1.4.2008 | 21:03
Lúin
Tökum Sólu á þetta, við hjúin erum lúin núna. Eftir endorfín kikk á laugardaginn og mjatl upp í 31 km, 19 km á sunnudaginn í hífandi roki, þá var mér allri lokið að þurfa að hlaupa 6,5 km í gær . Dreif mig nú samt út og lullaði með mín blýþungu læri í áttina að Elliðaárdalnum. Bjargaði mér að hitta hann Ella á leiðinni, með sitt sólskinsbros, lifði á því restina af æfingunni. Síðustu 2 km voru bara nokkuð þolanlegir og eftir teigjur, sturtu og snarl varð lífið aftur gott.
Í dag tók svo alvara lífsins við á nýjan leik, ekkert meira lull takk fyrir! 7 * 800 m sprettir á 4:00 pace, nokkuð krefjandi en vel viðráðanlegt. Allt á réttri leið.
Eins og svo oft þá hrúgast verkefnin einhvern veginn á mann í gusum. Alveg brjálað að gera í vinnunni (sem er gaman), Lilja á ofurspræku morgunhressu tímabili og lengsta vikan okkar í prógramminu. En fyrst við rúllum þessu upp þá tökum við þetta þon í nefið.
Hittum Sigga Smára í Laugum áðan og kom í ljós að hann er að fara til Köben líka. Ekki nóg með það, hann á líka afmæli 18 maí! Það þýðir bara að það verður tvisvar sinnum skemmtilegra hjá okkur ...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.