Leita í fréttum mbl.is

Flóinn, árshátíð og 33.

Dæs...  Föstudagskvöld, græjaði hjólið mitt fyrir sumarið og festingarnar fyrir barnastólinn.  Á laugardagsmorgun flúðum við Lilja svo úr pestarbælinu og prufukeyrðum hjólið.  Það tísti í henni þarna fyrir aftan mig og lang skemmtilegast að fara í holur og hristing.

Það var stelpuferð hjá okkur í Flóann.  Mamma kom með til að hlaupa 3 km með Lilju á meðan ég spretti mína 10.  Í fínum gír og hlaupið gekk glimrandi vel.  Bætti tímann minn aðeins og var fyrst kvenna.  Sparaði mig nú samt pínu til að klúðra ekki löngu æfingunni minni Wink.  Lilja fékk bronsið í 3 km hlaupinu með dyggri aðstoð ömmu sinna, sverja sig í ættina stelpurófurnar.

Það var ekkert elsku mamma þegar í bæinn var komið.  Í glamúrgallan og á frábæra árshátíð hjá Glitni.  Tókum öskubusku á þetta og vorum komin heim vel fyrir miðnætti.

Alein og yfirgefin af pestargemlingnum, elskunni minni, lagði ég að stað í bítið í snjókomu og fínheitum.  Byrjaði á að hlaupa öfugan Fossvogshring og hitti svo á Vini Gullu.  Hljóp með þeim upp að Árbæjarlaug þar sem hinir snéru við en ég hélt áfram og kláraði Powerade hringinn.  31,5 sagði garmurinn fyrir utan dyrnar hjá mér en þá var ég ennþá svo spræk að ég tók einn Austurbrún/Vesturbrún hring til að rúnna þetta af upp í 33 km.  Nokkuð kát með gömlu konuna en meðal pace var 5:21.

Amma og Lilja
hlaup 005

 

hlaup 009

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með árangurinn og gangi þér vel með restina fram aað Koben:)

Fjóla Þorleifsd (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:42

2 identicon

Til hamingju með bætinguna og Eva...nú verður þú að ná 3:11 í Kaupmannahöfn því að ég vil sjá þig efsta í "ársbesta 2008"!!!

Sóla (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Engin pressa...

Eva Margrét Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband