Leita í fréttum mbl.is

Merkisdagur

Það var þrennt merkilegt sem gerðist í gær. 

Í fyrsta lagi þá átti hún mamma mín afmæli!  Ég er svo heppin að eiga hana mömmu mína, hún er sú allra besta mamma sem ég gæti hugsað mér og svo er hún frábær vinkona líka.  Hún bauð okkur í snarl og svo var heljarinnar afmæliskaffi um köldið.  Við skriðum heim með krakkana rétt fyrir klukkan tíu, södd og sæl.

Í öðru lagi þá pissaði hún Lilja í kopp í fyrsta skipti.  Lilja hefur verið að æfa sig undanfarnar vikur á koppnum og klósettinu.  Hún sest á koppinn, fullklædd eða bellarass og segir 'pssssssss'.  Í gær, hjá ömmu og afa, lét hún vita að hún vildi koppinn.  Við rifum hana úr sokkabuxum og bleyju og viti menn, þessi líka væna spræna beint í koppinn.  Lilja uppskar þvílíkt lófaklapp og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.  Í morgun pissaði hún svo smá í klósettið, smá á gólfið reyndar líka en við tölum ekki meira um það.

Í þriðja lagi þá lét gamla konan verða af því að fara tvisvar sinnum upp Esjuna.  Valdi mér aldeilis daginn til þess.  Hélt af stað beint eftir vinnu í hávaða roki.  Fór fyrst upp vinstra megin og gekk bara þokkalega miðað við rokrassgatið í fjallinu.  Tíminn upp að Steini milli 33-34 mínútur (gleymdi garminum...).  Var eldsnögg niður aftur sömu leið.  Seinni ferðina fór ég upp hægra megin og þvílíkt puð.  Það hafði bætt heldur betur í vindinn og það var ekki stætt á tímabili, hvað þá hlaupafæri.    Fannst ég vera svona klukkutíma að komast þetta og blótaði því í sand og ösku að ég hefði verið búin að segja allt of mörgum að ég ætlaði tvær Esjur...  Tíminn upp að Steini var 37-38 mínútur.  Eftir allt puðið á uppleiðinni ákvað ég að taka því rólega niður aftur og gaf mér meira að segja tíma til að spjalla við hann Gísla 100kall og hálfkall og ég veit ekki hvað fleira, um Iron Man á Íslandi næsta haust.  Var rétt innan við tvo tímana með þetta allt saman og þá er hægt að haka við þetta á listanum.

IMG00077 

Esja #7

 IMG00080

Esja #8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull áttu eftir að rúlla þessum Laugaveg upp, manneskja! Ég er svooo stolt af þér...þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig MÖMMU þinni líður! Anyways, farin að sakna ykkar Glennana freeekar mikið þannig að það er alveg séns að maður fari að gera eitthvað róttækt í því. Við Ásta vorum reyndar eitthvað að pæla í Glennuferð á Sex and the City. Eruð þið kannski allar búnar að sjá hana?

Sóla (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:05

2 identicon

Jahá, ég er til á Sex and the City.  Þú ert rosaleg kona, tvær Esjur.  En manstu, vorum við ekki að tala um að einhver hefði farið tvær og hálfa?  Eva, ætlarðu ekki að fara þrjár?????

Ásta (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Tvær og hálfa!!! Andsk.. fer 3 á eftir... NOT.  En reyndar er ég svo sem alveg til í 3 ef það er gott veður sko, en ekki í kvöld samt .

Við Agga vorum einmitt að tala um að það væri tilvalið Glennu tilefni að fara á Sex and the City, við erum ekki búnar að sjá hana ennþá!!!  Hvað með sunnudagskvöld?

Eva Margrét Einarsdóttir, 19.6.2008 kl. 13:11

4 identicon

Til er ég:)

Ásta (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 20:45

5 identicon

Æi demm, kemst ekki í bíó á sunnudaginn ;)

Börkur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband