Leita í fréttum mbl.is

Esja #2

Fór með Sigrúnu, Öggu og Ólöfu hans Davíðs.  Var nú ansi þungt yfir og hífandi rok en sem betur fer fengum við það í rassinn á leiðinni upp.  Í þetta sinn fór ég vinstra megin upp og tíminn upp að Steini 31:02.  Hífandi hávaðarok og ég sat í hnipri bak við Stein þangað til stelpurnar komu og við blöstuðum niður aftur.  Samtals tími upp og niður (lengri leiðina, niður) var 50:32.  Ég reyndi að taka mynd af klukkunni uppi með merkið í baksýn en það var ekki séns að halda höndinni stöðugri!  Náði myndi í skjóli, verður allt að vera skráð og myndað...

IMG00049
IMG00051
IMG00053

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

31 mín!  Það verður bara full vinna að hanga í þér á Laugaveginum!

Þú ert í svaka formi.

Börkur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:54

2 identicon

Ég held að þú getir gleymt því Börkur að ætla að reyna að halda í við hana. Eva neglir þetta á met-tíma. Eva var til dæmis komin langleiðina niður áðan þegar ég var enn að dandalast í grjótinu þarna í efra........

Sigrún (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:01

3 identicon

Þurftirðu að taka mynd af þessu? Heldurðu virkilega að við trúum þér ekki eða hvað? Ég held bara að þú vinnir Laugaveginn í ár

Sóla (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:33

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Myndirnar eru nú bara fyrir mig Sigrún.  Með myndunum þá næ ég að endurupplifa stemmninguna og tilfinninguna á þessari stundu

Eva Margrét Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:17

5 identicon

Þetta var hún Jólrún sem átti þetta komment með myndirnar ekki ég..........

Sigrún (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já ég var einmitt að spá í þessa double kommenta áráttu þína  HAHAHAHAHHA... 

Eva Margrét Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband