Leita í fréttum mbl.is

Síðasta langa í bili

Tengdapabbi kom og sótti okkur í bítið og henti okkur út í hávaðaroki í Skálafelli.  Við vorum frekar illa búin miðað við að vera komin á fjöll, ekki alveg að fatta að við værum að fara á milli veðrakerfa...  En þetta slapp til, ískaldur vindurinn náði ekki að frysta alveg af okkur eyrun þar sem við hlupum í átt að bænum, eins og álfar, ekki með húfu og í léttum vestum yfir þunna peysu.  Prísuðum okkur sæl að hafa ekki farið í kvartbuxum eins og við vorum að spá í... FootinMouth.

Fyrstu 11 km liðu svo fáranlega hratt, við bókstaflega fukum niður fjall og vorum aðallega að passa okkur á að fjúka ekki út af veginum.  Næstu 11 km vorum við komin í blíðuna, ennþá með vindinn í rassinn bara svona rúll.  Síðustu 11 km liðu svo aftur ótrúlega hratt og ég get svarið það ég var næstum með smá samviskubit yfir því hvað þetta var létt.  Ekki það við vorum sko alveg fegin þegar við komum heim, síðasta æfingin búin og enginn hlaupaleiði, ekkert vesen... 

Það er kannski ekki alveg að marka því fyrir okkur hjóninn eru þessa löngu æfingar eiginlega okkar 'quality time', bara tvö saman.  Við förum aldrei í bíó eða eitthvað annað út, öll pössun fer í hlaupin.  Í dag þá vorum við eiginlega bara í hláturskasti fysta hlutann og létum eins og asnar, svo er ósköp gott að þegja með einhverjum sem maður þekkir svona vel og síðasta hlutann þá erum við svo grobbinn með okkur að við skiptumst á að segja hvort öðru hvað við séum nú dugleg og æðisleg og svo flissum við yfir því hvað við erum væmin og asnaleg...

Það var tekin svona þríþrautarskipting þegar heim var komið því Gabríel var að keppa í handbolta og því má maður ekki missa af.  Í sturtu, fötin, troða í sig brauðsneið, vekja Lilju og bruna út í Gróttu.  Gabríel og félagar hans í Þrótti voru alveg ótrúlegir, maður heyrði lýsingarorð eins og mulningsvélin...  Þeir unnu alla leikina sína og það var frábært að sjá hvað þessir guttar voru kurteisir og flottir á vellinum.

Vorum að skríða heim og ekki fyrr komin inn úr dyrunum en að Gabríel klæddi sig í fótboltaskóna og skokkaði niðrá gervigras.  Þórólfur er að herða sig upp í að fara á eftir honum, sýnist hann vera kominn í gallann  Kissing.

Ps. frá síðasta bloggi.  Gleymdi einu mikilvægu varðandi ÍR hlaupið, kenni um súrefnisskorti vegna áreynslu...  Takk fyrir alla hvatninguna!!!  Á tímabili var ég farin að hugsa að það hlytu að vera fleiri Evur en ég þarna, óteljandi 'Komaso Eva', 'Áfram Eva', 'Flott hjá þér Eva'.  Síðustu 2 km þá var hvert hvatningarorð eins og nokkrir bensíndropar á tankinn og hélt manni gangandi að næsta 'Áfram Eva'.  Vona að mér endist ævin til að endurgjalda allan stuðninginn sem ég hef verið svo heppin að fá að njóta í gegnum tíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé ykkur í anda á heiðinni, hvað var meðaltempóið?

Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

5:19

Eva Margrét Einarsdóttir, 27.4.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband