Leita í fréttum mbl.is

Heim, ljúft að koma heim...

Ferðalagið gekk eins og í sögu og í þetta sinn gafst hún Lilja upp eftir snarlið og við mæðgur sváfum eins og klessur alla leið heim.  Vélin var næstum því full og alveg mökkur af litlum krökkum með í för og ekki hægt að fá aukasæti svona fyrirfram.  Var svo heppin að stelpurnar sem sátu í röðinni fyrir aftan mig fóru eitthvað að hrókera til að geta setið með vinkonum sínum og allt í einu var eina lausa sætið í vélinni við hliðina á mér (setja upp hissa svipinn takk), þvílíkur lúxus!

Áður en við lögðum í hann heim fórum við í bæjarferð til Oslo með ömmu og afa að skoða nýja Óperuhúsið og svo fengum við okkur bita á Aker brygge og nutum veðurblíðunnar.  Þetta var alveg frábært frí hjá okkur og eina sem vantaði var að hafa strákana okkar með, erum strax farin að plana almennilega ferð næsta sumar.

Hvíld, góðar æfingar, quality time með dóttur minni og hellingur að jarðaberjum gerðu kroppnum gott og ég kom léttari og nettari heim.  Jeeeehawww... 

IMG00123

Lilja að busla í gosbrunninum í Asker sentrum.

IMG00138

Með Helena frænku í Hövik.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomnar heim og til hamingju með Onkel Olav.  Ég sá flottu strákana þína í Eyjum, hinn gífurlega ábyrgðarfulla fararstjóra og flottasta strákinn í Þrótti.  Sá samt engan leik með þeim, voru aldrei á sama tíma eða sama stað og við að keppa. 

Ásta (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já takk fyrir það og þú líka Sóla sæta.  Já, fararstjórinn var nú frekar búin á því þegar heim var komið en rosalega ánægður.  Guttinn var líka þvílíkt ánægður með þetta allt saman og er núna komin í sveitina til Sverris frænda, lífið fullt af ævintýrum!  

Nú er mikið Glennusakn í gangi!  Er eitthvað hægt að gera í því? 

Eva Margrét Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 14:25

3 identicon

Nauts, ekki fyrr en ég kem heim aftur. Ég er reyndar búin að gleyma því hvenær bíóferðin var plönuð... Annars er alltaf sniðugt hjá Glennum að skella sér í dagsferð í Flatey og fá kaffi og með því hjá Jólrúnu. Velkomin heim!

Sóla (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:51

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Hmmm það er nú alveg spurning Sóla, hvað er maður lengi á leiðinni?

Eva Margrét Einarsdóttir, 3.7.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband