29.3.2008 | 20:31
Vann og bætti mig!
Algjörlega minn dagur í dag. Vaknaði spræk með dóttur minn kl. 5:50 . Ekkert hægt að væla yfir því, stundum er þetta bara svona, fórum snemma í bólið í gær sem betur fer.
Prógrammið sagði 32 km í dag svo við byrjuðum á að hlaupa 2 km upphitun til að byrja að safna upp í magn dagsins. Þrátt fyrir kuldann þá leið mér þrusu vel og þá var bara að láta vaða og sjá hvernig þetta færi. Alla leiðina út eftir var ég hálfpartinn á bremsunni því allt of margir km voru nálægt 4:00 en ég hafði hugsað mér að vera nær 4:15. Hljóp þetta ótrúlega létt og í rauninni var það bara rokið sem var aðeins að tefja mig síðustu 4 km, lungu og lappir stóðu sig með sóma. Ég gaf vel í síðasta km þegar ég sá fram á bætingu og hljóp hann á 4:06, nóg eftir. Þórólfur hljóp á 1:27:03, alveg samkvæmt sínu plani. Eftir stutt stopp og aðeins hlýrri fatnað, lögðum við hjónin aftur í hann á móti þeim sem ennþá voru að, til þess að klára skammtinn okkar. Náðum að kreysta úr okkur ca. 8 km í viðbót en þá vorum við líka alveg búin að fá nóg.
Var fyrst kvenna og bætti mig um tæpar tvær mínútur, lokatími 1:31:05. Við hjónin fengum svo sinn úrdráttarvinninginn hvort, 8000,- úttekt í Sportlandi og kassa af orkugeli.
Glennurnar fóru hamförum í dag, 4 bættu sig og ég held að Sóla eigi skilið hrós dagsins fyrir 11 mínútna bætingu og annað sætið, stelpuskottið farið að narta í hælana á mér, glæsilegt! Fleiri félagar voru með bætingar þrátt fyrir rokrassgatið og það þýðir bara eitt, fólk er greinilega í þrusuformi eftir veturinn. Ég held að það sé ráð fyrir okkur hlauparana að hætta að væla yfir veðrinu, það bara herðir mann!
Var að fá senda mynd frá honum Oddi vini mínum úr vinnunni.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju. Frábær árangur !!!
Bibba (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:59
Til hamingju aftur, glæsó! Já, það líklega bara herðir mann þetta andsk ... rok :)
Agga, 29.3.2008 kl. 21:57
Frábært hjá þér til hamingju,og svo áfram svona þá verður gaman að sjá tímann 18 maí...
hafdís (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:54
Frábært, til hamingju! Þú uppskerð eins og þú sáir
Rakel (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 10:43
Innilega til hamingju Eva! Þetta var mikill Glennudagur, hvort sem var í bætingu eða drætti, þ.e. útdrætti! Við Secret-eruðum þetta algjörlega!
Sóla (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:04
Glæsilegt, til hamingju bæði.
Ásta (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 13:57
Til hamingju með glæsilegan árangur.
Bogga (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:42
Til hamingju bæði tvö !
Guðrún Lauga Ólafsdóttir, 30.3.2008 kl. 15:37
Takk fyrir .
Eva Margrét Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 09:06
vá! til hamingju bæði tvö!
Helen Garðarsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.