Leita í fréttum mbl.is

Rútínan

Viku hlaupaleysi lokið og hrikalega gott að komast út aftur.  Þessi vika verður á rólegu nótunum, hlaup annan hvern dag og í næstu viku er komin tími til að koma sér í gírinn aftur. 

Frábær helgi að baki.  Fórum með guttann okkar á Indiana Jones.  Þórólfur keypti miða áður en við fórum út og þegar við komum heim var komin tölvupóstur, 'Þú varst einn af 50 sem unnu Indiana Jones hatt og svipu...'.  Gabríel alsæll. 

Á sunnudaginn var kaffiboð hjá okkur, aðallega til þess að geta hitt fjölskylduna án þess að þau væru að koma til að passa eða fara eftir að hafa passað...

 Gaman að heyra af honum Gunnlaugi og frábæru 24 stunda hlaupi hjá honum í Borgundarhólmi, 217,7 km, það er alvöru og jafnframt Íslandsmet.  Glæsilegt, enda er hann skáfrændi minn eða ég segi það alla vega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband