Leita í fréttum mbl.is

Álafosshlaupið

Dreif mig í Álafosshlaupið í gær, þurfti þá reyndar að sleppa fyrri partinum af Skapandi skrif námskeiðinu en þá var bara að reyna að hlaupa hratt og ná seinni hlutanum... 

Fann fyrir töluverðri þreytu í lærunum eftir Esjuhlaup og önnur hlaup í vikunni og strax eftir fyrsta km fann ég að ég þurfti að slaka aðeins á.  Ég var svo heppinn að hafa fyrirtaks héra sem hélt mér við efnið, hana Hrönn.  Hún hljóp þetta hlaup alveg rosalega vel, orðið 'fallega' kemur upp í hugann.  Ansi hrædd um að tíminn minn hefði verið miklu lakari ef ég hefði ekki haft það sem markmið að missa ekki sjónar af henni.  Tíminn 38:42 en það er bæting um rúmar tvær mínútur.

Lukkan hefur verið mér heldur betur hliðholl eins og svo oft.  Fékk tvo frosna kjúklinga í úrdráttarverðlaun, Janus ullarpeysu í 2. verðlaun í hlaupinu og svo var ég rétt í þessu að landa rauðvínspottinum í vinnunni!  Verð seint valin vinsælasta stúlkan af vinnufélögunum í rauðvínslottóinu...

Skapandi skrif stóð svo sannarlega undir væntingum og ég hlakka til að fara á framhaldsnámskeið í haust.  Reikna með að gefa út fyrstu skáldsöguna fyrir jól (ekki alveg búin að ákveða hvaða jól samt Grin ).  Er komin með nafnið á hana, aðalpersónurnar, plottið og endinn.  Þarf bara að koma þessu á blað!

Annars bara löng og góð helgi framundan.  Byrja á að fara í 90 mínútna 'Heildræna meðferð' í Laugar Spa núna eftir vinnu, afmælisgjöf frá Glennunum.  Útskriftarveisla hjá Guðrúnu Hörpu vinkonu á laugardaginn.  Gullspretturinn á Laugavatni á sunnudaginn. 

Það er svo aldrei að vita nema maður verði bara í bústaðnum eitthvað fram í næstu viku, verðum í frí fram á miðvikudag.  Getur ekki verið betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband