25.3.2008 | 20:43
Leyndarmál
Fyrir rétt rúmum tíu árum síðan, sat brotin kona í lítilli kjallaraíbúð í Hlíðunum. Hún reykti hverja sígarettuna á fætur annarri og tárin láku niður kinnarnar, í grásvörtum, maskaralituðum taumum. Hún hafði fengið símtal sem reyndist vera örlagaríkt, var tilkynnt um hin fullkomnu svik af síðustu tveim manneskjunum sem hún hélt að skiptu einhverju máli í lífi hennar. Hvernig gat þetta gerst, hvernig komst hún í þessa stöðu? Algjörlega alein, veik, skuldum vafin og ljót að innan sem utan. Í verstu ekkaskjálftunum horfði hún á fitukeppina hristast og grét ennþá sárar.
Svo stóð hún upp úr sófanum og náði í blað og penna og byrjaði að skrifa ljóð. Hún hafði aldrei skrifað ljóð áður og hefur reyndar ekki skrifað ljóð síðan. Hún skrifaði það og endurskrifaði og þegar langt var liðið á nóttina var hún ánægð með útkomuna. Hún las það aftur og aftur, þessa nótt, næsta dag, næstu vikur og mánuði. Svo þurfti hún ekki að lesa það lengur. Hún setti það í plastumslag og ofan í skúffu, síðar ofan í kassa með drasli sem fylgdi henni síðan.
Hún fann ljóðið aftur í tiltekt vegna framkvæmda um daginn. Hún gat ekki annað en brosað. Enda hafði hún hundrað milljón ástæður til þess, ef ekki fleiri. Það er sko ekkert leyndarmál.
My Cigarette
It's funny how much you remind me of smoking.
I know it's bad for me, I'm not stupid you know.
It's just that sometimes you feel so damn good.
Most of the time you are hurting me.
You are something I reach for when I'm lonely.
Can you believe I sometimes think I can't live without you?
It's funny how you remind me of my cigarettes.
I always knew that one day I would quit.
That one day is here, you know.
I'm going to keep on smoking for a while.
I'll quit that too, soon.
I feel I'm getting my life together.
I'm getting rid of my bad habits one by one.
I just realized you had to be the first one.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi tiltekna kona ætti að láta semja gott lag við þetta ljóð því að það er ansi skemmtileg hugsun þar að baki
Sóla (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:00
Vá, þessi tiltekna kona hefur aldeilis gert nákvæmlega sem hún einsetti sér í ljóðinu. Þessi tiltekna kona er ótrúlega aðdáunarverð
Ásta (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:15
Mér finnst hún alla vega hafa skánað með aldrinum. Gott að verða gamall Ásta .
Eva (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:27
Vá, flott pæling! Og enn flottara hvernig henni gekk að framkvæma hana :)
Agga, 27.3.2008 kl. 09:29
Flotta vinkona mín... ;-)
Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.