Leita í fréttum mbl.is

Kílóin fjúka

Nei það var ekki svo gott að þetta væru mín kíló...  Kallinn minn lét heldur betur á sjá í pestinni og var búin að missa hátt í 4 kg síðan í síðustu viku!  Þetta er náttúrulega ekki hægt.  Nú er það bara rjómabland og steikur í hvert mál (bara fyrir hann þ.e.a.s....).

Gat ekki annað en hlegið, í nýjasta RW var einmitt grein sem fjallaði um ástæður þess að fólk hleypur og hvernig maður eigi að æfa miðað við það.  Sumir hlaupa til að bæta tímana sína, til að létta sig, sér til ánægju eða heilsubótar.  Í hlutanum sem fjallar um þá sem hlaupa til að létta sig þá er sérstaklega tekið fram að maraþon þjálfun er ekki best til þess fallinn, þar sem flestir þyngjast aðeins frekar en léttast.  Löngu æfingunum fylgir brjálæðislegt hungur og þá er maður að missa sig aðeins of mikið...  Fyndið, nákvæmlega eins og ég upplifi þetta.  Hálfmaraþon þjálfun er aftur á móti alveg kjörinn til að ná þannig markmiðum.

Tempó æfing hjá okkur á eftir og nú eru þær aftur að styttast, erum komin yfir hápunktinn á prógramminu.  45 mínútna pjúra ánægja framundan, jeiiiii....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá gott að vita þetta held mig bara áfram við hálfu maraþonin!!

kv.Hildur Laugaskokkari

Hildur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:01

2 identicon

Já, maður ætti kannski bara að snúa sér að þeim

Ásta (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:35

3 identicon

Fínt að það skuli vera minnst á þetta í RW. Ég hélt að ég væri einstök þangað til í ljós kom að þú lentir í þessu líka. Núna er ég farin að hlaupa minna og léttast á ný. Weird man!

Sóla (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband