9.5.2008 | 11:00
Afmæli
Einn af þessum frábæru dögum sem maður á. Þann 7. maí 2002 fór ég í fyrsta skipti út að hlaupa eftir hvatningu frá henni Bibbu minni. Síðan þá er ég búin að hlaupa 10.128 km! Árið stefnir í algjört metár hjá mér bæði í km fjölda og í ár er ég búin að bæta mig í 5 km, 10 km og hálfu marþoni.
Samtals hlaupið | ||
Hlaup Km | ||
Samtals 2002 | 690 | |
Samtals 2003 | 1488 | |
Samtals 2004 | 1346 | |
Samtals 2005 | 2244 | |
Samtals 2006 | 1423 | |
Samtals 2007 | 1776 | |
Samtals 2008 | 1161 | |
Frá upphafi | 10129 |
Er svo glöð að við ákváðum að vera með í Icelandair hlaupinu í gær. Við hlupum á maraþon pace og virkilega gott veganesti að finna hversu vel maður ræður við hraðann núna. Missti mig aðeins í hérahlutverkinu... Tek eina róandi næst .
En alla vega þá var hún Helga Árna að standa sig frábærlega og náði markmiðinu sínu, hljóp þetta með glæsibrag á 31:58 og hún fær að sjálfsögðu hrós dagsins. Ótrúlegur nagli síðasta spölinn þegar þreytan var verulega farin að segja til sín, spólaði fram úr hverjum hlauparanum á fætur öðrum, með brjáluðu nasista kerlinguna gargandi sér við hlið. You go girl!
Endaði kvöldið svo með Glennunum á myndakvöldi frá Boston. Glennurnar eru náttúrulega bara snilld, dæs. Þvílíkt saman safn af jólasveinum, þó víða væri leitað... Much love my sistaz, get ekki beðið eftir næsta stóra Glennuþoni!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með hlaupa-afmælið!
Og vá, já, takk fyrir að draga mig áfram í gær. Úff, þú varst nú meiri vargurinn þarna síðustu 2 km Þarna var ég mikið farin að sjá eftir því að hafa fengið að fylgja ykkur eftir!!! Alveg búin á því! En lokaspretturinn var skemmtilegur. Gaman að fá hvatninguna frá þér, og Sigrúnu. Held barasta ég mæli með þér sem Rekstrar-hlaupa-stjóra!! (Með fyrirvara um að fólk hafa andlegan þroska í að halda aftur af sér í að ráðast á hérann þegar maður er alveg búinn á því og e-r brosandi manneskja við hliðina á manni gargar á mann og skipar manni að fara fram úr næsta manni!!!)
Þúsund þakkir enn og aftur. Gaman að hafa náð þessu!!!! Íha!
Helga Árna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:08
Já til hamingju með það og svo þessar frábæru myndir sem eru teknar af þér brosandi á endaspretti. Ég var einmitt búin að panta þetta bros einhverntíma þegar þú mættir vera að ;)
Bibba (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:37
Til hammó með ammó! Frábær árangur hjá Helgu og geðveikt fyndið að sjá þig svona glaða í hlaupi :-)
Sóla (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:49
Fyrir þig Bibba mín, anytime (bara upptekin þann 18. manstu... )
Eva (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.