30.5.2008 | 11:10
Spoke too soon...
Bleh, bleh, bleh ekkert mál að skokka upp og niður Esjuna... Ég er með harðsperrur dauðans í lærunum, þær komu bara ekki fyrr en í gær og eru bara nokkuð kröftugar ennþá.
Karlinn minn er ekkert skárri en hann fór í Bootcamp með bróður sínum í vikunni. Hann tók aðeins of vel á þvi, var svo fljótur að hlaupa að hann þurfti að gera armbeygjur og hnébeygjur meðan hinir kláruðu. Getur varla burstað tennurnar og í gær þá kallaði hann á mig inn í eldhús, þar stóð hann með vonleysis svip og tissjú í hendinni. Lilja hafði sullað graut á gólfið... 'Ertu til í að þurrka þetta upp, get ekki beygt mig svona langt niður...'
Annars er bara fjör í félagslífinu. Skokkaði aðeins með Oddi vinnufélaga mínum og Glitnishópnum í gær eftir vinnu og fór svo með mömmu í bíó, á 'Love in the time of cholera'. Frábær kvöldstund með mömmu minni. Í dag er óvissuferð með vinnunni, allt að gerast...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fékk líka þær rosalegustu harðsperrur í lærin sem um getur eftir fyrstu BootCamp æfinguna mína, en síðan ekki söguna meir Innilega til hamingju með tímann í Köben - þú ert stjarna!
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 13:48
Úff, það var planið að ég færi með svilkonu minni í næstu vikur í Bootcamp, veit ekki hvort ég legg í það. Ég er annars alveg að losna við Esju harðsperrurnar, passar akkúrat, næsta Esja annað kvöld
Eva Margrét Einarsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.