12.6.2008 | 11:08
Esja #5
Sprakk nánast á limminu eftir allar æfingarnar um helgina og var gjörsamlega búin á því mánudag og þriðjudag, með kvef í ofan í allt saman. Dagskráin var pökkuð af öðru en hlaupum á mánudaginn, var að non stop frá hálf sjö til hálf ellefu um kvöldið... Skokkaði heim úr vinnunni á þriðjudaginn, þreytt, þreytt, þreytt...
En í gær fór ég að koma til aftur. Hádegisskokkið var frábært í góða veðrinu og Esjan var aftur orðin freistandi seinnipartinn. Fór lengri leiðina upp og var ekkert að þenja mig. Labbaði meira upp fyrri partinn en síðast og þetta var allt saman miklu auðveldara. Var mjög ánægð með tímann miðað við álag, 34:56 og ekki síst niður aftur en ég finn það ennþá betur á leiðinni niður hvort ég sé þreytt eða ekki. Var rétt innan við 20 mínútur niður án þess að hafa of mikið fyrir því.
Fólk er alveg ótrúlega vinalegt í fjallinu og flestir bjóða góða kvöldið þegar maður mætir þeim. Ég þarf að passa mig á því á leiðinni niður að vera ekki að líta upp og brosa til fólks því það er eins gott að hafa augun á jörðinni svo maður stígi ekki feilskref. Á samt alltaf til nóg af 'Góða kvöldið' það verður að duga svo ég fljúgi ekki á hausinn...
Ótrúlega fallegur dagur og útsýnið engu líkt. Þvílík forréttindi að hafa eitt stykki Esju nánast í bakgarðinum.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, 35 mínútur. Ég var að ganga Esjuna í gær, erfiðari leiðina reyndar og var 70 mín Var reyndar ekkert að flýta mér en,........
Steini Thorst, 12.6.2008 kl. 11:32
Til lukku með Álafoss.
Ásta (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:45
Takk, takk .
Eva Margrét Einarsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.