Leita í fréttum mbl.is

Heima er best

Undanfarna daga hef ég verið að vinna að verkefni sem krafðist viðveru á Kirkjusandi.  Þegar ég byrjaði að vinna hjá Glitni varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum að vinnustaðurinn minn væri hérna upp á Lynghálsi, var búin að sjá fyrir mér að ég gæti rölt í vinnuna samferða manninum mínum. 

Eftir hafa verið á Kirkjusandi í nokkra daga, sem n.b. var mjög skemmtileg tilbreyting og ég á eflaust eftir að vinna töluvert meira þar, þá saknaði ég þess að geta ekki gætt mér á eðal kaffinu okkar hérna, maturinn hérna er líka miklu betri og fólkið í eldhúsinu ótrúlega vinalegt.  Svo gott að setjast eða standa við skrifborðið mitt hérna.  Ég er svo ánægð að vera komin 'heim'  Grin.

Í dag er hlaupahvíld hjá okkur hjónum því við ætlum að reyna að blasta soldið í ÍR hlaupinu á morgun sem við skiptum út fyrir tempó æfingu.  Væri nú ekki leiðinlegt að ná smá bætingu í 5 núna.  Sjáum hvað setur og hvernig þessar langhunda æfingar fara með 'stutta' formið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband