Leita í fréttum mbl.is

Leikskóladama

Fengum frábærar fréttir í dag, Lilja er komin með leikskólapláss á Hlíðarenda, sem er lítill leikskóli hérna rétt hjá okkur.  Hoppuðum af gleði því við áttum eiginlega ekki von á því að fá pláss í bili og dagmamman okkar að hætta í haust.  Lilja byrjar í aðlögun strax í næstu viku, flott að hafa nógan tíma og ekkert stress í aðlöguninni.

Sumó

Annars byrjuðum við fríið okkar á að fara í bústaðinn, bara svona til að koma okkur í afslöppunar og leik gírinn.  Komum svo í bæinn á sunnudaginn og fórum á tónleikana í Laugardalnum.  Vorum undir allt búin og létum ekkert á okkur fá þó það kæmi hellidemba á okkur.  Krakkarnir fíluðu þetta í tætlur og við vorum ekki komin heim fyrr en upp úr tíu, þá var lítil skvísa líka alveg búin á því.

Við erum líka búin að vera hörkudugleg í að gera fínt hjá okkur.  Keyptum parket í vikunni á herbergið okkar og eldhúsið en við frestum frekari framkvæmdum þangað til í næstu viku, þegar við verðum að vera heima hvort eð er.  Stefnum norður í land til Orra bróður og það væri þá aldrei nema maður fengi að upplifa Fiskidaginn mikla á Dalvík!

Hlaup, um hlaup, frá hlaupum...  Er búin að vera dugleg að æfa mig, styðst við Sub 40 prógrammið með smá breytingum, tek aðeins lengri æfingar svona yfirleitt og miða við keppni í hálfu í Reykjavík.  Sprettæfingarnar ganga bara vel og ég finn að ég er alveg tilbúin að breyta um gír.  Nýt þess að eiga fullt af aukatíma á hverjum degi og svo er maður ekki eins þreyttur eftir svona stuttar æfingar.  Bara gaman.

Að lokum, við mæðgur matreiddum Maríulaxinn hans Gabríels í gær.  Lilja var mjög hrifin og kyssti hann meira að segja áður en við pökkuðum honum inn í álpappír og grilluðum.  Við buðum líka ömmu og afa í Norðurbrún í veisluna.  Namminamm!

Maríulaxinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með styrkinn, takk fyrir kökurnar og jú, þín fermingarmynd er frekar slæm, verð að viðurkenna það.  Hún er eins og af þér eftir 40 ár

Glæsilegur lax og til hamingju með leikskólaplássið.  Líst vel á fríið ykkar, var alveg komin á fremsta hlunn með að vera áfram fyrir norðan og fara á fiskidaginn. 

Ásta (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:08

2 identicon

Já til lukku með leikskólaplássið. Þar sem góðærið er farið og harðærið tekið við er orðið auðveldara að manna leikskólana og þar af leiðandi koma blessuðum börnunum að. Prost!

Sóla (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:01

3 identicon

Og Eva græðir í harðærinu bæði styrkinn og leikskólaplássið. Þetta er mjög gott, Leikskólar eru alm svo góðir hér á landi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já, já í harðærinu býr karlinn líka til rabbarbarasultu og guttinn veiðir í matinn.  Ég baka brauð og prjóna .

Eva Margrét Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband