Leita í fréttum mbl.is

Esja #6

Í kofanum

Gabríel og Lilja að drekka te í kofanum út í garði. 

Á mörkunum að ég færi upp Esjuna í gær því ég er búin að vera að drukkna í kvefi og slappheitum.   Sleppti meira að segja Gullsprettinum, þá er það slæmt.  En þegar Esjan kallar þá verður maður að láta sig hafa það.  Labbaði upp í þetta sinn, fór vinstra megin og var 36:08 upp að Steini.  Reyndi bara að njóta þess að horfa soldið í kringum mig og gefa mér tíma í að finna bestu leiðina upp.  Prófaði svo í fyrsta sinn að hlaupa niður sömu megin og það fannst mér alveg frábært, miklu betra en að hlaupa lengri leiðina.  Maður getur hlaupið niður með jöfnum hraða alla leiðina og er aldrei í neinu stórgrýti, losnar alveg við stressfaktorinn sem fylgir því að hlaupa niður skriðurnar.

Esjan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agga

Velkomin í kvefklúbbinn :) Já, sneddí að prófa vinstri leiðina niður, ég ætla að gera það næst. Merkilegt hvað maður er fastur í að gera hlutina alltaf eins ...

Agga, 16.6.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já maður verður reglulega að taka sér tak til að breyta til!

Eva Margrét Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband