Leita í fréttum mbl.is

Norge

Nú erum við mæðgur í góðu yfirlæti hjá frændfólki, Onkel Björn og Tante Ase í Asker.  Það er dekrað við okkur frá morgni til kvölds og veðrið leikur við okkur.  Mamma og Pabbi eru líka hérna svo ég er með hlaupapössun Grin sem ég nýti mér, þó ekki fram úr hófi...

Það er nú bara þannig hér að við búum efst á stórri hæð og það er sama hvað og hvernig ég hleyp það eru alltaf svona milljón brekkur á leiðinni.  Eins gott að það skili sér!  Í gær tók ég reyndar viljandi brekkuæfingu, 6 * brekka sem er 1,2 km, jeiiii, eins gott að ég tók með mér iPod.

Vorum að koma úr 3ja ára afmæli hjá litla frænda mínum, honum Tomas og á morgun er svo 100 ára afmæli hjá Onkel Olav.  Eins og gefur að skilja þarf maður að vera kurteis og smakka á öllum veitingum og svona...  Það hlýtur að koma sér til góða síðasta spölinn í Mörkinni, hmmmm...

Lilja leikur á alls oddi í blíðunni, í léttum sumarkjólum, á táslunum.  Við söknum nú samt strákanna okkar en þeir standa sig eins og hetjur í Eyjum, bæði í fararstjóra hlutverkinu og í boltanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mannst bara - upp Kápu ferðu á aukakræsingunum frá Noregi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband