Leita í fréttum mbl.is

100 km hlaup

Ótrúlega gaman að fá að taka aðeins þátt í upplifuninni hjá þessum hetjum sem kláruðu fyrsta 100 km hlaupið á Íslandi! 

TIL HAMINGJU ÖLL SAMAN, ÉG DÁIST AÐ YKKUR!

Fór strax í morgun og hljóp 26,5 km, mestan hlutann með Sigrúnu Glennu.  Eftir hádegisbita hjá mömmu og pabba fórum við stelpurnar, mamma, Lilja og ég í Kvennahlaupið í Garðabæ.  Þetta var 10. Kvennahlaupið sem við mamma tökum þátt í og í þetta skipti fórum við litla hringinn, 2 km í ausandi rigningu!  Eftir kaffi hjá tengdó og smá slökun hjá mömmu og pabba þá gat ég ekki hamið mig og skaust niðrí Elliðaárdal aftur og tók einn hring til og rúmlega það.  Samtals gerði dagurinn þá hjá mér rétt tæpa 40 km!   

Nú er maður komin í partýgallann, þrítugsafmæli hjá Ings vinkonu minni og samstarfskonu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tæpir 40 km?? JFC! Dúgglegúr!

Sóla (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband