21.3.2008 | 19:26
Og varðandi fyrsta hluta...
Fyrsti hluti (af sjö) úr grein sem fjallar um það sem þarf að hafa í huga þegar maður er að þjálfa sig sjálfur til að ná topp árangri.
Veldu rétta prógrammið!
Það eru til alls kyns hlaupaprógrömm og aðalatriðið er að velja hlaupaprógramm sem fellur sem best að þínum lífsstíl. Hversu oft í viku getur þú æft? Hvað er þitt markmið? Er markmiðið að klára hlaup eða að hlaupa á ákveðnum tíma? Maður gæti haldið að það væri augljóst að velja æfingaráætlun sem hentar þér, en margir hlaupara fara bara að hlaupa eftir einhverju prógrammi, af því þeir halda að það sé það sem þeir eiga að gera. Raunin er sú að ef þú velur hlaupaprógram sem þú getur fylgt og sem veitir þér ánægju, þá eru miklu meiri líkur á að þú náir þeim árangri sem þú stefnir að.
Við skoðuðum fullt af maraþonprógrömmum áður en við völdum okkar prógramm. Í fyrsta lagi þá vildum við ekki hafa það of langt, 12 vikur max. Það er erfitt að halda fókus í mikið lengri tíma en það og þá fara að detta út æfingar og mjög líklegt að maður verði búin að fá nóg áður en að hlaupinu kemur. Eins þá gátum við ekki hugsað okkur að láta dagskránna hjá öllum í fjölskyldunni snúast um okkur í lengri tíma en þetta.
Í öðru lagi þá völdum við þetta prógramm vegna þess að helgarnar eru vel nýttar, löng æfing á laugardögum og millilöng pace æfing á sunnudögum. Með vinnu og barnauppeldi þá gengur það bara ekki upp fyrir okkur að eyða miklum tíma í æfingar í miðri viku.
Í þriðja lagi þá er samsetningin á þessu prógrammi bara svo góð! Tvær strembnar vikur og svo ein rólegri í kjölfarið. Tvær auðveldar æfingar í vikunni og tvær góðar pace/tempóæfingar. Allt einhvern veginn eftir bókinni þegar maður spáir í það.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.