Leita í fréttum mbl.is

Í óbyggðum

Ohh hvað það var gaman hjá okkur í dag.  Fengum hálfa ættina til að snúast í kringum okkur, tengdapabbi og tengdamamma að passa krakkana og pabbi kom til að skutla okkur lengst út í buskann þar sem hann skildi okkur eftir.  Jóhanna skvísa slóst með í för og við lögðum af stað frá afleggjaranum að Skálafelli og í áttina heim, rétt fyrir 9.  Það buldi á okkur haglélið til að byrja með, svo fengum við sitt lítið að hverju á leiðinni, nema roki, fengum mikið af því Tounge.

Við skiptumst á að skýla hvort öðru, einn km í senn og þannig skotgékk þetta.  Maður vissi ekki af fyrr en röðin var aftur komin að manni.  Frábært hlaup í einu orði sagt og við vorum svo spræk og fín eftir þessa rúmlega 30 km að við ákváðum að kíkja á Sverri bróður og Diljá í sveitinni í miðdegiskaffi.   Þau eiga bæ/hús rétt fyrir utan Borgarnes og þar eru þau með tvo kálfa, nokkra hesta, rollur, tvo hrúta, tvo hunda og tvo ketti.  Þau eru líka með nokkrar hænur og Sverrir hefur verið duglegur að bera egg í systur sína.

Hún Lilja skríkti af kæti allan tímann sem við vorum þarna, svo spennandi að sjá öll dýrin og upplifa sveitina.  Sverrir bakaði svo dýrindis vöfflur ofan í mannskapinn og sendi okkur södd og sæl í bæinn eftir skoðunarferð um landið þeirra.

Höfðum varla tíma til að skipta um föt áður en við mættum í veislu hjá tengdó, sem bauð upp á plokkara og rúgbrauð.  Svo var náttúrulega hlaðborð af gúmmelaði eftirréttum sem var vel þegið eftir erfiði dagsins.  Var orðin frekar framlág upp úr átta og nú vorum við að klára að græja allt fyrir páskaeggjaleitina hans Gabríels í fyrramálið.  Frúin á heimilinu gróf djúpt í hæfileikapottinn og fann áður lítið nýtta teiknara hæfileika sem voru brúkaðir til að útbúa vísbendingar fyrir guttann.  Vona að þetta heppnist jafn vel í fyrramálið og að myndirnar séu jafn stórkostlegar og við höldum akkúrat núna...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þakka kærlega fyrir mig. Þetta var enn eitt hlaupaæfintýrið.

Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband