9.4.2008 | 20:33
Bring it on
Lilja litla er að skríða saman. Var heima í dag hjá ömmu og pabba sínum til skiptis til að ná upp aðeins meira þreki áður en hún fer aftur til dagmömmu.
Það er alveg tjúllað að gera hjá mér í vinnunni og verður út þennan mánuð. Hafði yfirdrifið að gera fyrir en í dag fengum við fréttir um að þriðji maður í stóru verkefni sem við erum að vinna að er dottinn út... Eftir smá 'jæks' tilfinningu þá breytti maður í 'Bring it on' gírinn . Ég er ekki til sölu utan venjulegs vinnutíma svo í rauninni eru bara hægt að þétta dagana, ég bæti ekki við mig á annan hátt.
Æfingarnar fyrir Köben ganga eins og í sögu, tökum næstu 3 æfingar og hristum upp í þeim milli daga. Planið segir fimmtudagur tempó, laugardagur 35 km og sunnudagur 10 km. Við ætlum að fara 10 á morgun, keppa í Flóahlaupinu á laugardaginn og fara langt á sunnudag.
Milli æfinga látum við okkur ekki leiðast, ársfagnaður Glitnis verður haldin með pompi og pragt á laugardagskvöld. Eins og ég segi.... Bring it on .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Eva. Veistu nokkuð hvar ég get nálgast töflu sem sýnir level á bretti = tíma í 10 km. ég skal reyna að vera hnitmiðaðri. segjum að ég hlaupi ´með stillt á ´10 á brettinu tekur það mig klukkutíma að fara 10. kílómetra. En ef ég hleyp á 14 hvað tekur það mig langan tíma ég veit að ég get reiknað það út en það tekur frú mig bara smá tíma. Gangi þér vel, ég held alltaf áfram að lesa bloggið ykkar Bibbu og Öggu. kveðja guðrún helga
guðrún Helga (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:54
Já hérna er t.d. pace calculator: http://www.marathonguide.com/fitnesscalcs/pacecalc.cfm
Hérna er svo linkur á fleiri svona skemmtilegar reiknivélar:
http://www.marathonguide.com/fitnesscalcs/index.cfm
Eva Margrét Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:01
p.s. svo getur þú reyndar séð þetta á brettinu þegar þú ert að stilla hraðann, þá sýnir það paceið rétt á meðan.
Eva Margrét Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:03
takk kærlega fyrir . ég kíki á þetta. Gangi þér vel!!!!
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.