Leita í fréttum mbl.is

Skróp!

Vigtun í morgun og allar vorum við mættar NEMA SIGRÚN!  Ekki það að ég ætli eitthvað að vekja sérstaka athygli á því að hún skrópaði eða neitt svoleiðis, ég er bara ekki þannig gerð...

En alla vega þá komu Jóhanna og Agga sterkar til leiks og voru með 200 og 100 grömm í frávik.  Það er nú ekki svo langt síðan (að ég sé búin að gleyma því) að þær voru að gera grín af gömlu konunni fyrir að vera svo anal að reyna að hitta nákvæmlega á grammið!  Þær eru sko engu betri, þurrkandi á sér hárið eða að fá sér vatnssopa til að negla þetta.

Ég var með 900 grömm í frávik (sem útskýrir skrifin hér að ofan Grin ) og verð að viðurkenna að það var betra en ég átti von á eftir sukkviku dauðans.  Nú er bara að koma sér í normið og ég mun koma ákveðin til leiks í næsta mánuði! 

Hnetuvínarbrauðið var annars sérlega ljúffengt í morgun, enda sérvalið af sérstakri vinkonu minni í sundlaugunum og ekki verður síðra að hitta stelpurnar i hádeginu Á grænum kosti.  Lífið er ljúffengt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar maður er í sumarfríi þá bara dreg ég mörkin við að vakna ekki fyrr en klukkan tíu! svo hefði ég líka sprengt vigtina og þá hefði ekki verið hægt að hafa vigtun eftir mánuð, þannig að þetta er allt bara gert fyrir ykkur 

Sigrún (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Þú bættir þetta allt saman upp með því að heiðra okkur með nærveru þinni í hádeginu .    

Eva Margrét Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 18:49

3 identicon

Þegar ég verð í sumarfríi ætla ég líka að sofa til tíu og vera svona líka fínn eins og Sigrún.  kv. Jóka á  lúðapillunni.

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:01

4 identicon

Nei Jóhanna, þú ert ekki á lúðapillu, þú átt bleik stígvél, það er annað en við hinar:)

Annars finnst mér svolítið verið að hunsa mann, það voru ekkert allar mættar nema Sigrún!!!!

En til hamingju með drengina þína og frábært að hitta ykkur.

Ásta (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:02

5 identicon

Ásta krúsídúlla:  Sko þeir sem hafa aldrei mætt í vigtun eru ekki taldir með í hverjir mættu í vigtun!!!  Í vigtunarklúbbnum þarf maður að vinna sér sess með mætingum í... vigtun.  Þannig getur maður til dæmis fengið atkvæðarétt um tímasetningar og haft áhrif á önnur mikilvæg mál og reglubreytingar.  En sem sérstakur hádegisgúmmelaðiestur vigtunarklúbbsins stendur þú þig sérstaklega vel og færð hér með props... .

Eva (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband