Leita í fréttum mbl.is

Maraþon pace

Æfing dagsins, 16 km á maraþon pace og nú finnur maður að æfingarnar eru að skila sér, veld vel þessum hraða.  Ég var ein í morgun í Laugum, Þórólfur fór með Gabríel til Keflavíkur á fótboltamót.

Feðgarnir lögðu af stað vel fyrir klukkan átta í morgun og Gabríel spilaði 6 leiki, skoraði 6 mörk og þrennu í einum leiknum!  Þeir komu heim rúmlega þrjú og guttinn var ekki búin að vera heima í meira en korter áður en hann tölti niður á gervigras til að leika sér, þvílíkt úthald.

Við mæðgur fórum í Húsdýragarðinn í dag og það var þvílíkt gaman að sjá hana Lilju skoða dýrin.  Hún skríkti af kæti þegar hún sá selina, grísina, geiturnar en var pínu hrædd við refina og hestarnir voru aðeins og vinalegir.  Hænurnar, kanínurnar og hreindýrin voru líka þvílíkt spennandi.

Hérna er smá myndband af Lilju, er að fíla rappið í botn.  Wazzup....

Annars er hugurinn hjá Glennunum og öðrum félögum sem eiga stóran dag á morgun.  Komaso Glennur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband