13.6.2008 | 15:29
Álafosshlaupið
Dreif mig í Álafosshlaupið í gær, þurfti þá reyndar að sleppa fyrri partinum af Skapandi skrif námskeiðinu en þá var bara að reyna að hlaupa hratt og ná seinni hlutanum...
Fann fyrir töluverðri þreytu í lærunum eftir Esjuhlaup og önnur hlaup í vikunni og strax eftir fyrsta km fann ég að ég þurfti að slaka aðeins á. Ég var svo heppinn að hafa fyrirtaks héra sem hélt mér við efnið, hana Hrönn. Hún hljóp þetta hlaup alveg rosalega vel, orðið 'fallega' kemur upp í hugann. Ansi hrædd um að tíminn minn hefði verið miklu lakari ef ég hefði ekki haft það sem markmið að missa ekki sjónar af henni. Tíminn 38:42 en það er bæting um rúmar tvær mínútur.
Lukkan hefur verið mér heldur betur hliðholl eins og svo oft. Fékk tvo frosna kjúklinga í úrdráttarverðlaun, Janus ullarpeysu í 2. verðlaun í hlaupinu og svo var ég rétt í þessu að landa rauðvínspottinum í vinnunni! Verð seint valin vinsælasta stúlkan af vinnufélögunum í rauðvínslottóinu...
Skapandi skrif stóð svo sannarlega undir væntingum og ég hlakka til að fara á framhaldsnámskeið í haust. Reikna með að gefa út fyrstu skáldsöguna fyrir jól (ekki alveg búin að ákveða hvaða jól samt ). Er komin með nafnið á hana, aðalpersónurnar, plottið og endinn. Þarf bara að koma þessu á blað!
Annars bara löng og góð helgi framundan. Byrja á að fara í 90 mínútna 'Heildræna meðferð' í Laugar Spa núna eftir vinnu, afmælisgjöf frá Glennunum. Útskriftarveisla hjá Guðrúnu Hörpu vinkonu á laugardaginn. Gullspretturinn á Laugavatni á sunnudaginn.
Það er svo aldrei að vita nema maður verði bara í bústaðnum eitthvað fram í næstu viku, verðum í frí fram á miðvikudag. Getur ekki verið betra.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.