Leita í fréttum mbl.is

Ofur... ehemmm... mannleg

3 dagar eru hæfilegur tími til að velta sér upp úr eigin velgengni.  Þá er tími til að koma sér í snarhasti niður á jörðina aftur.  Stóð sjálfa mig að því að vera farin að kíkja kjánalega oft á bloggið mitt, til að athuga hvort það væri komin ný athugasemd.  Sá minn kost vænstan að koma mér í sveitina, fjarri öllu sem heitir net og póstur...  Undecided.

IMG00164
IMG00168

Drifum okkur úr bænum, ég, Gabríel og Lilja, snemma á miðvikudagsmorgun, Þórólfur var því miður fastur í vinnu.  Keyrði austur í Öndverðarnes, þar sem mamma og pabbi eiga bústað, hentum dótinu okkar inn og héldum svo áfram í dýragarðinn Slakka.  Krakkarnir himinlifandi að fá að klappa, halda á og skoða öll dýrin.  'Kanína', Fissskur', 'Drísinn' , 'Kisa'... , get svarið fyrir það, barnið er orðið altalandi!  Ef hún er ekki að blaðra eitthvað þá syngur hún; Gulur, rauður,.. Gamli Nói eða Fuglinn segir bí, bí, bí. 

IMG00169
IMG00154

Eftir rúmlega tveggja tíma stopp í Slakka, í 20 stiga hita og sól, fórum við að Geysi og kíktum á nýja slotið hennar Þórdísar vinkonu.  Ég horfði á hana og dóttur hennar bera heilan helling af pallaefni á meðan ég sat eins og drottning í sólinni, var nefnilega á pæjuskóm sko og var ekki að taka sénsinn á að fá blöðrur.  Næst lá leiðin á Selfoss í sund.  Gabríel passaði uppá litlu systur sína og kenndi henni að fara í sveppinn og næstu tvo tímana var 'Meia renna, meia renna..'.  Grillaði kjöt og pylsur í bústaðnum og svo var að sjálfsögðu ísbíltúr í Þrastarlund.  Það er komin rosalega fín aðstaða fyrir krakka á sumarbústaðarlandinu, nýr róló, fótboltavöllur og körfuboltavöllur.  Vorum úti að leika okkur til að verða tíu og lákum í koju eftir frábæran dag.

IMG00175
IMG00182

Á fimmtudaginn varð frumburðurinn 10 ára!   Eftir morgunsnarl fórum við aftur á leiksvæðið og lékum okkur þangað til að það gauluðu í okkur garnirnar.  Lilja fékk blundinn sinn að venju eftir hádegismat og við Gabríel skriðum inn í rúm líka og lögðum okkur, mmmmm.   Meira sund á Selfossi og svo var hún Elfa vinkona búin að bjóða okkur í kaffi sem breyttist í matarboð (við fórum ekkert...).  Þórólfur ákvað að koma til okkar eftir vinnu, hitti okkur hjá Elfu og Jóni sem buðu upp á nánast spriklandi nýjan lax og hamborgara.  Gabríel fékk nokkra pakka og var svo glaður og ánægður, vá hvað ég er stolt af þessum strák.  Kósíkvöld í bústaðnum eftir ís stoppið í Þrastarlundi .

IMG00176
IMG00180

Meira sund, leika meira, borða meira og nú erum við komin heim aftur.  Á morgun á Þórólfur afmæli og við erum í þessu að undirbúa afmælisboð fyrir strákana.  Hversdagurinn verður aftur velkomin eftir frábæra frí viku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband