29.6.2008 | 19:01
100 ára
Onkel Olav er alveg ótrúlegur, maður þarf ekki að kvíða aldrinum ef maður verður jafn hress og hann. Afmælið gekk eins og í sögu að öll ættin safnaðist saman til að gleðjast með gamla manninum. Frábær aðstaða fyrir fullorðna og börn, þvílíkt gaman. Afmælissöngurinn var sunginn í öllum útgáfum, á fleiri tungumálum og við sungum fyrir hann á íslensku!
Lilja prinsessa var senuþjófur, algjörlega í essinu sínu, sendi fingurkossa til hægri og vinstri, galaði eftir pöntun og var bara ótrúlega góð og skemmtileg. Nú er Onkel Olav og dóttir hans, Lille Randi að spá í að kíkja til Íslands í haust í skemmtiferð!
Veðrið leikur við okkur, sól og yfir 20 stiga hiti. Þær taka vel á, æfingarnar hérna í brekkulandinu, í blíðunni. Það er nú samt svo ótrúlega fallegt hérna að maður nýtur þess að sprikla út um víða velli eða réttara sagt upp og niður víða velli...
Strákarnir mínir eru komnir heim frá Eyjum og nú er Gabríel komin í sveit til Sverris bróður. Hlakka ótrúlega mikið til að sjá og knúsa mína menn þegar við komum heim .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hammó með Onkel Olav. Ég þykist viss um að þú náir alla vega 100 ára aldri en þá verð ég löngu komin undir græna torfu (dánarorsök: hlaupameiðsl...múahahahaha)!
Sóla (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.