Leita í fréttum mbl.is

Lúin

Tökum Sólu á þetta, við hjúin erum lúin núna.  Eftir endorfín kikk á laugardaginn og mjatl upp í 31 km, 19 km á sunnudaginn í hífandi roki, þá var mér allri lokið að þurfa að hlaupa 6,5 km í gær Frown.  Dreif mig nú samt út og lullaði með mín blýþungu læri í áttina að Elliðaárdalnum.  Bjargaði mér að hitta hann Ella á leiðinni, með sitt sólskinsbros, lifði á því restina af æfingunni.  Síðustu 2 km voru bara nokkuð þolanlegir og eftir teigjur, sturtu og snarl varð lífið aftur gott.

Í dag tók svo alvara lífsins við á nýjan leik, ekkert meira lull takk fyrir!  7 * 800 m sprettir á 4:00 pace, nokkuð krefjandi en vel viðráðanlegt.  Allt á réttri leið. 

Eins og svo oft þá hrúgast verkefnin einhvern veginn á mann í gusum.  Alveg brjálað að gera í vinnunni (sem er gaman), Lilja á ofurspræku morgunhressu tímabili og lengsta vikan okkar í prógramminu.  En fyrst við rúllum þessu upp þá tökum við þetta þon í nefið.

Hittum Sigga Smára í Laugum áðan og kom í ljós að hann er að fara til Köben líka.  Ekki nóg með það, hann á líka afmæli 18 maí!  Það þýðir bara að það verður tvisvar sinnum skemmtilegra hjá okkur W00t...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband