Leita í fréttum mbl.is

Þríþrautar sunnudagur

Litla skottið okkar fékk sér nýja jaxl í gær með tilheyrandi hita og óþægindum fram eftir degi.  Elsku litla krílið, þurfti að hanga inni í góða veðrinu. 

Mamma kom til okkar um morguninn og hleypti okkur hjónunum út að viðra okkur.  Þórólfur er búin að vera duglegur að hjóla og synda í þessu meiðsla stússi sínu og dró mig með, fyrst í 20 km hjólreiðatúr og svo var 1000m sund á eftir.  Ég pakkaði svo deginum inn með því að skokka Veiðimanninn um kvöldið. 

Ég ætla að vera með í Miðnæturhlaupinu í kvöld og svo leggjum við Lilja í hann, í jentetur,  til Norge á morgun.  Viku æfingabúðir í brekkulandinu, ekki amalegt það.  Annars er megintilgangur ferðarinna að fara í 100 ára afmælið hans Onkel Olav og heilsa upp á ættingjana.

Þórólfur og Gabríel passa uppá hvorn annan á meðan við erum í Norge og það verður ekki leiðinlegt hjá þeim í guttatúrnum sínum til Eyja á pollamótið í fótbolta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

God tur!

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Tusen takk!

Eva Margrét Einarsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband