3.4.2008 | 09:57
Spræk
Sprækari en nokkru sinni fyrr. Fínt hádegisskokk í gær og ég er úthvíld og endurnærð. Kroppurinn í algjöru toppformi, mmmmm. Tempóæfing á eftir og engin spurning um að rúlla henni upp.
Nýjasta Runners World komið og fullt af skemmtilegu lesefni. Í þessu blaði er sérstök áhersla lögð á konur í maraþonhlaupum (nákvæmlega!). Daginn fyrir Boston Maraþon verður nefnilega haldin USA undankeppni kvenna í maraþoni fyrir Ólympíuleikana.
Það er frábært viðtal við Deenu Kastor sem er líklegust til að vinna undankeppnina en það sem er enn skemmtilegra er að það eru viðtöl við nokkrar frábærara maraþon konur sem eru bara venjulegar konur, með venjulegan lífsstíl, þ.e. vinnu, fjölskyldur, börn o.s.frv. Gaman að sjá hvernig þessar konur eru að skipuleggja æfingarnar og dagana hjá sér. Deena Kastor talar t.d. um að hún leggur ofuráherslu á recovery, vegna þess hversu mikið hún leggur á líkamann. Hún sefur t.d. alla jafna 8-10 tíma á nóttu og leggur sig svo í 1-2 tíma á daginn. Ekki alveg í takt við minn raunveruleika....
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hvenær ætli hún vinni þessi blessaða hlaupakona..Fínnt að sofa á nóttunni en það er nú ekki tími til að sofa líka á daginn nema fá frí í vinnunni til að fara heim og leggja sig. Kannski maður fari og tali við yfirmanninn
Hafdís (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:12
mmhmmm..... er það takmarkið ? að skella sér á ólympíuleikana ?
why not !
Elfa (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.