu líka. Hann er algjörlega að finna sig í fótboltanum og hefur tekið gríðarlegum framförum á þessum vetri.
Nú erum við komin í Páskafrí öll fjölskyldan, þvílíkur lúxus, dæs... Við hjónin fáum líka að upplifa það í fyrsta sinn í rúmlega eitt ár, á föstudagsmorgun komandi að sofa út!!! Lilja og Gabríel fara nefnilega í æfingargistingu fyrir Köben pössunina hjá ömmu og afa í Norðurbrún .
Er vorið ekki örugglega að koma?
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.