24.4.2008 | 21:34
Dæmalaust góð byrjun
Sumarið byrjaði snemma hjá okkur, mjöööög snemma. Litli sólargeislinn okkar ákvað að byrja að láta ljós sitt skína kl. 5:42, alveg í þrusustuði . Eftir hálftíma samningaviðræður gáfumst við upp og sættum okkur við að þetta sumar byrjaði alveg extra snemma...
Afi Þór mætti til okkar fyrir klukkan ellefu og við lögðum í hann, öll fjölskyldan, niðrí bæ þar sem við Þórólfur tókum þátt í Víðavangshlaupi ÍR. Ég hafði svona verið að gæla við að reyna að komast undir 20, átti alveg fræðilegan möguleika á því. Spurning bara hvaða áhrif öll þessi langhlaup hafa á hraðann í svona stuttu.
Í Ráðhúsinu hittum við meðal annarra Bigga Sævars og óskuðum honum til hamingju með frábæran árangur í London Maraþoninu og hann sagðist ætla að taka því rólega í dag, hlaupa á ca. 20 mín. Gat ekki passað betur og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að reyna að halda í við hann. Við spjölluðum aðeins meira saman og rifjuðum upp 5 km hlaup sem ég hljóp haustið 2006, þá ólétt af Lilju. Ég var svona að miða við að hlaupa á ca. 25 mínútum og fljótlega var ég samferða manni sem ég þekkti ekki, svona skiptumst aðeins á að leiða og hlupum svo heilmikið saman. Í lok hlaupsins kom í ljós að þetta var pabbi hans Bigga og hann náði sínum besta tíma í þessu hlaupi, enduðum á rétt rúmum 24 mín.
'Ég skal bara gefa þér í sumargjöf frá pabba að pace-a þig undir 20'. Svona er lífið stundum ótrúlega skemmtilegt. Maður hafnar að sjálfsögðu ekki svona boði og um leið er ekkert inní myndinni annað en að standa sig. Við hlupum af stað, garmurinn minn fór eitthvað í stöppu og sýndi tóma dellu þannig að ég þurfti bara að treysta á hérann minn. Fyrstu 3 km voru ekkert mál, létt á mér og mjög ánægð með þetta allt saman. Fjórði km var erfiður, bara einn tveir og þrír þá var eins og allt bensín væri að klárast. Fimmta km þurfti ég á allri minni þrjósku, öllum fleygum setning, möntrum og síðast en ekki síst að hugsa um það að ef ég klúðraði þessu núna væri ógeðs km 4 hlaupinn til einskis... Biggi var ótrúlega góður, hvatti mig áfram á sinn ljúfa máta og skilaði gömlu konunni í mark á 19:42. Segi nú bara eins gott að ég var ekkert að fylgjast með hraðanum, hefði sennilega panikkað, því við vorum nær því að hlaupa á 3:50 en 4:00 (brautin er rétt rúmlega 5 km). Þvílíkt kikk, ótrúlega ánægð með að ná þessum áfanga.
Þórólfur hljóp á 18:42 og náði sínum markmiðum að hlaupa undir 19. Afi Þór tók góðan labbitúr með Lilju á meðan við hlupum og Gabríel hljóp með mér einn hring í kringum Tjörnina eftir hlaupið.
Rukum beint heim og í sparigallan því okkur var boðið í fermingu hjá Agli Fannari, stráknum hennar Þórdísar vinkonu minnar. Ekki ónýtt að komast í dýrindis veislumat, gúmmelaði og góðan félagsskap svona beint eftir átökin.
Nú sitjum við hérna hlið við hlið hjónin, frekar lúin en glöð eftir góðan dag. Trúi því að þetta verði sérstaklega skemmtilegt sumar!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jeiii!!! Til hamingju og gleðilegt sumar!
GHB (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:15
Vá, flottur tími, til hamingju. Góð byrjun á sumrinu hjá þér.
Guðrún Lauga Ólafsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:23
Geggjað gaman. maður verður mjög meðvirkur að lesa þennan pistil
Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:06
Glæsilegur árangur Eva og enn ein rós í hnappagatið. Nú er það bara að taka BESTA tímann í Kaupmannahöfn!! Gefa sjálfri sér góða afmælisgjöf, you know :-)
Sóla (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:12
Rosa flottur árangur hjá þér - gaman að lesa bloggið þitt! Sjáumst í hlaupunum í sumar :) Hlakka svo til að sjá hvernig þér mun ganga í Köben
Birna Varðar (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.