27.6.2008 | 20:04
Norge
Nú erum við mæðgur í góðu yfirlæti hjá frændfólki, Onkel Björn og Tante Ase í Asker. Það er dekrað við okkur frá morgni til kvölds og veðrið leikur við okkur. Mamma og Pabbi eru líka hérna svo ég er með hlaupapössun sem ég nýti mér, þó ekki fram úr hófi...
Það er nú bara þannig hér að við búum efst á stórri hæð og það er sama hvað og hvernig ég hleyp það eru alltaf svona milljón brekkur á leiðinni. Eins gott að það skili sér! Í gær tók ég reyndar viljandi brekkuæfingu, 6 * brekka sem er 1,2 km, jeiiii, eins gott að ég tók með mér iPod.
Vorum að koma úr 3ja ára afmæli hjá litla frænda mínum, honum Tomas og á morgun er svo 100 ára afmæli hjá Onkel Olav. Eins og gefur að skilja þarf maður að vera kurteis og smakka á öllum veitingum og svona... Það hlýtur að koma sér til góða síðasta spölinn í Mörkinni, hmmmm...
Lilja leikur á alls oddi í blíðunni, í léttum sumarkjólum, á táslunum. Við söknum nú samt strákanna okkar en þeir standa sig eins og hetjur í Eyjum, bæði í fararstjóra hlutverkinu og í boltanum.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú mannst bara - upp Kápu ferðu á aukakræsingunum frá Noregi.
Jóhanna (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.