21.6.2008 | 20:58
Fimmvörðuháls
Enn einn ævintýradagurinn í safnið. Sigrún glenna og ofurskipuleggjari á heiðurinn af því að drífa okkur Öggu og Völu í að hlaupa Fimmvörðuhálsinn, þrusu æfing fyrir Laugaveginn.
Sigrún kom og sótti mig klukkan 9, náðum í Völu og héldum svo sem leið lá austur. Agga og Andri biðu eftir okkur á Hvolsvelli, þar sem við skildum bílinn eftir og Andri skutlaði okkur að Skógarfossi. Við vorum komnar þangað rétt fyrir hádegi og kvöddum Andra sem ætlaði svo að taka á móti okkur í Þórsmörk. 'Við verðum svona þrjá og hálfan eða eitthvað...'.
Fyrsti hluti leiðarinnar einkenndist af, í og úr, í og úr, veseni á okkur. Jaðraði svona alveg við það að það færi að rigna (jakki á, jakki af) og svo var svakalega heitt (jakki af, peysa af...). Ótrúlega falleg leið og Sigrún og Agga sem hafa farið þessa leið áður pössuðu uppá að við tækjum örugglega eftir því markverðasta.
Frá brú og upp að Fúkka var komið peysu og jakka veður aftur. Maður fann hvernig kólnaði í lofti og þegar við komum upp að skálanum fengum við smá gusu af hagléli. Yfir hólana sjö með snjóbreiðunum hjökkuðumst við, ótrúlega þungt að hlaupa í snjónum.
Hrikalega gaman að renna sér í snjónum, á skónum niður stóru brekkuna (jæks man ekki hvað hún heitir, eitthvað Heljar eða Háska...) og svo er náttúrulega bara stórkostlegt að sjá inní Mörk.
Hlupum þetta ótrúlega létt og vorum nú bara á því að við gætum skokkað til baka aftur. Vorum helst til fljótar (3:14:41 yfir hálsinn og 3:20:34 inn í Bása) og Andri ekki mættur á svæðið... . Bogga tók heldur betur vel á móti okkur með heitu kakói, súkkulaðirúsínum og hnetum. Hún fann líka til ullarteppi handa okkur svo við myndum ekki kólna niður. Andri kom svo skömmu síðar með alla fjölskylduna með sér og föt fyrir okkur til skiptanna.
Fórum í ótrúlega góða og dásamlega nána sturtu í Básum. Andri og co. urðu eftir í góða veðrinu í Mörkinni og Agga tók við stjórninni, skilaði okkur hinum heilu á höldnu aftur á Hvolsvöll, tók þessar sprænur á leiðinni í nefið.
Í einu orð sagt FRÁBÆR ferð, ég er ótrúlega rík að eiga svona vinkonur! Sama tíma að ári? Ekki spurning!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra ferð. Þetta var æðislega gaman - aftur að ári er pottþétt! Brattafönn heitir brekkuskrýpið sem við "skíðuðum" niður..............
Sigrún (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:58
Úh!! Ég öfunda ykkur svo af þessari ferð! Frábært hjá ykkur :) Fyrrum skálavörður á Hálsinum er náttla sammála því að þetta sé frábær leið :) Gaman að fylgjst með Laugavegsæfingum hjá ykkur skvísunum. Þetta verður gaman hjá okkur 12. júlí :)
Helga Árna (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 16:56
Já, aftur að ári, þetta var frábært ... lofa að standa mig betur í pissvaktinni þá
Agga, 23.6.2008 kl. 09:15
Hahahha já eins gott fyrir þig Agga, annars verðuruðu drekinn sem klósettvörður
.
Eva Margrét Einarsdóttir, 23.6.2008 kl. 10:59
Það var nú gott að geta létt ykkur aðeins biðina svona hundblautar og kaltar
Bogga (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.