5.7.2008 | 23:40
Amish
Í dag fórum við í sveitina til Sverris að ná í guttann okkar. Hann tók á móti okkur á hlaðinu skælbrosandi, brúnn og sætur . Gabríel lærði að keyra mótorhjól í sveitinni og tætti af stað á tryllitækinu svoleiðis að mamma hans fékk smá í magann... Hann var líka búinn að veiða vænan fisk og búa til sultu með frænda sínum sem hann færði okkur í búið. Hann hafði staðið sem með eindæmum vel sem vinnumaður, Sverrir átti ekki orð yfir hvað hann væri góður strákur, sjálfum sér nógur og duglegur og leysti hann út með vænni fúlgu fjár.
Tókum smá Amish á þetta líka. Reistum eitt stykki hesthús, bara svona einn tveir og þrír. Tengdapabbi hans Sverris var búin að smíða alla útveggina og við hjálpuðumst að, fjögur, við að reisa og tryggja veggina, gaman!
Ég er svo mikið borgarbarn sem útskýrir af hverju ég varð að taka mynd númer tvö og er ennþá að flissa...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.