15.4.2008 | 12:23
Kílóin fjúka
Nei það var ekki svo gott að þetta væru mín kíló... Kallinn minn lét heldur betur á sjá í pestinni og var búin að missa hátt í 4 kg síðan í síðustu viku! Þetta er náttúrulega ekki hægt. Nú er það bara rjómabland og steikur í hvert mál (bara fyrir hann þ.e.a.s....).
Gat ekki annað en hlegið, í nýjasta RW var einmitt grein sem fjallaði um ástæður þess að fólk hleypur og hvernig maður eigi að æfa miðað við það. Sumir hlaupa til að bæta tímana sína, til að létta sig, sér til ánægju eða heilsubótar. Í hlutanum sem fjallar um þá sem hlaupa til að létta sig þá er sérstaklega tekið fram að maraþon þjálfun er ekki best til þess fallinn, þar sem flestir þyngjast aðeins frekar en léttast. Löngu æfingunum fylgir brjálæðislegt hungur og þá er maður að missa sig aðeins of mikið... Fyndið, nákvæmlega eins og ég upplifi þetta. Hálfmaraþon þjálfun er aftur á móti alveg kjörinn til að ná þannig markmiðum.
Tempó æfing hjá okkur á eftir og nú eru þær aftur að styttast, erum komin yfir hápunktinn á prógramminu. 45 mínútna pjúra ánægja framundan, jeiiiii....
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá gott að vita þetta held mig bara áfram við hálfu maraþonin!!
kv.Hildur Laugaskokkari
Hildur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:01
Já, maður ætti kannski bara að snúa sér að þeim
Ásta (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:35
Fínt að það skuli vera minnst á þetta í RW. Ég hélt að ég væri einstök þangað til í ljós kom að þú lentir í þessu líka. Núna er ég farin að hlaupa minna og léttast á ný. Weird man!
Sóla (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.